Oversovelse

 sofa yfir sig

Það hlaut að koma að því....eftir að hafa vaknað samviskusamlega kl. 5:30 á hverjum einasta virka morgni í mörg herrans ár til að fara í ræktina án þess að klikka, sváfu Naglinn og hennar ektamaður yfir sig í morgun og rumskuðu ekki fyrr en kl. 8:19.  Fyrr má nú sofa yfir sig!! 

Svo það varð ekkert úr brennslu þennan morguninn hjá Naglanum en verður bætt upp seinnipartinn eftir lyftingarnar. 

Finnst eins og ég hafi ekki burstað í mér tennurnar eða sé skítug af því ég fór ekki í ræktina í morgun.  VÁÁÁ hvað maður er orðinn mikill fíkill, þetta er bara eins og heróínneytandi að fá skammtinn sinn að fara og hamast og djöflast.

"Svarthvíti" hugsunarhátturinn er líka að lauma sér upp í heilabúið, með leiðinlegar hugsanir eins og að nú sé allt ónýtt fyrst það datt eitt skipti út.... en ég er á fullu að henda slíkum hugsunum út í hafsauga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð góða...ég er viss um að þú komir bara tvíefld til leiks í næstu lotu
Ekki vera með þetta andlega ofbeldi á sjálfa þig

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 10:32

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég er líka alveg viss um það, held að þetta hafi verið örlögin að grípa í taumana og segja mér að chilla aðeins í brennslunni (ekki kexinu).  Á örugglega eftir að vera hrikaleg á lyftingaæfingu á eftir, full af orku og nautsterk .

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.10.2007 kl. 11:31

3 identicon

Vá hvað ég skil þig vel  Finnst alveg glatað ef ég kemst ekki á æfingu (er með tvö börn og stundum kemur eitthvað uppá með þau sem ekki er gott að gera nokkuð við). Er líklega ekki búin að stunda þessa morguniðju eins lengi og þú en núorðið er ég alveg ómöguleg ef ég kemst ekki í ræktina að morgni. Auðvitað er  planið ekkert ónýtt en þó skynsemin segi manni það, þá er vaninn bara svo sterkur að það er erfitt að sætta sig við svona uppákomur

Njóttu þín á æfingunni í dag

Óla Maja (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 13:22

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Akkúrat Óla Maja, þegar allt kemur til alls þá er maður ekkert nema vaninn og verður rosalega háður daglegu rútínunni. Þegar eitthvað raskar henni þá er voðalega erfitt að höndla það.  Ég segi stundum við fólk þegar ég er skömmuð fyrir að vera svona hrikalega "anal" í kringum æfingarnar, að þó að engin fíkn sé af hinu góða, þá sé það þó skárra að vera með ræktarfíkn en aðra óhollari fíkn .

Ætla að taka hrikalega á bibbanum og tribbanum á eftir....  

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.10.2007 kl. 13:37

5 identicon

Ertu þá að brenna á morgnana og lyfta á kvöldin.  Er það holt? ég meina kemur ekki árangurinn í hvíldinni.  Kannski heimskuleg spurning en ef að maður spyr ekki þá veit maður ekki. 

sas (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 15:08

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Það er ekki til neitt sem heitir heimskuleg spurning að mínu mati. Já ég brenni á morgnana og lyfti seinnipartinn, á meðan ég er að skera niður fyrir mótið enda aðeins 5 vikur til stefnu. Svo passa ég að borða vel og rétt og sofa vel (gerði það aldeilis síðustu nótt) og þá geng ég ekki of mikið á mig. Ég brenni samt ekki svona mikið aðra daga ársins.

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.10.2007 kl. 17:05

7 identicon

Ég aftur! Segðu mér.. varstu búin að ákveða hvort þú tekur þátt í Þrekmeistaranum núna? Man bara eftir því þegar þú talaðir um að þetta væri svo óhentugur tími vegna tímasetningar á Fitness.

Óla Maja (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 17:23

8 identicon

Sælar aftur

Ég held að ég hafi skrifað athugasemd á vitlausan dag, þar að segja daginn í gær.

Ef þú nennir mátt þú kíkja á þær.

Kveðja Elín

Elín Björk Ásbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 549139

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband