Bikarmót IFBB 29. nóvember 2008

Jæja!!  Það er komin dagsetning á bikarmótið 2008, mótið sem líf Naglans hefur snúist um síðan mánudaginn 26. nóvember árið 2007, en þá hófst fyrsta almennilega uppbyggingartímabil Naglans.  Síðan þá hefur Naglinn lagt áherslu á að stækka vöðvana, borðað vel og rétt, lyft eins og berserkur og stundað færri og styttri brennsluæfingar en áður.  Naglinn hefur aðeins misst úr einn æfingadag (vegna flensudruslu) síðan uppbygging hófst og mataræðið verið alveg "clean" með einni nammimáltíð í viku. 

Bikarmótið árið 2008 verður haldið 29. nóvember í Háskólabíói.  Það þýðir að núna eru 20 vikur í mót svo það er um að gera að halda rétt á spöðunum og ekkert pláss fyrir neitt kjaftæði.  Komin með þjálfara og þegar byrjuð á stífu matar-og æfingarprógrammi en harðkjarna (hard core) planið byrjar svo þegar 12-14 vikur eru í mót.

Vonandi verður lokaafurðin betri en á mótinu í fyrra, en hver sem útkoman verður þá er aðalatriðið að hafa gaman að þessu ferli.  Naglinn er bara rétt að volgna í þessu sporti og því ennþá bleyta bakvið eyrun varðandi ýmislegt.  En svo lengi lærir sem lifir og hvert mót og hvert undirbúningstímabil er lærdómur á sinn eigin líkama og síðast en ekki síst hugarfarið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Verð barasta að merkja þennan dag hjá mér

p.s. ertu ekki búin að vera á stífu matar og æfingadæmi ? Úff

En gangi þér vel

M, 10.7.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk fyrir það mín kæra. Jú jú er alltaf mjög hörð við sjálfa mig í mataræðinu, en herti það til muna fyrir nokkrum vikum

Ragnhildur Þórðardóttir, 10.7.2008 kl. 13:24

3 Smámynd: Audrey

20 vikur, sjett... hljómar svo stutt þegar það er sagt svona...

 Hver er að þjálfa þig?

Audrey, 10.7.2008 kl. 14:49

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég veit það, hrikalega stutt.  Þjálfarinn er útlendingur, er í fjarþjálfun hjá honum í gegnum netið.

Ragnhildur Þórðardóttir, 10.7.2008 kl. 14:58

5 Smámynd: M

Ég fer út eftir akkúrat viku, eða 17 júlí

Endilega reyndu að taka þér frí í einhv.tíma. Maður verður að hlaða andlegu batteríin líka

M, 10.7.2008 kl. 18:27

6 identicon

20 vikur er ekki neitt.. shjæsen..  Hlakka ekkert smá til að sjá muninn á þér á þessu móti og síðasta :) Búin að vera fáránlega dugleg að lyfta, og eins og Alli sagði, enginn smá ANDI í stelpunni ;)

Ætli maður stefni ekki á þetta og reyni að finna auka klukkutíma í sólarhringnum... Verður spennandi að sjá hvort það takist ;) Allavega ekki slæmt að vera með góðan stuðning á kantinum ef maður skellir sér í þetta :)

Love,

Kristín Arna (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 22:28

7 identicon

Rosalega ertu búin að vera dugleg ! Hlakka til að sjá þig á sviðinu í háskólabíó í  nóvember :)

Elsa (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 09:10

8 identicon

iss, þú varst ÓGÓ flott síðast!!!

hlakka til að sjá afraksturinn næst ;)

x

lovísa (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband