Lipolysis

 

Fita er aðallega geymd á tveimur stöðum í líkamanum, inni í vöðvum en mest af henni er hins vegar geymd í fituvef og það er fitan sem við viljum losna við.  Til þess að minnka fitubirgðir líkamans þurfum við að hreyfa við fitunni (mobilization).  Þá er fitan losuð úr geymslustað sínum og inn í líkamann þar sem hægt er að brjóta hana niður í gegnum ferli kallast lipolysis.

Adrenalín og nor-adrenalín stjórna niðurbroti fitu með losun ensímsins lipase.  Lipase og adrenalín vinna náið saman til að hreyfa við fitunni og losa hana inn í blóðrás.  Þegar Lipase hefur verið örvað vinnur það frekar að því brjóta niður tríglýseríð niður í þrjár fitusýrur og glýseról.  Fitusýrurnar bindast þá prótínum í blóðrás sem flytja þær til vinnandi vefja þar sem þeim er brennt sem orkugjafi.  Þannig brennum við fitunni!! 

 

Adrenalín virkar á viðtaka sem kallast alpha (1 & 2) og beta (1, 2 & 3).  Þegar adrenalín virkjar alpha 1 og beta viðtaka fer lipolysis af stað og fita er brotin niður í líkamanum.  Þegar adrenalín verkar á alpha 2 viðtaka hindrar það niðurbrot fitu. 

Sum svæði í líkamanum hafa fleiri alpha 2 viðtaka sem hindra niðurbrot á fitu en alpha 1 viðtaka.  Hjá karlmönnum eru þessi svæði á maga og ástarhandföngin svokölluðu en hjá konum eru það læri og rass.  Það skýrir af hverju mörgum reynist erfitt að losna við fitu á þessum svæðum.

Eins og áður sagði er blóðrás mjög mikilvæg til flutninga á fitusýrum til brennslu, og sérstaklega á meðan æfingu stendur þegar orkuþörfin eykst.  Lélegt blóðflæði stuðlar að söfnun fitusýra í fituvef og meiri líkur á að þær endi sem líkamsfita frekar en að vera brennt í líkamanum. 

 

Besta leiðin til að auka blóðflæði er auðvitað að hreyfa sig!!

 

Þegar við erum að stunda brennsluæfingar (cardio) er líkaminn móttækilegri fyrir adrenalíni og þess vegna eykst lipolysis.  Þeir sem hafa stundað úthaldsþjálfun í langan tíma hafa aukið næmi fyrir adrenalíni.  Í þeirra tilfellum þarf minna magn af adrenalíni til að koma af stað hreyfingu á fitufrumum, þess vegna byrja þeir sem eru í góði úthaldsformi að brenna fitu auðveldlega.

 

04_23_07_exerciseordie

Þeir sem hreyfa sig ekki og eru í yfirþyngd eru oft komnir með lélegt næmi fyrir adrenalíni og mikið magn þarf til að hreyfa við fitunni.  Það getur því tekið smá tíma fyrir líkamann að byrja að missa fitu eftir langvarandi hreyfingarleysi og fitusöfnun.  Um leið og byrjað er að hreyfa sig að staðaldri hins vegar verða alpha 1 og beta viðtakar sífellt næmari og mörinn bráðnar í burtu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað varðar blóðflæðið má benda á að það er einmitt gott að halda hita á þessum vandræðasvæðum til að blóðflæðið þangað sé nógu mikið og nái að tryggja að fitan sé nýtt í brennslu.    Flestir með eitthvað spik utan á sér hafa einhvern tímann verið að æfa á milljón, verið orðnir vel heitir í léttum æfingafötum, og hafa svo snert spiksvæði þar sem húðin var ísköld yfir.

Fjölnir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 23:02

2 identicon

Ég heyrði einhverstaðar þá sögu að gott sé að smyrja Undirbúning H (Preperation H) á ástarhandföngin fyrir æfingu? Hefur þú eitthvað orðið vör við undrasögur gyllinæðikremsins?

Palli (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 08:12

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Fjölnir! þetta er mjög athyglisverð ábending og ég hafði aldrei pælt í þessu en mallinn og rassinn á mér eru oft ísköld þrátt fyrir brjálaðan hamagang á brettinu.  Væri þá sniðugt að klæða þessi svæði extra vel til að auka blóðflæðið og lýsið leki?

Palli! Prep H er mikið notað af vaxtarræktar og fitness liði, oft rétt fyrir keppni eða myndatökur.  Það er notað fyrir gyllinæð með að fjarlægja umfram vökva úr bólgnuðum æðum.  Það á víst að virka á keppnisfólk með að fjarlægja vatn undan húðinni, og fá þetta helskorna lúkk.  Hef aldrei prófað það sjálf samt.

Ragnhildur Þórðardóttir, 20.5.2008 kl. 08:59

4 identicon

Ég hef ekki rekist á neinar rannsóknir um hvort það eigi að virka betur til að brenna spikið af að halda hita á því, en það sakar ekki að reyna að klæða hita á þessi vandræðasvæði og að nudda þau vel til að hita þau og koma blóðinu í þeim á hreyfingu   Það skaðar örugglega ekki!

Fjölnir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:08

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þá verð ég í lopabuxum í brennslu og stend svo úti á gólfi í Laugum og nudda rassinn og bumbuna á eftir .  Hvað ætli líði langt þar til mér verður hent út??

Ragnhildur Þórðardóttir, 22.5.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 549065

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband