Nútíminn er trunta

Lyfturnar hér á Landsanum voru bilaðar um daginn og þá fór ég að velta fyrir mér hvað nútímamaðurinn á landinu Ísa er ótrúlega þversagnakenndur.

Það er sko ekki vandamál fyrir landann að fara í ræktina á hverjum degi og jafnvel oft á dag til að hamast og djöflast en það var algjörlega ómögulegt fyrir hvern einasta kjaft í vinnunni að þurfa að labba upp nokkrar hæðir, það kvörtuðu og kveinuðu allir í kór.
Meira að segja Naglinn varð pirraður og engan veginn að nenna þessu, enda þurfti ég að príla tröppurnar alla leið upp á 14. hæð takk fyrir takk. Var alveg að gefast upp á 11. hæð, og fór þá að hugsa að ég hefði nú örugglega prílað 70-80 hæðir sjálfviljug á þrekstiganum um morguninn en nokkrar hæðir voru alveg að gera út af við mig, líklega af því að þetta tramp var ekki gert af fúsum og frjálsum vilja.

Við krefjumst þess að fá bílastæði beint fyrir utan ræktina, búðina eða bankann og jafnvel hringsólum um bílastæðið í þeirri veiku von að eitthvað kvikindi fari nú að hypja sig heim til sín. Naglinn gerist oft sekur um að sé sjálfrennireið ekki tiltæk þá stundina á heimilinu þá er búðaráp ekki inni í myndinni, jafnvel þó það taki ekki nema 20 mínútur að labba í Kringluna. Ég er nokkuð viss um að slík veruleikafirring eins og viðgengst á Sogaveginum er ekki einsdæmi hér í borg, enda ekki ofsögum sagt að Íslendingar eru bílaóðir.
Norðannepja og tuttugu vindstig í níu mánuði ársins eru reyndar ekki girnilegar aðstæður til samgangna á tveimur jafnfljótum. En rok og rigning er auðvitað engin afsökun á tímum 66°N og Cintamani. Ekki höfðu forfeður okkar slíkan munað þegar þeir reru á miðin íklæddir hriplekum lopavettlingum og sauðskinnsskóm.
Já, það er skondið að nútímamaðurinn er svo mikil kuldaskræfa að hann þarf að hlaupa eins og hamstur á bretti til að halda heilsu í stað þess að nýta hreyfinguna sem felst í að ferja skrokkinn frá A til B.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hæðirnar á LSH í Fossvogi eru hvorki meira né minna en 14 og meira að segja 15 með svölunum efst í turninum.

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.10.2007 kl. 11:13

2 identicon

Ég var að velta fyrir mér, myndi kvef og hálsbólga aftra þér frá að kíkja í ræktina?? ;D

Ragnhildur Björk Theodórsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 05:06

3 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Já það er ekki nógu gott hvað maður er latur við að fá sér göngutúra og hreyfa sig utanhúss. Ég stefni á að hvíla mig á bílnum næstu vikurnar og taka strætó í skólann á morgnanna og heim á kvöldin... þá fæ ég a.m.k. nokkurra mínútna göngutúr að og frá stoppistöðunum.... og spara fullt af bensíni ;-)

Eydís Hauksdóttir, 22.10.2007 kl. 07:38

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

 Það vinna allir með því að spara bílinn og að labba frekar. Sparar peninga, bætir heilsu og umhverfið .

Sæl nafna,

Nei, kvef og hálsbólga aftrar mér ekki frá ræktinni, ég þarf eiginlega að vera við dauðans dyr til að sleppa æfingu, en þú skalt ekki herma eftir mér enda er ég með hæsta stigs ræktarfíkn.  Hins vegar ef ég finn að ég er að kvefast þá finnst mér besta meðalið að fara og svitna og púla og svitna ógeðinu út.  Yfirleitt virkar það og kvefið nær sér ekki á strik og lætur sig bara hverfa jafnóðum.  Öðru gegnir hins vegar ef þú ert komin með hita, þá máttu alls ekki fara í ræktina því það gerir bara illt verra.  Maður þarf að vega og meta ástand sitt sjálfur og finna hvað maður treystir sér til, en smá hreyfing er yfirleitt bara af hinu góða og kemur blóðrásinni af stað og flýtir fyrir að losna við kvef og slen.

Ragnhildur Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 09:07

5 identicon

Aight flott er, svo mismunandi hvað fólk segir ;D

Ragnhildur Björk Theodórsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 549064

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband