Are you an athlete?

Bara kominn mánudagur og flott heilsuhelgi að baki.  Ég notaði (alltof sjaldséða) veðurblíðuna sem var um helgina og skellti mér út að hlaupa á sunnudagsmorguninn.  Ég elska kyrrðina sem er á sunnudagsmorgnum kl. 7, ekki sála á ferli nema löggan og einstaka leigubíll með eftirlegukind í aftursætinu.  Tók fullt af brekkum og sprettum og kýldi púlsinn upp úr öllu valdi.  

Á laugardag var fótunum refsað í World Class enda eru harðsperðurnar í gær og í dag ekki þessa heims.  En ég fékk hrós á æfingunni frá Bandaríkjamanni sem fékk að nota fótapressuna með mér.  Hann ætlaði varla að trúa að ég væri að taka sömu þyngd og hann (130 kg), og sagði " Man you got seriously strong legs.  Are you an athlete?"  Ég fór alveg hjá mér við þessa athugasemd, roðnaði Blush, og náði bara að stynja upp einhverju vesælu "no".  Sagði ekki einu sinn takk eða neitt.  En egóið skaust hins vegar í gegnum þakið og endaði út í Laugardalslaug Cool.  En mig langaði samt að segja "Yeah man I'm an athlete" en þar sem afrekaskráin eru tvær Þrekmeistarakeppnir, held ég að ég flokkist engan veginn sem "athlete".  Og ef hann hefði spurt, hvaða íþrótt stundarðu?  Ööööö, fitnessmastersport, or something Whistling.  Ég vildi að ég hefði haldið áfram í handbolta eða hestunum en ekki hætt hvoru tveggja sökum 14 ára gelgju.  Þá væri ég allavega "athlete" í dag.  

Nú eru 15 dagar síðan ég svindlaði síðast í mataræðinu og eina alvarlega löngunin sem hefur gert vart við sig er í uppáhalds bragðarefinn (með bönunum, jarðaberjum og pekanhnetum).  Að öðru leyti er geðheilsan nokkuð í lagi, og mig er ekki enn farið að dreyma kökuhlaðborð, en það gerist ansi oft þegar langt líður á milli nammidaga Tounge.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrikalega ertu dugleg! Held að þú hefðir alveg getað svarað þessari spurningu kanans játandi. Ég skil samt alveg klemmuna varðandi það hvaða sport þú ættir að segja að þú æfðir  Vona að þú hafir náð að bjarga egóinu frá drukknun í lauginni svo þú getir flaggað því eins og þú mátt alveg við

Ég er sko búin að haga mér alveg eins og kjáni undanfarið. Það eina skynsamlega sem ég geri er að borða hafragraut á morgnana en annars er mataræðið fáránlegt og hreyfingin engin  En nú á að drífa sig í háttinn og byrja morgundaginn að hætti Naglans

Óla Maja (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 00:36

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

 Það fara allir af beinu brautinni af og til, það er það sem gerir okkur mannleg .  Við erum ekki vélmenni sem getum æft og borðað hollt 365 daga á ári.  Það er ekkert annað í stöðunni Óla Maja mín en að klifra aftur upp á hrossið ef maður dettur af baki.  Tomorrow is another day sagði Scarlett O'Hara 

Ragnhildur Þórðardóttir, 26.6.2007 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 549068

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband