Valkostir en ekki afsakanir

 

Lífið snýst um valkosti en ekki afsakanir.  Það eru engar afsakanir til, eingöngu valkostir. 
Getur þú í hreinskilni sagt að þú hafir þurft að borða á veitingastað og þurft að borða olíusmurða vorrúllu.  Kjaftæði!! Þú þurftir ekki að gera nokkurn skapaðan hlut.  Þú hefðir getað...

  • Borðað áður en þú fórst á veitingastaðinn.
  • Beðið um hollari rétt
  • Tekið með þér ávöxt í vasanum
  • Ekki borðað á þessum stað

Fullt af valkostum.  Þú kaust að taka þá stefnu sem þú fórst.  Engar afsakanir, aðeins val.  Það eru alltaf til betri kostir en þeir sem við völdum, og stundum þarf að virkja ímyndunaraflið til að sjá þá.  Við veljum að fara ekki á æfingu því að við þurfum að fara í bankann, eða krakkinn er veikur, eða okkur er illt í maganum. 

Enginn matur?  Vertu með nesti.

Enginn tími?  Finndu hann.

Of þreytt(ur)? Sofðu meira.

Engin tækjakostur?  Finndu hann.

Enginn stuðningur?  Styddu við sjálfa(n) þig.

Hér koma nokkrar góðar afsakanir:

#1-"Það var til í húsinu, svo ég varð að borða það."

Nei, þú þurftir ekki að borða það.  Regla númer 1,2 og 18 þegar fita er skorin niður er að gera heimilið að öruggu skjóli fyrir freistingum.  Ef það er ekki til á heimilinu þá geturðu ekki borðað.  Hins vegar, er hægt að koma með aðra afsökun út frá þessu....

#2-"Af hverju á ég að refsa fjölskyldunni? Ég get ekki stjórnað hvað þau koma með inn á heimilið."

Að hafa ekki óhollan mat á heimilinu flokkast varla sem refsing og líklega þarf viðkomandi þá að endurskoða afstöðu sína til matar.  Gefum börnunum epli, en ekki súkkulaði.  Yfirlýsing á borð við: "Mér er annt um minn líkama og hvernig hann lítur út, látum þau hafa áhyggjur af sínum eigin líkama" býður hættunni heim.  Hvað gerist þegar makinn fer að finna fyrir afleiðingum (andlega og líkamlega) af þess konar lífsstíl?  Og það sem verra er, hvað með þegar börnin verða of þung sem setur ýmsar hindranir og erfiðleika á lífsleið þeirra?  

Síðast en ekki síst, ef fjölskyldan ber virkilega svona litla virðingu fyrir okkur að litlar fórnir eru ómögulegar, eins og að koma ekki heim með óhollustu, þá þurfum við að átta okkur á hvað það þýðir og hversu mikinn stuðning og virðingu við erum að fá heima fyrir.    

#3-" Ég þarf tíma fyrir sjálfa(n) mig og get bara ekki eytt öllum deginum að pakka nesti, versla og elda."

Þú þarft þess heldur ekki.  Smá skipulagning og þetta verður leikur einn.  Þú getur borðað úti ef þú tekur smá tíma í að gera það á réttan hátt.  Áttu uppáhalds sjónvarpsþátt?  Ef þú hefur tíma til að glápa á sjónvarpsþætti og spjallað við vini þína um nýjasta Gray's Anatomy eða Lost þáttinn, þá hefurðu tíma til að pakka saman máltíðum fyrir morgundaginn.  Maður finnur tíma fyrir það sem skiptir mann máli.

 

  • Ef það skiptir þig máli, þá gefurðu þér tíma.
  • Ef það skiptir þig máli, muntu takast á við rifrildi.
  • Ef það skiptir þig máli, muntu fara fram á virðingu.
  • Ef það skiptir þau máli, þá munu þau aðstoða þig.

 

Ef það skiptir þig máli muntu skuldbinda þig hér og nú til að gera það mikilvægasta sem þú getur gert fyrir sjálfa(n) þig í þessu lífi.  HÆTTU AÐ BÚA TIL AFSAKANIR.

 

Ef þú borðaðir smákökuna, ókei það getur komið fyrir  en það þýðir ekki að það skipti þig ekki máli.  Það þýðir að þú valdir að gera það.  Það var þitt val.  Það var þinn sigur eða mistök.  Þegar þér gengur vel gerist það ekki bara af tilviljun, þú vannst fyrir því og þú kaust þessa leið.  Hið sama gildir um ósigur.  Ef þú heldur þig ekki við planið var það þitt val.  Það er ekki af því lífið er ósanngjarnt, þú vildir ekki vera "þessi leiðinlegi" þegar boðið var upp á pizzu, krakkarnir vildu ís, þú gleymdir að taka með þér nesti og það var brauðterta í saumó o.s.frv.  Þetta eru allt saman afsakanir.  Allt saman mistök sem við reynum að fegra og búa til eitthvað sem þau eru alls ekki.  Hættu því!!  Höfum samt í huga að það er eðlilegt og í lagi að upplifa augnablik þar sem viljastyrkurinn bregst okkur, reynum bara að sætta okkur við hvað þau eru en ekki búa til afsakanir kringum þau til að réttlæta slíka hegðun fyrir öðrum og okkur sjálfum.  Við föllum öll af vagninum af og til.  En það er betra að eyða meiri tíma á vagninum en fótgangandi, þannig komumst við fyrr á áfangastað.  Sumir kjósa að vera meira fótgangandi en á vagninum, en eins og áður er það allt saman spurning um val.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað getur maður sagt annað eftir færslu sem þessa en... "BRAVÓ! Klapp..klapp..klapp....

Það var þvílík mótivation í þessu, takk fyrir sparkið

kv. Helga

Helga (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 14:21

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Helga!  Mikið er gott að hafa getað sparkað þó ekki væri nema í einn rass í dag.  Þá er dagsverkið fullkomnað.  Takk fyrir innlitið

Ragnhildur Þórðardóttir, 14.7.2008 kl. 14:34

3 identicon

Hér er annar rass sem að þurfti sannarlega á þessu sparki að halda eftir þunga og erfiða helgi...

Palli (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:48

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Voru átök um helgina? Var framhandleggsvöðvi annarrar handar æfður með bjórkrúsahaldi? Eða voru magavöðvarnir virkjaðir við meltingu ýmiss konar óþverra?

Ragnhildur Þórðardóttir, 14.7.2008 kl. 19:41

5 Smámynd: Audrey

haha þú virkar næstum reið :)

Þetta er allt spurning um skipulag, ekki spurning.  Mér finnst reyndar allt í lagi fyrir hina venjulegu Jónu að fá sér smá í saumó eða afmælum, sko smá ekkert að missa sig neitt. Svo lengi sem það eru ekki endalaust margar veislur hér og þar.  Aðalatriðið að halda þessum venjulegu dögum góðum finnst mér :)

Það er sumt sem ég stenst illa og leyfi mér jafnvel stundumen þá reyni ég auka brennsluna næstu daga á eftir, allavega núna ;)

Audrey, 14.7.2008 kl. 22:08

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Alls ekki reið.  En ég nenni ekki að hlusta á kjaftæðis-afsakanir af því ég hef aldrei heyrt neina nógu góða.  Hins vegar þekki ég fjölmörg dæmi þar sem fólk hefur náð gríðarlegum árangri þrátt fyrir gríðarlega erfiðleika. 

Varðandi saumaklúbba og afmæli verður fólk auðvitað að gera það upp við sig hvar þeir standa og hversu mikið þeir geta leyft sér því lítil atriði eru fljót að safnast saman.  Fyrir fólk sem er að reyna að missa fitu er vonlaust að ná einhverjum árangri þegar það svindlar 2-3x í viku.

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.7.2008 kl. 08:58

7 identicon

Já algjörlega. Ef fólk er að svindla það oft þá bara langar það ekki nógu mikið í árangurinn. Ef ég veit af saumó á næstunni þá reyni ég að miða við að hafa þann dag nammidag... stundum.. Því stundum tímir maður ekkert að eyða nammidegi í það og þá er best að borða áður en maður fer, finnst mér ;)

Auður (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 09:29

8 identicon

Aldei of oft kveðið, bara snilld að lesa pistlana þína, en hefur þér aldrei dottið í hug að vera með fjarþjálfun okkur landsbyggðarrotturnar vantar svo leiðsögn  Nei bara svona smá ábenging  

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 11:22

9 identicon

Góður pistill. En talandi um afsakanir, hér eru þær allar á einu bretti.

http://www.youtube.com/watch?v=obdd31Q9PqA

Olgeir Marinósson (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 12:46

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Auður!  Alveg sammála, ef það er eitthvað í gangi þá er oft vænlegra til árangurs að færa bara nammidaginn í staðinn fyrir að svindla oft í viku.  Sukk í saumó og svo svindl um helgi er allt of mikið ef ætlunin er að ná af sér mör.

Vala! Takk fyrir það kærlega og takk fyrir innlitið .  Ef ég væri ekki í 100% vinnu þá myndi ég hiklaust taka að mér fólk í fjarþjálfun.  Þetta hefur vissulega hvarflað að mér, neita því ekki.    

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.7.2008 kl. 13:46

11 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Vá Olgeir, þessi auglýsing er mesta snilld sem ég hef séð, segi ég og skrifa.    Takk fyrir takk!! 
Þekki sjálf eitt dæmi, strákur sem var bundinn við hjólastól með ónýtan hægri fót eftir skíðaslys.  Átti aldrei að geta gengið aftur.  Mætti samviskusamlega í ræktina tvisvar á dag, fór úr stólnum á hækjur, er orðinn helmassaður og gengur núna með spelku. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.7.2008 kl. 13:53

12 identicon

Þegar maður sér fólk með raunverulegar hindranir yfirstíga þær með viljann og seigluna að vopni þá höfum við sem erum líkamlega heilbrigð enga afsökun nema leti og aumingjaskap.

Það er kannski hallærislegt að fá innblástur úr auglýsingu frá bandarísku stórfyrirtæki. En það er nú samt svo að mér verður oft hugsað til þessarar auglýsingar þegar ég ligg upp í sófa og nenni ekki út og ríf mig þá upp og fer út að hlaupa.

Þakka þér fyrir að halda úti þessari bloggsíðu sem er stórkostleg uppspretta fróðleiks um næringu og líkamsrækt.

Olgeir Marinósson (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 15:23

13 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk fyrir falleg orð Olgeir, og takk fyrir að kíkja í heimsókn.  Ég segi sama, mér verður oft hugsað til þessa drengs í hjólastólnum þegar ég dirfist að hugsa leti hugsanir.  Þessi auglýsing er alveg frábær og sparkar duglega í okkur sem erum á báðum jafnfljótum.

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.7.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 549057

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband