Munurinn á mysuprótíni og casein prótíni.


Mysuprótín er mikilvægasta prótínduftið í vopnabúri okkar og allir sem er alvara í sinni þjálfun ætti að eiga dunk af mysuprótíni í skápnum.
Það meltist hratt sem þýðir að þegar vöðvarnir þurfa á aminosýrum að halda ASAP þá er mysuprótín besti kosturinn. Til dæmis þegar við vöknum, sem og fyrir og eftir æfingu.
Mysuprótín inniheldur hátt hlutfall af BCAA aminosýrum, sem eru þær mikilvægustu til að byggja kjöt á beinin. Rannsóknir hafa sýnt að mysuprótín eykur blóðflæði og stuðlar þannig að betra flæði vöðvabyggjandi næringarefna til vöðva. Besti kosturinn í mysuprótíni er: Whey protein isolates, sem meltast mun hraðar en Whey protein concentrate sem er þá næstbesti kosturinn.

Casein er unnið úr mjólk líkt og mysuprótín, en öfugt við mysuprótín meltist casein mjööög hægt. Þegar við erum búin að svolgra í okkur casein prótíndrykk þá er hann eins og risastór garnhnykill í mallanum og meltingarensímin dunda sér við að kroppa í hann.
Þetta ferli tekur allt að 8 tíma, sem veitir okkur því stöðugt flæði af aminosýrum.
Það er sérstaklega mikilvægt á meðan við sofum og því ættu allir að skella í sig einum djúsí casein sjeik fyrir svefninn til að koma í veg fyrir vöðvaniðurbrot sem á sér stað þegar langt líður milli máltíða.
Líkaminn þarf aminosýrur til að fúnkera rétt og þegar við erum ekki að borða þær, eins og þegar við sofum, þá nartar líkaminn í vöðvana til að ná í þær.
Það er ekki vitlaust að bæta smá casein út í mysuprótín-sjeikinn sinn eftir æfingu til að tryggja áframhaldandi flæði af aminosýrum eftir að mysuprótínið hefur runnið í gegn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þá ekki bara fínt að drekka mysu drykk úr fernum

Res (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 16:07

2 identicon

en ég er með mjólkur óþol hvað er þá best að drekka í staðin

Berglind (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 16:17

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Res! Ef þú hefur lyst á því, þá er mysa ódýr lausn í kreppunni.

Berglind! Soja prótín er gott fyrir þá sem eru með mjólkuróþol. Ég á sjálf erfitt með mjólkurvörur en ég nota Scitec mysuprótín sem er "low-lactose".

Ragnhildur Þórðardóttir, 18.8.2008 kl. 21:17

4 identicon

ég nota vanalega soya protein en kanski ég prufi þetta ef það er ekki eins mikil mjólkursykur í þessu

Berglind (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 09:02

5 identicon

hæhæ langaði bara að tjékka með hverju þú myndir mæla með ef ég ætlaði að lyfta á morgnanna fyir vinnu? ef ég tek eitthvað á því á morgnanna í tækjasalnum þá verður mér bara flökurt og finnst eins og ég þurfi að fá einhverja næringu.

lesandi (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 09:05

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Berglind!  Mér líður miklu betur af Scitec heldur en EAS til dæmis.  Svo er það líka svo milljón sinnum betra á bragðið .

Lesandi!  Alls alls ekki fara að lyfta á fastandi maga, lestu þessa grein: http://www.ragganagli.blog.is/blog/ragganagli/entry/463905/  Ef þú ert að æfa mjög snemma er nóg að fá sér djúsglas, banana, epli, mysuprótín fyrir æfingu og borða svo 20-45 mín eftir æfingu góðan morgunverð eða prótínsjeik + kolvetni.
Gangi þér vel!

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.8.2008 kl. 10:08

7 identicon

hæ. ég var að spá í einu:) hvort myndir þú telja betri kost. Ein skyr.is dós með vanillu (17 gr af próteini) eða 17 grömm af Whey protein isolates?

Sigga (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 10:49

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ertu að spá í fyrir æfingu?  Hversu löngu fyrir?  Ef þig vantar amínósýrur sem fyrst, t.d 30 mín fyrir æfingu þá er Whey isolate betri kostur því það skilar sér hraðar en skyrið.  Annars er skyr ágætur kostur ef lengra líður fyrir æfingu og þú ert OK með mjólkurvörur.

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.8.2008 kl. 10:58

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl Halldóra, þakka þér fyrir að kíkja í heimsókn á síðuna. Glæsilegur árangur, til hamingju. Haltu endilega áfram á sömu braut. Scitec fæst hjá Sigga í Vaxtarræktinni á Akureyri, s. 462 5266. Þú hringir bara og pantar og hann sendir þér frítt í pósti alla leið heim að dyrum. Þetta er þvílíkt bragðgott, ekkert svona duftbragð eins og af mörgum prótíndrykkjum.

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.8.2008 kl. 11:42

10 identicon

Ein smá spurning, hvaða fæðubótarefni mælir þú með ,er í brennslu æfingum en vill ekki missa vöðva.

Res (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 18:27

11 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Res! Ertu þá ekkert að lyfta með? Þú ert fljótur að tapa massanum ef þú heldur honum ekki við með nokkrum styrktaræfingum í viku. En til að svara spurningu þinni þá mæli ég með BCAA amínósýrum fyrir og eftir brennsluæfingar og borða nóg af prótíni til að næra vöðvana.

Halldóra! Takk fyrir sömuleiðis. Næsta keppni er 29. nóvember.

Ragnhildur Þórðardóttir, 20.8.2008 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 549028

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband