Loksins eru jólin búin

Eins og fram hefur komið er Naglinn mjög "anal" þegar kemur að daglegri rútínu sinni og höndlar illa breytingar á henni.  Naglanum leiðast jólin sérstaklega því þá er opnunartími ræktar breytilegur sem riðlar öllu æfingakerfi Naglans.  Verstur er jóladagur en þá er ræktin lokuð.  En Naglinn deyr ekki ráðalaus og er það orðin jólahefð að reima á sig jólaskóna á jóladagsmorgun og þetta árið var auðvitað haldið fast í hefðirnar og sprett úr spori í snjónum.  Á annan í jólum komst Naglinn svo aftur í ræktina til að pumpa og mikið var það gott... eins og þegar heróínneytandi fær skammtinn sinn.   

Það er ekki möguleiki að útúrsaltað og spikfeitt svínakjöt, hangikjöt, sósa úr hveiti og smjöri og sykursteiktar kartöflur fari inn fyrir varir Naglans enda þykir honum slíkur matur einfaldlega óbjóður. Vitneskjan um áhrif jólamatarins, eins og hækkun blóðþrýstings og kólesteróls,  vökvasöfnun, fitusöfnun í æðar og á skrokk dregur úr allri löngun Naglans til að kýla vömbina af slíku ómeti. 

Tupperware var því besti vinur Naglans um jólin og kælitaskan full af kjúllabringum, hýðishrísgrjónum og öðru hollmeti.  Nokkrar athugasemdir féllu af vörum annarra veislugesta, eins og:  "Það eru nú jólin, má ekki gera undantekningu um jólin í mataræðinu?"  "En þú ert ekkert að fara að keppa strax?  Máttu þá ekki borða bara allt?" 

Fólk skilur bara ekki að hollt mataræði og hreyfing er bara lífsstíll og maður breytir honum ekkert þó einhverjir kallar aftur í forneskju hafi soðið saman einhverja hátíð í lok desember.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Audrey

Vá þú ert hörð!  Ég reyndi alveg að vera skynsöm í jólaboðunum en mig skortir einfaldlega hugmyndaflug til að taka með mér nesti!  En nú er þetta on - 2 æfingar á dag enda komin með þetta fína brennslutæki heim í stofu og Foreman grill í eldhúsið

Ekki ertu byrjuð að kötta ? 

Audrey, 27.12.2007 kl. 09:19

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Maður verður að vera harður ef maður ætlar að vera Nagli .  Nei nei, segi bara svona, mataræðið er bara vani og honum breytir maður sem betur fer ekki svo glatt. 

Nú er það bara harkan sex hjá þér, ánægð með þig kona .  Ekki fara of geyst af stað samt, það er miklu betra að eiga eitthvað inni í lokin til að bæta við heldur en að brenna út á fyrstu vikunum í köttinu.

Nei er ekki byrjuð að skera, er ennþá að bölka og gengur ekki vel.  Verð að borða meira, það er minn Akkilesarhæll... borða ekki nóg .  Það er bölvun að hafa verið feitur einu sinni,  maður er alltaf að passa sig á kaloríunum sem er ekki sniðugt í uppbyggingu .

Ragnhildur Þórðardóttir, 27.12.2007 kl. 10:08

3 identicon

Einn daginn ætla ég að fá þrjóskuna þína. Ég er ekki nógu hörð við sjálfa mig i matarræðinu. Eins fer í pirrurnar á mér fólkið sem finnst skrítið að maður borði hollt um jólin. Kallinn minn er einmitt einn af þeim að reyna að fá mig til að sleppa ræktinni því hann er í fríi eða við höfum ekki hangið saman lengi. En maður verður að læra að setja ræktina og heilsuna í fyrsta sæti, því ef heilsan er ekki nr 1.... hvað þá?

Kv Eva 

Eva (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 13:56

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Eva mín, haltu bara áfram á þinni braut og þú færð þessa þrjósku eins og þú kallar það. Þegar maður hefur tileinkað sér ákveðinn lífsstíl þá breytir maður ekki sínum venjum eins og mataræði og hreyfingu þó dagarnir heiti eitthvað eins og aðfangadagur eða annar í jólum. Það væri eins og að fara út úr húsi án þess að klæða sig, eða sleppa því að tannbursta sig. Þetta er bara eitthvað sem maður gerir hugsunarlaust, borðar hollt og hreyfir sig.

Kallinn minn er einmitt einn af þeim sem er haldinn þeirri sjálfsblekkingu að líkaminn fari í jólafrí, og þá megi sleppa ræktinni. Hann veit þó betur en að fara að troða þessari vitfirringu inn í hausinn á mér og vogar sér ekki að nefna það að ég sleppi hreyfingu yfir jólin. Maður þarf bara að sýna þessu liði að hreyfing og heilsan er númer 1,2 og 3. Klukkutími á dag, og svo er hægt að knúsa kallinn hina 23 tímana.

Ragnhildur Þórðardóttir, 27.12.2007 kl. 17:21

5 identicon

Þó ég sé ekki orðin svona Tupperware-vædd í þessu og hafi svo sannarlega sett ofan í mig eitt og annað þessa dagana sem síður en svo flokkast undir hreint mataræði - þá skil ég samt alveg hvernig þér líður. Ég finn vel fyrir því að eftir því sem ég venst meira á gott fæði, þá kemur það að sjálfu sér að ég sæki minna í hitt. Löngunin er bara ekki til staðar svo það er alls ekki erfitt að "neita sér um" slíkt. Og svo þetta með ræktina... á líka rosalega erfitt með eitthvert rugl á opnunartímanum. Mín var lokuð á Aðfangadag OG jóladag svo ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að komast á Bjarg á Akureyri á annan en þá var lokað þar þann daginn!! Alveg skelfilegt

Óla Maja (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 00:32

6 identicon

Ja hérna...  Fyrir þessa hörku ættirðu að fá Nagla nafnið skráð í þjóðskrána.

Þetta er akkúrat minn helsti akkilesarhæll í járnsportinu, að gefa skít í næringu að öðru leyti en því að passa uppá að fá um 200g af próteini úr matnum.

 Næst þegar ruslfæðislöngunin lætur á sér kræla hjá mér, þá hugsa ég til þín og fæ mér próteinsjeik, spínat og nýrnabaunir með ólífuolíu...

Fjölnir (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 00:37

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Óla Maja! Vá hvað þú hlýtur að hafa verið pirruð þegar Bjarg var lokað á annan, ég hefði ekki verið ábyrg gerða minna að komast ekki 3 daga í röð í ræktina. 

Fjölnir! Ekki láta blekkjast, Naglinn á einn nammidag í viku þar sem er sukkað út fyrir öll velsæmismörk .  Naglanum þykir jólamatur bara einfaldlega vondur og kýs að halda mig frekar á hollustumottunni yfir jóladagana.   

Ragnhildur Þórðardóttir, 28.12.2007 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 548849

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband