If you fail to prepare, you prepare to fail

Í framhaldi af síðasta pistli vil ég hamra á mikilvægi þess að undirbúa máltíðir dagsins fyrirfram. Það er ekki ofsögum sagt að "If you fail to prepare, you prepare to fail". Ef hungrið mikla sækir að á miðjum vinnudegi eða ef við erum að ferðast og við erum ekki undirbúin með hollt nesti, þá er oft eina úrræðið sjoppan á horninu eða mötuneyti þar sem kokknum er nett sama um þínar hollustuþarfir og notar transfitusýrur í matseldina eins og þær séu að fara úr tísku. Það er því oft óhjákvæmilegt að í örvæntingunni grípum við í eitthvað sem er ekki á planinu. Með því að fjárfesta í Tupperware boxum, og vera skipulagður má koma í veg fyrir að hitaeiningar úr óbjóði fái að svamla um okkar hreina skrokk. Flestir hafa aðgang að ísskáp og örbylgjuofni í vinnunni. Fyrir ferðalögin er kælitaska vegleg fjárfesting. Epli, appelsínur, banana, kotasæla, skyr, hnetur og möndlur eru allt hollt og gott snakk milli mála sem ekki tekur mikið pláss í ísskápnum í vinnunni eða kælitöskunni Mörgum vex það í augum að búa til nesti, og Naglinn hefur heyrt ófáar athugasemdir um að það sé svo tímafrekt. En undirbúningur máltíða þarf ekki að taka langan tíma. Til dæmis má grilla nokkrar bringur í Foremanninum fyrir vikuna á sunnudagskvöldi og geyma í Tupperware inni í ísskáp. Þá er auðvelt að kippa einni með á hverjum morgni. Enga stund tekur að búa til túnfisksalat úr horuðum sýrðum eða skyri, sem má svo geyma í ísskápnum eða í kælitösku. Eins má sjóða stóran skammt af hýðishrísgrjónum í einu, og skófla út einum skammti þegar þess þarf. Sætar kartöflur má líka sjóða nokkrar í einu og geyma í kæli í nokkra daga og skella svo í örrann þegar á að neyta þeirra. Eggjahvítupönnsur tekur enga stund að gera, og hægt að gera nokkrar í einu á morgnana fyrir vinnu eða á kvöldin fyrir næsta dag. Þeim má líka skella í örrann eða borða kaldar. Eitt sem er betra að gera samdægurs er að gufusjóða grænmeti, og búa til salat. Ef salat eða gufusoðið grænmeti er geymt of lengi verður það gegnsósa og miður geðslegt til átu. Sniðugt er að geyma salat í poka í ísskápnum í vinnunni. Best er að áætla hve margar máltíðir eru inni í vinnudeginum, ferðalaginu, eða hverjum þeim aðstæðum þar sem við erum fjarri heimahögunum, og búa til jafnmargar máltíðir og jafnvel eina aukalega til að vera undirbúin, til dæmis ef þarf að vinna yfirvinnu, eða seinkun verður á flugi. Hugsum eins og skátarnir: Ávallt viðbúin!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var einmitt í gær að undirbúa nesti vikunnar með því að sjóða slatta af brúnum hrísgrjónum og skipta í fimm litla skammta sem ég geymi svo bara inni í ísskáp og kippi með mér út á morgnanna.

Algjör snilld að gera þetta svona og sparar fullt af tíma 

Kristín Birna (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 08:27

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Akkúrat, og tekur ekkert svo langan tíma heldur, klukkutíma í mesta lagi að preppa fyrir vikuna.  Ég meina hvað er maður svosem að gera merkilegt á sunnudagskvöldi?  Allavega á ég ekkert félagslíf  og finnst bara gaman að svitna yfir pottum og pönnum .

Ragnhildur Þórðardóttir, 28.1.2008 kl. 08:49

3 identicon

Svo held ég líka að þetta sé hagkvæmara fyrir budduna, þó t.a.m. kjúklingabringur teljist munaðarvara. Mun hagkvæmara að vera "ávallt viðbúin" með hollmeti (tala nú ekki um ef maður nær að gjörnýta afganga og því um líkt) frekar en að kaupa það sem er hendi næst í hvert og hvert skipti, jafnvel þótt reynt sé að velja heilsusamlega. Er einmitt að byrja aftur að vinna í mars og ætla þá að tileinka mér "ávallt viðbúin lífstílinn" í stað "sleppi bara hádegismat og borða bara þegar ég kem heim lífstílsins"

Mína (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 19:02

4 identicon

Já þetta er klárlega málið! Var einmitt að gera þetta í gær:)

.... hvað ertu að fá þér t.d. mikið af hýðishrísgrjónum í hádegismat?

Hrund (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 19:27

5 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Frábært blogg Nagli.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 28.1.2008 kl. 21:39

6 identicon

Tek undir með Fjólu, frábært blogg og skemmtilegir pistlar :) Haltu þessu áfram!

Mig langaði að spurja þig útí eggjakökupönnsur, áttu uppskrift? Ég prófaði að gúgla eggjahvítupönnsur og það kom bara þitt blogg (hefði kannski átt að prufa eggjakökupönnukökur) wotever ;) Áttu uppskrift og hvað setur þú á þær?

 Kær kveðja,

Sunna Björg (þekkir mig ekkert... :)) 

Sunna Björg (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 22:26

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Mína! Ekki spurning að fara með "hjemmelavet" með þér þegar þú snýrð aftur út í samfélag hins vinnandi manns.  Það er ekki í boði að sleppa því að borða, bara til að ýta brennslunni niður í núll og gúffa í sig í blóðsykursfalli þegar heim er komið.

Eva! Þegar ég var að skera fyrir mót borðaði ég 70-80 g (soðin) en núna þegar ég er að byggja mig upp og stækka er ég örugglega að háma í mig 120 g. 

Sunna Björg!  Þakka þér fyrir hrósið og takk fyrir að kíkja í heimsókn.  Það á að vera uppskrift hérna einhvers staðar á síðunni að pönnsunum, en ég skal henda henni upp aftur við fyrsta tækifæri.

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 86
  • Frá upphafi: 549131

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband