Sie mussen genug Wasser trinken

Eftir langvarandi þurrkatíð á landinu Ísa lét blessuð rigningin sjá sig eitt augnablik í gær og það gladdi mitt litla hjarta.  Ég var nefnilega farin að vorkenna grasinu og trjánum því þau voru algjörlega skrælnuð.  Vökvaskortur er vont ástand hvort sem er fyrir gróður eða mannskepnuna.  Því ætla ég að fjalla lítillega um mikilvægi þess að drekka nóg af vatni daglega.

Icelandic glacial

Tölfræði

Um 60-70% af líkamanum er vatn.

Mannskepnan getur lifað í nokkra mánuði án matar en aðeins í 3 daga án vatns.

Daglega tapar líkaminn 2-3 ltr af vatni frá húð, lungum og nýrum.  Til þess að vinna upp þetta tap þarf venjulegur maður á að drekka að lágmarki 8 glös af vatni á dag.  Annars konar vökvi vinnur ekki eins vel upp vökvatap líkamans og því ætti fólk að drekka hreint vatn í eins miklum mæli og hægt er.  Þeir sem stunda líkamsrækt þurfa að drekka helling af vatni því líkaminn getur tapað 1-2 kg af vatni á einni æfingu.  Missi líkaminn 2% eða meira af líkamsþyngd sinni af vatni hefur það hamlandi áhrif á vöðvastarfsemi. 

Fólk sem æfir ætti að drekka nóg vatn fyrir, á meðan og eftir æfingu.

 

Pissi pissi piss

Ágætis aðferð (en frekar ógeðsleg) til að meta hvort maður drekki nóg af vatni er að athuga litinn á þvaginu.  Ef það er dökkt þá er þörf á meiri vatnsdrykkju en glært þvag bendir til að vatnsneysla sé næg. 

 

Af hverju að drekka vatn?

Hlutverk vatns í líkamanum er margþætt og spilar stórt hlutverk í nánast allri starfsemi líkamans.

Vatn skolar út aðskotaefnum, flytur næringarefni til frumna líkamans, viðheldur réttum líkamshita en líkaminn kælir sig með að losa vatn gegnum svita.

Vatn smyr liði og liðamót sem er mjög mikilvægt fyrir þá sem stunda íþróttir þar sem álag er á liði t.d hlauparar og lyftingafólk.

Við endumst líka lengur á æfingu og erum ekki eins þreytt þegar líkaminn er vel vökvaður.

 

Mikilvægur þáttur í fitubrennslu

Eðlilegur vatnsbúskapur stuðlar að eðlilegri blóðrás og nægt magn súrefnis er í líkamanum en nægt magn súrefnis í blóðrás er mikilvægt til að fitubrennsla eigi sér stað.

Nýrun sjá um að hreinsa vatnið af aðskotaefnum en ef vatn er af skornum skammti þá geta nýrun ekki sinnt þessu starfi eins vel.  Þá kemur lifrin til aðstoðar sem er ekki gott því lifrin sér um að brenna fitu og þegar hún er upptekin við að aðstoða nýrun þá hægist á allri fitubrennslu.

Of lítil vatnsdrykkja leiðir til þess að líkaminn rígheldur í hvern dropa og geymir undir húðinni.  Þá sjást vöðvar ekki eins vel, og sé um verulegan vökvaskort að ræða verðum við þrútin í framan og á fingrum.  Lausnin á þessu er einföld:  Drekka meira vatn því vatn losar vatn... ótrúlegt en satt!!  

 

Mamma!  Ég er þyrstur.

Við eigum ekki að bíða með að drekka þar til við erum orðin þyrst, því þá erum við nú þegar farin að þorna upp.  Þegar við verðum þyrst eigum við að drekka mikið, ekki bara væta kverkarnar.

 

Klósettið er upptekið....næstu klukkutímana

Ef líkamann vantar vatn þá stelur hann vatni úr ristli og afleiðingin er hægðatregða.

 

Er einhver orðinn þyrstur??

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt, en vil samt aðeins minna á að ofvökvun getur haft mjög skaðleg áhrif á líkamann. Þá fara nýrun í overdrive og skola út nauðsynlegum steinefnum og fleiru út með þvagi og yfirkeyra sig. Það gleymist nefninlega oft að minnast á þetta þegar verið er að predika vatnsneyslu og ég hef heyrt um dæmi þar sem fólk er að þamba í sig allt upp í 7-8 lítrum af vatni á dag sem er vægast sagt varhugavert en eins og þú segir þá eru 2-3 lítrar fínt. Það er nefninlega hægt að deyja úr vatnseitrun

Ingunn (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 22:22

2 identicon

Það er nauðsynlegt að brýna fyrir fólki mikilvægi vatnsdrykkju. Þó að það sé nokkuð til í þessum punkti hjá Ingunni þá held ég að það sé bara ennþá mjög mikið um það að fólk drekki ekki nóg vatn. Ég verð a.m.k. mikið vör við það í kringum mig. Ég fatta ekki hvernig fólk kemst yfir það að drekka 7-8 lítra  Þó ég sé ekkert að efast um að það sé til.. 

Fyrir dálítið mörgum árum las ég grein eftir Einar Guðmann þar sem hann tíundaði mikilvægi vatnsdrykkju og sá lestur hafði mikil áhrif á mig. Síðan þá hef ég lagt mikla áherslu á að passa upp á vatnsdrykkjuna og pisspiss prófið er alveg ágætis mælikvarði  Ég man samt ekki eftir að hafa lesið um þetta með lifrina og nýrun. Ansi áhugavert.

Takk fyrir fræðslu dagsins

Óla Maja (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 23:20

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Góður punktur hjá þér Ingunn með ofvökvun því þetta er víst vaxandi vandamál meðal ungra kvenna hérlendis í tengslum við þvagleka. Hann er mun algengari hér á landi en í nágrannalöndunum og læknar telja að það megi rekja til ofpredikunar á vatnsneyslu og ungar stúlkur séu að þamba alltof mikið vatn sem leiði svo til þvagleka.

Það er einmitt svo einfalt Óla Maja að bara rétt kíkja í skálina eftir pisseríið til að tékka hvort nóg sé drukkið.

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.7.2007 kl. 09:50

4 identicon

Heh ég get svarið það, ég stóð upp og fékk mér vatn :)

Eva (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 17:51

5 identicon

Já ég varð sko meira en lítið þyrst af þessum lestri.

Farin að fylla á brúsann góða sem víkur ekki frá hlið minni!

Skemmtileg færsla,

Kv. Anna Brynja

Anna Brynja (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 86
  • Frá upphafi: 549148

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband