Kreatín er fyrir alla...konur og kalla

Í tilefni af því að ég var að byrja á kreatíni aftur eftir 3 vikna pásu vil ég útlista kosti þess.

Kreatín er náttúrulegt efni sem finnst aðallega í rauðu kjöti.  Framleiðsla þess fer fram í lifur, brisi og nýrum. 

Kreatín er myndað úr þremur aminosýrum (glycine, arginine og methionine).

Fullorðinn karlmaður fer í gegnum 2g af kreatíni á dag og fyllir á það í gegnum fæðu og framleiðslu líkamans.

ATP (adenosine triphosphate) er orkuuppspretta líkamans og kemur við sögu í nánast öllum athöfnum okkar. ATP keyrir vöðva áfram í átökum sérstaklega í stuttum snörpum átökum eða sprengikraft, svipað og á sér stað við lyftingar. Þegar vöðvi á að dragast saman skiptist ATP í tvennt og verður þá ADP (adenosine diphosphate) og þessi skipting veldur samdrætti í vöðva.

Vöðvafruma tæmist af ATP á u.þ.b 10 sekúndum og þegar það er uppurið getur vöðvi ekki lengur dregist saman og við getum ekki lyft aðra endurtekningu. Líkaminn hefur nokkrar leiðir til að fylla aftur á ATP í vöðva.  Fljótlegasta leiðin er með kreatíni sem binst ADP og myndar aftur ATP. Þegar kreatín í vöðvafrumu er uppurið þarf líkaminn hins vegar að treysta á aðrar aðferðir til að fylla á ATP birgðirnar. Kreatín er líka orkuuppspretta fyrir átök og er fyrsti valkostur líkamans í loftfirrðum átökum líkt og á sér stað við lyftingar.

Með því að taka inn kreatín sem bætiefni aukast kreatínbirgðir í vöðva og gerir honum þannig enn betur kleift að búa til meira ATP og eykur þannig orku fyrir æfingar. Þegar vöðvi á auðveldara með að búa til ATP getur hann myndað meiri kraft undir álagi í stuttan tíma. Þannig getur kreatín aukið styrk og úthald vöðva og þar af leiðandi stækkað vöðvana.

Best er að taka kreatín í 12 vikur í senn og taka svo 3-4 vikna pásu.  Almennt er mælt er með að hlaða kreatín fyrstu 7 dagana og taka þá 4x 5 grömm á dag en síðan 5-10 g á dag það sem eftir er af 12 vikunum.


Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ.

Nú ert þú svona 100% manneskja og mig vantar svör um hvað maður getur gert í erfiðum aðstæðum. T.d. ef að vinkona hringir í hádegi á miðvikudegi og býður manni í pizzu í Eldsmiðjunni. Manni langar að hitta vinkonuna en langar ekki að skemma mataræðið með fitugri (en hættulega góðri) pizzu. Er hreinskilnin málið: "nei takk, ég er að reyna að létta mig og má ekki við pizzu í dag. sorrý!" Hvað getur maður gert.

Hvað myndir þú lika gera ef þér væri boðið í afmæli á fimmtudegi, í feitt fylleríisdjamm og út að borða áður á föstudegi, eða í matarboð á þriðjudegi þar sem þú veist að hollusta verður ekki í fyrirrúmi.

Ég er svona manneskja sem get ekki sagt nei. En þessar kringumstæður sem ég nefndi gera það að verkum að ekkert gengur hjá mér. Hvernig get ég sagt nei á kurteisan hátt?

Dyggur lesandi (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 10:53

2 identicon

En fyndið...!! Er einmitt búin að vera að hugsa mikið um kreatín síðustu daga, hvaða gagn það gerir og hvort það sé sniðugt:) En einhvers staðar heyrði ég að maður gæti vatnast á því...og þyngst. Er það bara bull?

Hrund (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 12:27

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég vatnaðist og þyngdist um 5 kg á einni viku þegar ég tók kolvetnablandað kreatíni. En finn ekkert slíkt þegar ég tek hreint kreatín. Mæli hiklaust með því að þú prófir, það gefur þér auka kraft á æfingu og ekkert smá kikk sem maður fær út úr því þegar maður getur tekið meiri þyngdir eða fleiri reps.

Ragnhildur Þórðardóttir, 13.9.2007 kl. 17:58

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband