Det er dejligt i Denmark.... ok, ok, Naglinn er slappur í dönsku

Jæja kóngsins Köbenhavn á morgun og Naglinn búinn að skipuleggja sig ofan í hörgul. Búin að telja hve margar máltíðir eru inni í ferðalaginu og byrjuð að búa til nesti fyrir Tupperware-ið. Bý til eina máltíð aukalega ef það skyldi verða seinkun á vélinni. Eins og Naglinn hefur áður sagt: "If you fail to prepare, you prepare to fail". Naglinn lenti einu sinni í nokkurra klukkustunda seinkun á Stansted og ekki með neitt nesti með sér. Það var ekkert sem Naglinn gat látið ofan í sig í sjoppuræksninu sem okkur var boðið upp á biðsalnum og ekki tók skárra við í flugvélinni en flugvélamatur er dauði í bakka. Það var skárra að þrauka en að borða sveittar kartöfluflögur eða löðrandi ommilettu. Þetta er lífsreynsla sem Naglinn lærði aldeilis af.... aldrei fara ónestuð í flug. Búin að tékka á opnunartímanum í ræktinni í Köben. Verðum sótt út á völl af mági mínum og Naglinn keyrður beint í ræktina til að ná æfingu áður en lokar kl. 14 á morgun. Prímadonna....hver...ég??? Svo er opið alla páskahátíðina frá kl. 8 á morgnana svo Naglinn getur tekið á því alla dagana. Sjáum til með sunnudaginn samt. Búin að pakka haframjöli, hrískökum, Husk, hörfræjum..... tek enga sénsa að þetta sé allt saman til í Danaveldi. Búin að pakka iPod og púlsmæli, ströppum, kreatíni, prótíndufti, Myoplexi, glútamíni, BCAA. Hendi svo blandaranum ofan í tösku í fyrramálið. Svo Naglinn er tilbúinn í átökin á erlendri grund. Gleðilega páska!! Njótið páskaeggsins, þið eigið það skilið eftir allt púlið og holla mataræðið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Váá... já það borgar sig að vera skipulagður þegar maður fer út 

Góða ferð!!!

Hrund (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 13:48

2 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=s-mOy8VUEBk

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 16:31

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hjörtur! Þvílík snilld... er búin að liggja í kasti yfir þessu myndbandi (myndi setja hláturkall ef ég væri ekki í Maccanum). Ef þeir skilja ekki hvorn annan hvers er hægt að ætlast af okkur aumingjunum sem kunnum varla grunnskóladönsku??

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.3.2008 kl. 17:11

4 identicon

Vá þetta er eiginlega fanatík!

halla (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 23:42

5 Smámynd: M

Gleðilega páska í Köben

M, 20.3.2008 kl. 10:55

6 identicon

Góða skemmtun í Köben og gleðilega páska!

Sjett, þú hlýtur að þurfa heila ferðatösku bara undir nestið ;)   

Nanna (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 13:06

7 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Gleðilegt páskaegg!

Eydís Hauksdóttir, 24.3.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 548849

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband