Færsluflokkur: Naglinn

Nýr vettvangur

Naglinn has left the building.

Sjáumst hraust á Eyjunni: http://blog.eyjan.is/ragganagli/  


Verstu ráðleggingarnar í ræktinni

Fyrir nokkru skrifaði Naglinn um mistök sem nokkrar sjóðheitar skonsur höfðu gert í byrjun ferðar sinnar að betri líkama.

Þessar sömu túttur deila hér með okkur hverjar voru verstu ráðleggingarnar sem þær fengu þegar þær byrjuðu að æfa.

• “Að ég ætti að gera 60 mínútur af brennsluæfingum á hverjum degi.” (Naglinn fékk þetta skíta-ráð líka og fór eftir því lengi lengi… that went well… NOT)

• “Lyfta á fastandi maga og bíða í 1 klst með að borða eftir þunga æfingu.”
• (Sama hér, Naglinn fór eftir þessu í mörg ár, og skildi ekkert í því að ekki vöðvatutla settist utan á skrokkinn þrátt fyrir blóð, svita og tár)

• “Þú ert með stór læri af því þú lyftir of þungt og hjólar of mikið. Þú ættir að lyfta mörg reps ef þú vilt kötta þig niður.”

• “Lærin á þér eru stór af því að gera hnébeygjur, þú verður að hætta þeim.”

• “Þú ættir alls ekki að lyfta svona þungt. Það gerir þig massaða og það viltu varla.”

• “Ekki nota svona þung lóð, notaðu 2,5-5 kg lóð og gerðu 25-50 reps.”

• “Í stað þess að gera 3 sett af 5 repsum nærðu sama árangri með að gera 1 sett af 15 repsum.”

• “Þú þarft að gera kviðæfingar í hvert skipti sem þú æfir.”

• “Þú þarft að gera a.m.k 200 kviðæfingar í einu til að fá flatan maga.”

• “Hnébeygjur “rass í gras” skemma á þér hnén”

• “Forðast hnébeygjur og réttstöðulyftu því það stækkar á þér mittið. Einmitt!! Gerði þær allt keppnistímabilið og steig á svið með 64 cm mitti”

• “Þú verður að borða minna – þú getur ekki borðað 5-6 sinnum á dag og ætlað að vera grönn”

• “Eitt ráð úr bók sem nefnist 14 daga kúr fyrir fólk í yfirþyngd

• Enga fitu, hvorki mettaða né ómettaða (góðu fituna)
• Léttar æfingar – 20-30 reps í 45 mín á fastandi maga með eigin líkamsþyngd í 14 daga, gerist fyrir brennsluæfingar
• 40 mín af brennsluæfingum á hárri ákefð á fastandi maga á hverjum degi í 14 daga.
• Engin kolvetni
“Þessi bók ætti frekar að heita: Hvernig þú fokkar upp brennslukerfinu í þér á 14 dögum. Ég er ennþá að ná af mér 15 kílóunum sem ég bætti á mig eftir þennan kúr.”
-


Bölsót frá Naglanum yfir vigtinni....viðkvæmir lokið augunum

Af hverju skiptir líkamsþyngd þig svona miklu máli?
Hvað segir líkamsþyngd þér? Hún segir þér hvað þú ert þung(ur).
Hver veit hvað þú ert þung(ur)? Þú! Öllum öðrum er alveg sama hvað þú ert þung(ur).

Hver eru markmiðin þegar kemur að þjálfun og mataræði? Í flestum tilfellum er það fitutap… eða er það bara þyngdartap. Þetta tvennt er ekki það sama, og það þarf að borast inn í heilann á fólki svo það geti hætt að grenja í hvert skipti sem það stígur upp á hina ógnvænlegu vigt.

Hjá sumum er það eina sem skiptir máli í lífinu að sjá lægri tölu á vigtinni, alveg sama hvaðan þyngdartapið kemur. Alveg sama þó þú lítir nákvæmlega eins út.
Ef þér væri skítsama hvaðan þyngdartapið kemur þá hlýtur það að vera í góðu lagi að samhliða lýsinu fjúki vöðvarnir líka, sem þú eyddir blóði, svita og tárum til að byggja upp. Bara svo lengi sem helv…vigtin fari niður ekki satt??
Neeeiiii…Þú hlýtur að vilja fókusa á FITUtap ekki ÞYNGDARtap. Hvað segir vigtin þér? Hún segir þér eingöngu hvað þú vegur í það skiptið sem þú drattast upp á hana. Hún segir þér ekkert um samsetningu líkamans, líkamsfitu, vöðvavef eða nokkuð annað.

Hjá sumu fólki er sú tala sem poppar á skjáinn mikilvægari en Icesave samningurinn. Af hverju??? Þetta skilur Naglinn ekki.

Það veit enginn hvað þú ert þung(ur), talan verður ekki brennimerkt á ennið á þér eftir hverja vigtun. Hvað notar fólk til að meta útlit þitt? Samsetningu líkamans – vöðvar, líkamsfita o.s.frv – EKKI þyngdina þína. Fólk veit hvort þú sért í formi eða ekki, ef þú lítur vel út eða ekki út frá…tja út frá því hvernig þú lítur út

Segjum að þú missir 2 kg af fitu. Jibbííí
Segjum að þú bætir á þig 2 kg af vöðvum. Það er rosalegur árangur.
En ó nei!!! Talan á vigtinni er sú sama. Nú hefst grátur og gnístran tanna og allt ómögulegt.
Þú ert “loser baby, so why don’t you kill me”

Eða hvað?? Það sem virkar eins og enginn árangur á vigtinni er samt munur á útlitinu um heil 5 kg. Er það ekki annars markmiðið með æfingunum? Að LÍTA betur út?
Mittið er mjórra, mjaðmirnar hafa minnkað, lærin hafa hopað, fötin passa betur, vinir og fjölskylda hrósa þér. En vigtin hefur ekkert haggast….hhhmmm… enginn árangur í þínum huga af því að einhver heimskuleg tala sem gubbast út úr vigtinni segir að þú hafir ekki náð neinum árangri.

Komm on!!! Er ekki í lagi?? Auðvitað hefurðu náð árangri, og það helling.
Ef mælingarnar eru að fara niður þá ertu að missa fitu.
Ef þú ert minni um þig, fötin passa betur, spegilmyndin er ásættanlegri, og fólk að hrósa þér þá ertu að missa FITU. Fita er þyngd, ef þú ert að missa fitu þá ertu að missa þyngd. Ef þú ert ekki að missa þyngd samkvæmt vigtinni þá ertu að bæta einhverju á þig til að vega upp á móti fitutapinu. Hvað getur það eiginlega verið?? Gætu það verið vöðvar kannski eftir allar lyftingarnar?
Ertu að fara í gegnum hið yndislega ferli þar sem fitutap og vöðvabygging gerist samtímis….það er auðveldara að komast inn í Vatíkanið í mínípilsi en að komast í þetta ferli, og ef þú ert þar í guðs bænum njóttu þess!

Uppbygging vöðva (þyngd) er semsagt að vega á móti fitutapinu (þyngd). Er það ekki geggjað??
Hvað mótar útlit líkamans? Fitutap og vöðvauppbygging. EKKI bara þyngdartap til þess eins að sjá lægri tölu á vigtinni.

Hættu að tæta hár þitt af bræði ofan á vigtinni og byrjaðu að horfa á merki um að líkaminn líti betur út – mælingar, fituprósentu klípur, hvernig fötin passa, aukning í styrk, hrós frá fólki o.s.frv.
Er þetta skilið?? Ókei...gott!!


Y-prógrammið

Nei... Naglinn er ekki búin að þjálfa sig í hel eða köfnuð á kjúklingabringu.
Ástæða blogg þagnarinnar undanfarna daga eru U2 tónleikar sem Naglinn og hösbandið skelltu sér á í London um liðna helgi..... ligga ligga lái... öfund sendist í flöskuskeyti til Kaupmannahafnar.

Þegar Naglinn dvelst í Lundúnaborg (sem er ansi oft) er æft í Fitness First rétt hjá þar sem NaglaSys býr.
Í nánast hvert skipti sem Naglinn heiðrar þá stöð með nærveru sinni er þar ansi vel byggður blökkumaður að æfa á sama tíma. Félaginn hefur vakið sérstaka athygli Naglans, og ekki eingöngu sökum lögunar hans (yeah sure..) heldur hefur æfingaplanið hans vakið ýmsar spurningar í höfði Naglans.

Hann virðist nefnilega eingöngu þjálfa brjóstvöðvana, enda lítur hann út fyrir að vera að detta framfyrir sig. Í hvert skipti er maðurinn í Smith-vélinni að taka ýmsar útfærslur af pressu: flata, hallandi, niðurhallandi, ein í einu.... jafnvel dag eftir dag að taka sömu æfingarnar.
Að pressu-maraþoninu loknu eru teknar allnokkrar útfærslur af flugi.
Stundum má reyndar sjá hann pumpa bísepp og trísepp slefandi upp við spegilinn.

Semsagt æfingaplan vikunnar hjá kauða lítur svona út : Mánudagur: Brjóst, Þriðjudagur: Brjóst, Miðvikudagur: Brjóst og hendur, Fimmtudagur: Brjóst, Föstudagur: Brjóst og hendur, Laugardagur: Brjóst

Félaginn er líka alltaf í hlýrabol sem er einu númeri of lítill en í hólk-víðum körfubolta stuttbuxum að neðanverðu. Og skýringuna á brókarvalinu fékk Naglinn í nýliðinni heimsókn, því Massi Massason er með horuðustu ballet kálfa norðan alpa. Það má því geta í eyðurnar og ímynda sér hvernig spóaleggirnir líta út norðan hnés, enda sá líkamshluti vel falinn sjónum almennings.

Félaginn er bara skólabókardæmi um hvernig alltof margir karlmenn þjálfa, þeir eru á svokölluðu Y-prógrammi, og líta út eins og sá bókstafur fyrir vikið.

Efri hlutinn er steiktur 3-5x í viku en rýrir spóaleggirnir látnir sitja á hakanum, enda ekkert gaman að þjálfa vöðva sem ekki er hægt að spenna í speglinum.
Svo eru þessi grey líka með svo lágan sársaukaþröskuld (ekki einu sinni dæmdir hæfir til barneigna) og allir vita að fótaæfingar eru erfiðustu æfingarnar.

Elskurnar mínar, slítið ykkur úr bekknum og tékkið á beygjunum eins og alvöru karlmennn.
X-prógrammið gefur svo miklu fallegri lögun.


Fegurð skipulagningarinnar

Það eru fáir sem vita eins vel og Naglinn mikilvægi skipulagningar og undirbúnings til að haldast inni á braut hollustu og hreystis.
"If you fail to prepare, you prepare to fail" er tugga sem Naglinn mun ekki hætta að nudda ofan í lesendur.

Naglinn vill því deila með ykkur blómin mín, nokkrum strategíum úr undirbúnings-vopnabúri Naglans.

The beauty of cooking in bulks:

* Skera 2-3 bringur í bita, krydda og grilla í Foreman-inum. Geyma í ísskáp. Þá á maður alltaf tilbúna bringu fyrir snarholla máltíð.

* Krydda og þurrsteikja heilan pakka af hakki í einu. Setja í Tupperware og geyma í ísskáp. Þá þarf bara að steikja grænmeti og Erluréttur er klár.

* Sjóða haug af hýðisgrjónum og geyma í Tupperware í ísskáp. Þegar mann langar í þetta sjóðandi holla korn þá hendir maður bara nokkrum grjónum á disk

* Baka nokkrar sætar kartöflur í einu. Kæla og geyma í álpappír í ísskápnum. Svo kippir maður einni út, örrar, sker í bita og stráir haug af kanil yfir.... need I say more??

* Sjóða slatta af jarðeplum í einu, kæla og skella svo í Tuppó og inn í köleskab. Eru fínar kaldar eða örraðar.
Má svo krydda efter smag.

* Búa til nokkrar eggjahvítupönnsur í einu. Kippa svo 1-2 út í einu og afþíða í ísskápnum. Eða þeir sem hafa nægan tíma á kvöldin geta gert eins og Naglinn, og kokkað eitt kvikindi fyrir morgundaginn.
Má geyma í ísskáp eða við stofuhita.

Kvöldverk Naglans:

* Búa til eggjahvítupönnsu fyrir morgundaginn

* Vigta haframjöl og setja í hafragrauts-pottinn ásamt Husk og salti, fyrir morgunverðinn. Eina sem þarf er lífselixírinn vatn útí.

* Taka til skál og gaffal fyrir hafragrautinn, disk fyrir pönnsuna, og litla skál fyrir jarðarberin

* Vítamínum, andoxunarefnum, fiskiolíu, BCAA raðað í pilluboxið.

* Taka til æfingaföt og leggja á stól frammi (svo maður veki ekki hösbandið á morgnana)

* Pakka ofan í æfingatöskuna: Hrein föt, handklæði, snyrtidót, púlsmæli, strappa....o.s.frv

* Þegar Naglinn vann utan heimilisins var eitt af kvöldverkunum að vigta og raða saman máltíðum ofan í Tuppó í nestistöskuna.

Að vera viðbúin(n) eins og skáti kemur í veg fyrir ljóta hegðun eins og að sleppa ræktinni, grípa í Júmbó, panta pizzu... þá er einfaldlega ekki hægt að nota ömurlegar afsakanir eins og tímaleysi.


Allir gera mistök

Nokkrar sjóðheitar skonsur, sem eru miklar fyrirmyndir Naglans, voru spurðar að því hvað hefðu verið þeirra helstu mistök þegar þær byrjuðu að æfa og borða hollt.

Hér koma svörin þeirra:

• Giska á magn af mat í stað þess að vigta eða telja. 15 g af hnetusmjöri er miklu minna en fólk heldur.
• Ég ályktaði bara að ég væri ekki að borða of mikið. Af hverju gallabuxurnar urðu alltaf þrengri og þrengri var mér mikil ráðgáta he he…

• Að átta mig á hollusta þarf að gerast alla daga, ekki bara mánudag til föstudags. Einn dagur í rugl um helgi getur hindrað árangurinn og þurrkað út góða viku.

• Óraunhæfar væntingar. Ég hélt að ég myndi fá sjóðheitan skrokk eftir nokkrar lyftingaæfingar og nokkrar vikur af hollustu. Nú veit ég betur og hef lært að þolinmæði er lykillinn í fitutapi.

• Að búast við árangri “med det samme”. Ég lagðist í þunglyndi ef ég missti ekki 5kg strax í viku 1.

• Að skilja ekki muninn á ÞYNGDARtapi og FITUtapi. Ég ályktaði að fyrst vigtin hreyfðist ekki þá væri ekkert að gerast.

• Þráhyggja yfir vigtinni. Ég vigtaði mig á hverjum degi og varð þunglynd ef hún fór ekki niðurávið. Nú vigta ég mig einu sinni í viku. Mælingar og hvernig fötin passa skiptir mig svo miklu meira máli.

• Að borða ekki nóg af góðu fitunni. Ég setti samasemmerki milli fitu í mat og fitu í líkama. Nú veit ég hvað hún er mikilvæg fyrir fitutap, vöðvauppbyggingu og heilbrigði.

• Ég vanmat skaðann af því að fara yfirum í svindli og hunsa 90% regluna.
• Að detta af beinu brautinni þýddi “fuck-it, þetta er ónýtt hvort eð er” og gúffaði í mig það sem eftir var dagsins.

• Ég hélt að prótinbar væri hollari en venjulegur matur því þau voru hönnuð með fitness fólk í huga.

• Skemmdi brennslukerfið með alltof miklu af brennsluæfingum.

• Ég hunsaði öll lögmál um að maður stækki í hvíld og gerði alltaf meira og meira af æfingum, bæði lyftingum og brennslu, því ég hélt að meira væri betra.

• Ég trúði mýtunum að 1200 kal væri leiðin til fitutaps, og skildi ekki af hverju ekkert gerðist (líkaminn í bullandi vörn). Minnkaði og minnkaði matinn og var komin niður í 800 kal á dag. Það var skelfilegt tímabil.

• Að borða of lítið alltof lengi. Það tók mig langan tíma að laga þann skaða sem ég gerði líkamanum með alltof fáum hitaeiningum.

• Ég var löt og nennti ekki að undirbúa máltíðirnar fyrir næsta dag kvöldið áður. Það var ávísun á að grípa eitthvað óhollt sem hendi var næst af því ég hafði ekki tíma á morgnana.

• Að drekka ekki nóg vatn. Það leiddi oft til ofáts þar sem líkaminn mistúlkar oft þorsta fyrir hungur.

• Mistök Naglans:
• Að borða of lítið.
• Að brenna of mikið.
• Að æfa alltof mikið – 10 – 12 x í viku
• Að taka heilan dag af bulli og ætla svo að ná því af með 6 dögum af 60 mínútna cardio.
• Enda fékk Naglinn að finna fyrir afleiðingunum af þessum mistökum….handónýtt brennslukerfi.


Sektarákvæði

Í rækt Naglans hér í Danaveldi hefur verið tekið upp á að sekta menn um 30 DKR (650 íkr) ef ekki er handklæði meðferðis meðan æft er í salnum. Naglanum finnst þetta vel, enda fátt viðbjóðslegra en að leggjast á bekk með svitabletti eftir aðra. Sérstakan viðbjóð vekur sveitt hnakkafar á bekkpressubekknum.

Naglanum finnst að það megi einnig beita sektarákvæðum á þá sem ekki ganga frá lóðum og stöngum eftir sig.
Það er fátt meira óþolandi en að þurfa að byrja á að strippa stöngina af 5-6 stk af 20 kg plötum eftir einhvern jálk sem dru...aðist ekki til að ganga frá eftir sig. Það er nú bara æfing útaf fyrir sig.
Hvað ef það kæmi nú sjötug kona og vildi nota hnébeygjustöngina eða fótapressuna, á hún að þurfa að hreinsa til eftir útúrpumpaðan dólg sem tekur 30x meira en hún?
Ef fólk finnur það ekki hjá sjálfu sér að ganga frá eftir sig í salnum, alveg eins og það (vonandi) gerir heima hjá sér, þarf hreinlega að grípa til forræðishyggjunnar svo það læri þetta í eitt skipti fyrir öll.


Another year gone by...

Ástæða bloggleysis undanfarinna daga er dvöl Naglans í London að halda upp á 2 ára stórafmæli systurdóttur sinnar.
Af því tilefni fór Naglinn að hugsa hver staðan á skrokknum var fyrir ári síðan í 1 árs afmælinu. Þá var Naglinn á mjög vondum stað líkamlega, búin að fitna um 15 kg á 3 mánuðum. Þessi fitusöfnun var hörmulegt “rebound” eftir kolrangt undirbúningsferli fyrir fitness-keppni árið 2007, þar sem Naglinn gerði ómannlegt magn af brennsluæfingum og borðaði eins og 7 ára krakki.
Svona tímabil lítur líkaminn á sem hungursneyð og ógn við heilsuna. Þess vegna breytir líkaminn öllu sem að kjafti kemur, hvort sem það er kjúklingur og brokkolí eða súkkulaði og lakkrís, í fitu til að eiga nóg í bankanum fyrir næstu hungursneyð.
Þess vegna reynir Naglinn að brýna fyrir sínu fólki að hætta að kroppa eins og hænsn í hrökkbrauð og skitið epli og borða eins og fullvaxta fólk. Slíkt kropp og nart gerir ekkert annað en að skemma brennslukerfið og gera líkamann lamaðan í fitubrennslu. Fólk sem tutlar í 1200 hitaeiningar á dag og skilur svo ekkert í að lýsið haggist ekki, þýðir bara að líkaminn er í bullandi vörn, enda slíkur hitaeiningafjöldi eingöngu til að halda eðlilegri líkamsstarfsemi hjá fólki í dauðadái.

Síðasta ár hefur verið tileinkað fitubrennslu hjá Naglanum en það hefur langt í frá verið dans á rósum að losa sig við lýsið. Það tók líkamann langan langan tíma að detta í fitubrennslugírinn enda kerfið í rúst og hefur Naglinn og Þjálfi unnið hörðum höndum við að koma því á koppinn aftur.
Oft hefur Naglann langað til að hætta öllu saman og leggjast bara upp í rúm og grenja. En það hefur bara ekki verið í boði, því hverju skilar svoleiðis aumingjagangur?
Þeir sem ná árangri eru þeir sem halda áfram í mótlætinu.
Þess vegna hefur Naglinn vigtað og mælt, hamast og djöflast, hlaupið og lyft. Og hverju hefur það skilað?
Á þessu ári sem liðið er hefur Naglinn náð að skafa af sér 12 kg, og er í besta formi lífs síns núna.
Þolið er margfalt betra þrátt fyrir helmingi færri brennsluæfingar, styrkurinn er meiri þrátt fyrir að lyfta sjaldnar í viku en í gamla daga.
Meira er klárlega ekki betra þegar kemur að líkamlegu formi, hvíldin er alltof vanmetinn þáttur hjá mörgum.

Útlitslega er Naglinn mjög sátt, kemst í öll gömlu mjónu fötin sín, er samt 3 kg þyngri með stærri axlir og hendur en mjórra mitti.
Nú er svo komið að Naglinn fær heilan nammidag á planinu sínu… jebb þið heyrðuð rétt… ekki bara eina máltíð heldur heilan dag án takmarkana af gegndarlausu rugli.
Þessi dagur gegnir mikilvægu hlutverki í fitutapinu. Þegar fólk er komið niður í ákveðna fituprósentu dettur leptín framleiðslan niður og heill nammidagur virkar til að endurstilla leptínið og koma fitubrennslunni aftur í gang.
Eftir slíkan dag hefur Naglinn þyngst um heil 5 kiló en eftir 7 daga var Naglinn kílói léttari en fyrir nammidaginn. Eftir því sem fituprósentan er lægri verður líkaminn skilvirkari í að vinna úr sukkinu og minni líkur á að sukkið breytist í spek.

Vegna þess að Naglinn hefur sjálf þurft að berjast með blóði, svita og tárum (í bókstaflegri merkingu) við kílóin er vorkunn Naglans enginn þegar fólk vælir um að þetta sé svo erfitt, mikið vesen að borða hollt, allt svo vont á bragðið, leiðinlegt að fara í ræktina… og bla bla bla…. suck it up! hættið að grenja og gerið það sem þarf.
Nema að þið séuð svona svakalega sátt við spegilmyndina og skítsama um heilsuna þá skuluð þið bara halda áfram að slafra í ykkur Burger King. Það er enginn sem neyðir ykkur að hreyfa ykkur og borða hollt.

Naglinn hefur þurft að hanga á kjúllanum eins og hundur á roði, þurft að sleppa nammimáltíðum í fleiri vikur og rifið sig upp í ræktina fyrir dögun hvern dag.
En þetta hefur allt verið svo innilega þess virði…að vera sátt í eigin skinni hefur alltaf vinninginn yfir löngun í súkkulaði… og að vera komin á þann stað að fá heilan nammidag… need I say more???


Endursamsetning líkamans

Þessi pistill er tileinkaður öllum þeim sem grenja yfir vigtinni viku eftir viku eftir mánuð eftir mánuð.

Fyrir nokkrum árum þegar Naglinn var í námi í Bretlandi grenntist Naglinn niður í sögulegt lágmark, og það á óhollan hátt, enda fleiri brennsluæfingar stundaðar en þykir mannlega hollt og .

Eins og flestir lesendur hafa orðið varir við hefur Naglinn verið að skafa af sér lýsið undanfarna mánuði, samhliða því að koma brennslukerfinu aftur á réttan kjöl eftir margra ára misnotkun.

Núna er Naglinn farin að nota aftur þær brækur sem notaðar voru á horuðum námsárunum, en samt er Naglinn heilum 6 kílóum þyngri og borðar 500-700 hitaeiningum meira á dag en þá.
Einn kúnni Naglans sem hefur verið í fjarþjálfun í 3 mánuði hefur náð af sér heilu einu kílói..... en misst 20 cm af mallakút og 10 cm af afturenda. Hún er semsagt mun minni um sig en samt nánast jafn þung.

Hvernig má þetta vera?

Það kallast endursamsetning líkamans (body recomposition). Með því að lyfta lóðum kemur meira kjöt á skrokkinn sem brennir fleiri hitaeiningum og því er hægt að borða meira án þess að það breytist í fitu.
Einnig er brennslukerfið orðið skilvirkara þar sem líkaminn fær nóg að bíta og brenna, og getur því skafið lýsið af án þess að fara í varnarmekanisma og hægja á öllu kerfinu eins og gerist þegar kroppað er eins og ræfilslegur kjölturakki.

Hverjum er ekki skítsama hvaða tölu baðvogin sýnir, eru það ekki sentimetrarnir, spegillinn og fötin sem skipta máli þegar kemur að fitutapi?


Rugl sem Naglinn sá í ræktinni í dag....

... varð að deila þessu með ykkur lesendur góðir... 

Berfættur maður að skokka á brettinu og við hliðina á honum var maður á harðaspani í....GALLABUXUM Shocking Rólegir í óþægindin!!!

 

Væri gaman að heyra hvaða rugli þið lesendur hafið orðið vitni að í ræktinni 


Næsta síða »

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 549066

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband