Færsluflokkur: Spaugilegt

Skilnaðar-Barbie

 

Faðir er á leið heim úr vinnu þegar hann man skyndilega að dóttir hans á afmæli. 

Hann kemur við í dótabúð og spyr sölumanninn:  "Hvað kostar Barbie- dúkkan sem er í glugganum?"

"Hverja áttu við?" spyr sölumaðurinn.  "Við erum með Leikfimis-Barbie á 1200 kr, Stranda- Barbie á 1200kr, Diskó - Barbie á 1200 kr, Geimfara-Barbie á 1200 kr, Hjólaskauta - Barbie á 1200 kr og Skilnaðar - Barbie á 15.900 kr.

" Ha?? Af hverju er Skilnaðar Barbie á 15.900 kr en hinar allar á 1200 kr??" spyr faðirinn.

Pirraður sölumaðurinn andvarpar og svarar: " Herra minn... Skilnaðar - Barbie kemur með húsinu hans Ken, bílnum hans Ken, húsgögnunum hans Ken, bátnum hans Ken, tölvunni hans Ken, einum vini hans Ken, og lyklakippu sem er búin til úr eistunum hans Ken".

 

 


Megrun fyrir karlmenn.

 

Maður hringir í fyrirtæki og pantar hjá þeim "misstu 5 kg á 5 dögum" pakkann. 

Daginn eftir er barið á dyrnar hjá honum og fyrir utan stendur íturvaxin 19 ára snót í engu nema Nike hlaupaskóm.  Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur "Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig". 

Hann lætur ekki segja sér það tvisvar og stekkur á eftir henni.  Eftir nokkra kílómetra er hann orðinn móður og másandi og gefst upp.  Sama stúlkan mætir á þröskuldinn hjá honum næstu 4 dagana og það sama gerist í hvert skipti.  Á fimmta degi vigtar félaginn sig, og viti menn, hann hefur misst 5 kg.

 

Hæstánægður með árangurinn hringir maðurinn aftur í fyrirtækið og pantar hjá þeim
"misstu 10kg á 5 dögum" pakkann. 

Næsta dag er bankað á dyrnar og fyrir utan stendur einhver sú fallegasta og kynþokkafyllsta kona sem hann hefur á ævinni séð.  Hún er eingöngu klædd í Reebok hlaupaskó.  Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur "Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig". 

Eins og elding tekur hann á rás á eftir skvísunni.  Hún er auðvitað í fantaformi og þó hann reyni sitt besta nær hann henni ekki.  Næstu fjóra daga heldur þessi rútína áfram og hann kemst smám saman í betra form.  Á fimmta degi vigtar hann sig og sér til ómældrar gleði hefur hann misst 10 kg. 

 

Hann ákveður að leggja allt í sölurnar og hringir og pantar "misstu 25 kg á 7 dögum" pakkann.  "Ertu alveg viss?"spyr sölumaðurinn " Þetta er erfiðasta prógrammið okkar"

"Ekki spurning" svarar félaginn, "mér hefur ekki liðið svona vel í mörg ár".

 

Daginn eftir er barið á dyrnar, og þegar hann opnar stendur risastór, helmassaður karlmaður fyrir utan í engu nema bleikum hlaupaskóm. 
Um hálsinn á honum hangir skilti sem á stendur "Ef ég næ þér, er rassinn á þér MINN!"   

 

Félaginn missti 32 kg í þeirri viku.

 


Six-pakk við skrifborðið

 

"Take the work out of your workout".  Hawaii stóllinn er frábær lausn fyrir skrifstofublókina.  Hér er komin þessi fína hreyfing sem má gera meðan við sitjum við skrifborðið átta tíma dagsins LoL

Gætum reyndar orðið dálítið ringluð eftir smá tíma Sick.

 


Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 86
  • Frá upphafi: 549131

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband