Kellingin er hrikaleg

Jahérna hér....ég veit ekki hvar þetta endar allt saman en það eru þvílíkar bætingar í gangi þessa dagana hjá Naglanum.  Tók fætur á miðvikudag og brjóst í gær og toppaði mig á báðum æfingum, í hnébeygjum og brjóstpressum.  Það er bakæfing í dag svo nú er að sjá hvort maður geri ekki góða hluti í upphífingum og róðri.  Ekki veitir af að þykkja og víkka bakið aðeins.

Þetta lyftingaprógramm er greinilega að gera góða hluti því ekki hef ég breytt neinu í mataræðinu nema morgunmatnum en nú fæ ég mér 4 eggjahvítur í staðinn fyrir hreint prótín með hafragrautnum.  Ég var búin að ákveða að það væri viðbjóður en það er bara algjört lostæti hrært saman og fullt af kanil.

Er líka byrjuð aftur að skrifa niður þyngdirnar og það hjálpar heilmikið að muna hvað maður tekur og passa að þyngja alltaf aðeins.  Það er svo auðvelt að festast bara í sömu þyngdum og repsafjölda en þá líka staðnar allt kerfið. 

Alltaf að sækja á brattann gott fólk!!!

Góða helgi!!

 P.S var klukkuð og sinni því verkefni við fyrsta tækifæri Cool.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ertu ekki til í að koma með kg tölur, hvað þú varst að taka og hvað þú ert að taka í dag, gaman að fylgjast með þér hvað þú ert staðföst og dugleg:)

 kv

hrannar (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 14:31

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk fyrir það Hrannar. Þetta er náttúrulega fyrir löngu orðinn lífsstíll hjá mér að hreyfa mig og lyfta lóðum. Það er bara svo auðvelt að staðna svo maður þarf alltaf að ögra sér með meiri þyngdum. Ég skal henda inn einni færslu við tækifæri með þyngdum. Þó ég sé Nagli þá er ég enginn trukkur svo ekki fara að búast við neinum þriggja stafa tölum ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 14.7.2007 kl. 19:52

3 identicon

Hæ Ragga nagli. Þekki þig ekki en les bloggið þitt og hef sko fengið mikinn fróðleik! Hvernig lyftingaprógrammi mælir þú með fyrir mig (22ára) sem er í ágæti þolformi en þarf að bæta meiri lyftingum við, ásamt því að lækka fituprósentu töluvert?

Lesandi (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 00:14

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl og blessuð,

Sendu mér meil á rainythordar@yahoo.com, segðu mér hvernig þú æfir, hvað þú ert að borða o.s.frv og við skulum fara yfir málin saman.

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.7.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 549066

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband