Bringing sexy back

Bakið á Naglanum er eins og það hafi lent í hakkavél.  Í síðustu viku voru sperrurnar í latsanum allsráðandi en núna eru þær á milli herðablaðanna, sem er bara jákvætt því Naglann vantar meiri þykkt á bakið. 

bakæfing

Brækur Naglans eru að þrengjast óþægilega mikið yfir lærin og ekki alveg eins auðvelt að hneppa og áður. Naglinn er á fullu að telja sér trú um að þetta séu vöðvar sem fylla svona skemmtilega út í óteygjanlegt gallaefnið.  

En í þessu "bulking" tímabili þarf maður víst að sætta sig við að nota smurolíu og skóhorn til að komast í gallabrækur, og víðar peysur eru eina spjörin í boði, til að fela mallakútinn Blush.

feitabolla

 

 Hér kemur Bakæfing gærdagsins:

Upphífingar:  negatífur (hoppað upp og stjórnað á leiðinni niður) 5 sett x 8 reps

Þessi er algjör snilld fyrir peð eins og Naglann, eftir að hafa rembst í þessari getur Naglinn núna híft sig upp án aðstoðar heilum 3svar sinnum.  Bíðið bara, einn daginn verða lóðaplötur festar við mittið og repsað eins og vindurinn.  En hún drepur á manni lófana... bætir verulega í siggið.

Róður með lóð: 30 kg x 8 reps, 30 kg x 8 reps, 32,5 x 6 reps, 32,5 x 5 reps, 32,5 x 5

Niðurtog (að eyrum): 32,5 kg x 7 reps , 32, 5 kg x 7 reps, 35 kg x 6, 35 kg x 5 reps

Róður með stöng: 50 kg x 7 reps, 50 kg x 7 reps , 52, 5 kg x 5 reps , 52,5 kg x 5 reps

Niðurtog (að framan): 4 sett x 25 kg x 8 reps 

 

Kviður:

Decline uppsetur m/ lóð: 4 sett x 14 kg x 12 reps

Kviðkreppa í vél * (súpersett) * Fótalyftur með beina fótleggi: 3 sett x 15 reps * 15 reps


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha

Helga Dögg (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 14:31

2 identicon

Ha ha... þvílík snilld! Mig vantaði einmitt hugmynd af góðri bakæfingu fyrir morgundaginn ;o) Takk fyrir!

Ein spurning ef það er ok. Þegar þú tekur ZMA-ið, fyrir svefnin væntanlega þá, ertu þá ekki að borða neitt eftir kvöldmat? Ekkert prótein og ekki neitt? Tekurðu það oftar yfir daginn, fyrir æfingu eða eitthvað slíkt?

En hvað þá með kreatín, er það þá úti líka, kannski óþarfi? Ég hef verið að taka Betagen frá EAS og hef alltaf tekið einn skammt fyrir svefninn en það hlýtur að draga úr virkni ZMA-sins þar sem það er einhver sykur og e-ð í því. Ætti ég þá að sleppa kvöldskammtinum af Betageninu?

Takk takk fyrir góð ráð og skemmtilegt blogg :o) Þú ert langefst í mínu favorites!

Helga Dögg (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 14:34

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Blessuð Helga Dögg,

Ég fæ mér prótín fyrir svefninn og ZMA c.a hálftíma seinna.  Reyndar segir á dollunni að maður megi ekki borða neinar mjólkurafurðir með ZMA en ég las um þetta á spjallþráðum og það virðast flestir fá sér prótín samt og svo ZMA hálftíma seinna.

Kreatín tek ég fyrir og eftir æfingu, en aldrei fyrir svefn.  Ég nota bara hreint kreatín og hef aldrei prófað Betagen svo ég veit ekki hvernig notkunarreglurnar eru þar.  Áttu að taka það fyrir svefninn?  Ég  prófaði einu sinni kolvetnablandað kreatín og vatnaðist svo af því, en hef ekki upplifað það með hreint kreatín.  Ég myndi ekki halda að það trufli ZMA virknina svo mikið, en þú ættir samt að láta líða smá tíma á milli, t.d hálftíma - klukkutíma.   

Ragnhildur Þórðardóttir, 30.1.2008 kl. 15:06

4 identicon

Ég tek alltaf ZMA fyrst til að trufla ekki frásog og fæ mér svo prótein ca. hálftíma seinna fyrir svefninn.

Haukur (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 15:46

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Það er líklega betra svoleiðis eins og þú gerir það Haukur. Ég ætla að gera þetta hinsegin hér eftir.

Ragnhildur Þórðardóttir, 30.1.2008 kl. 17:39

6 identicon

Glæsilegt :o) Takk fyrir þetta bæði tvö!!

Ég tek hér með upp nýtt kvöldplan...

Bkv. Helga Dögg

Helga Dögg (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 549036

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband