EPOC-alypse now

Líkaminn er magnað fyrirbæri, hann aðlagar sig að öllu sem við gerum. 

 

 

Ef við hættum að drekka vatn þá bregst hann við með að halda í vatn og við fáum bjúg, stundum kallað að  “vatnast”. 

 

Ef við skerum niður hitaeiningar á dramatískan hátt, þá bregst líkaminn við með að halda dauðahaldi í fitubirgðirnar en brenna þess í stað orkufrekum vöðvavef.

 

Við lyftingar brjótum við niður vöðvana og líkaminn bregst við með að byggja stærri og sterkari vöðva til að höndla næstu átök.

 

Líkaminn aðlagast þolþjálfun með að styrkja hjarta- og æðakerfið og gera það öflugra í að flytja súrefni til vinnandi vöðva.  Sem þýðir að eftir því sem formið eykst þarf minni vinnu til að hlaupa t.d 10 km.

 Til þess að halda áfram að bæta okkur og brenna jafnmörgum hitaeiningum höfum við tvo kosti:

 

1) hlaupa lengri vegalengd á sama hraða t.d 12 km

 eða

2) hlaupa sömu vegalengd en auka hraðann. 

Flest okkar höfum margt annað við tímann að gera en að eyða mörgum klukkutímum á dag í að hlaupa eins og hamstur á bretti.  Þess vegna er 2) mun álitlegri kostur.

Sprettir á hárri ákefð (85-90% púls) inn á milli hlaups á meðal ákefð (75-85% púls) eru því gríðarlega öflugt tímasparnaðarkerfi fyrir upptekinn nútímamanninn eða -konuna.

 

Til þess að við verðum hágæða fitubrennsluvélar er samt ekki nóg að stunda þolþjálfun út í hið óendanlega.  Vöðvavefur er heimtufrekur á orkuna sem við innbyrðum og hreinlega spænir upp matinn til að halda sér gangandi hvort sem hann er að vinna (lyftingar) eða í hvíld.  Það er algjörlega nauðsynlegt að stunda styrktarþjálfun til að byggja upp vöðvamassa.

Því meiri vöðvamassi, því meiri orku notar líkaminn.... Ergo: meiri brennsla í hvíld.   

 

Eitt það besta við spretti og lyftingar er EPOC.  Og hvað í veröldinni er það???, spyrja eflaust margir. 

Þegar við lyftum lóðum eða stundum þolþjáflun á hárri ákefð (85-90% púls) erum við að vinna á loftfirrðu álagi. 

Við æfingar á loftfirrðu álagi fer líkaminn í svokallaða “súrefnisskuld” eftir æfinguna. 

Þá er hann á fullu að hreinsa upp úrgangsefni sem safnaðist upp á æfingunni sem hann gat ekki gert á meðan æfingu stóð þar sem hann vantaði súrefni til verksins. 

Þetta ferli þýðir aukna brennslu eftir að æfingu lýkur.   

Þetta ferli kallast því skemmtilega nafni EPOC (Excess-Post-Exercise-Oxygen-Consumption), og getur varað í 2-24 tíma eftir æfingu. 

Það er sko ekki leiðinleg tilhugsun að vita að skrokkurinn er ennþá á fullu að brenna fitu þegar við liggjum fyrir framan imbann löngu eftir æfingu dagsins.   

Hugsið ykkur að 1 kg af vöðvum krefst 100 hitaeininga til viðhalds, það er fyrir utan hitaeiningar sem við brennum á æfingu til að byggja upp eða viðhalda vöðvum.  Það jafngildir 36500 hitaeiningum brenndum á ári á meðan við horfum á Grey’s Anatomy eða lesum Moggann.  Það jafngildir 5 kg af fitutapi á ári !!!

 

Eftir hverju eruð þið að bíða???  Takið á rás eða pumpið járnið í dag !

 

Athugasemdir

1 identicon

Frábær pistill eins og alltaf.  En kannski ein spurning ég er búinn að vera að skoða púlsmæla og það er ekki hlaupið að því að kaupa sér einn slíkan.  Þar sem að þetta er frumskógur.  En með hverju mælir þú? hvaða mæli ert þú t.d  að nota.     

sas (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 17:58

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk fyrir það SAS. Ég nota Polar púlsmæla og get hiklaust mælt með þeim, þeir eru mjög einfaldir í notkun og viðmótið mjög svo imba-proof fyrir tæknilega fatlað fólk eins og mig. Þeir fást í P. Ólafsson í Hafnarfirði á góðu verði og eins er Hreysti í Skeifunni með þá líka og á fínum prís. Góður púlsmælir kostar c.a 10 þús kall en dugar þér í góð 4-5 ár. Svo það er vel þess virði að punga aðeins út og fá almennilega græju.

Ragnhildur Þórðardóttir, 31.10.2007 kl. 19:35

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 549072

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband