HFCS a.k.a the devil

High-fructose corn syrup (HFCS) sem er maíssterkju sýróp er ófögnuður og viðurstyggð.
Það breytist í fitu í líkamanum hraðar en annar sykur, og af því megnið af þessum frúktósa viðbjóði kemur úr gosdrykkjum þá magnast þessu neikvæðu áhrif á meltingarstarfsemina allverulega.

Meðal þeirra vandamála sem fylgja neyslu HFCS eru:

* Sykursýki
* Offita
* Aukning í þríglýseríð og LDL (Vonda) kólesterólinu
* Lifrarsjúkdómar

Frúktósi inniheldur engin ensím, vitamin eða steinefni og í raun sýgur þessi efni úr líkamanum. Óbundinn frúktósi, eins og finnst í miklu magni í HFCS getur truflað notkun hjartans á steinefnum eins og magnesium, kopar og króm.

Til að núa salti í sárið, er HFCS yfirleitt búið til úr erfðabreyttu korni sem eykur gríðarlega líkurnar á að þróa ofnæmi fyrir korni, jafnvel hollu lífrænu korni.
Ameríkanar borða meira en 14 matskeiðar af sykri á dag, og vaxandi hluti af því er í formi maíssterkjusýróps. Það má gera því skóna að við Íslendingar séum ekki langt undan í þessum efnum, enda þekkt fyrir að apa allt upp eftir Kananum.

Samtök þeirra sem rækta korn í Bandaríkjunum reyna að telja fólki trú um að HFCS hafi sömu náttúrulegu sætuefnin og sykur og hunang.
En látum ekki blekkjast. HFCS er gríðarlega unnin vara og finnst hvergi í náttúrunni.

Góðu fréttirnar eru þær að auðveldasta leiðin til að bæta heilsuna er að forðast gosdrykki, sem eru langstærsti vöruflokkurinn sem inniheldur HFCS.
Ýmsar sósur innihalda þennan ófögnuð líka, eins og BBQ sósur, tómatsósa, sætt sinnep o.s.frv

Þessi hörmung finnst einnig í mörgum unnum matvörum og ávaxtasöfum, svo til að forðast HFCS algjörlega þarf mataræðið að samanstanda af óunnum mat og hreinni fæðu.

Það er mikilvægt að lesa á miðann á vörunni áður en hún er keypt, og ef það stendur: fructose corn syrup, maíssterkjusýróp, glucose corn syrup o.s.frv á miðanum skaltu setja vöruna allsnarlega aftur í hilluna. Hún er betur geymd þar en á rassi og mjöðmum okkar, svo ekki sé minnst á áhrif þess á heilsuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ og takk fyrir góða heilsu-pisla. 

Þegar þú talar um að HFCS sé í öllum gosdrykkjum, ertu þá að meina ÖLLUM?..ljósum og dökkum?  Hvað með t.d. kolsýrt vatn?

Kv. Bubba

Bubba (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 19:41

2 identicon

BBQ sósa er reyndar eina sósan sem ég nota í skurðinum....  Hefur alltaf verið ráðlagt það.... hmmm...

Nanna (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 09:42

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Bubba! Það er venjulega ekki í sódavatni, en athugaðu samt alltaf miðann því HFCS er notað sem sætuefni og gæti því leynst í sódavatni með bragði.  Yfirleitt finnst það frekar í gosdrykkjum, t.d Coca cola, Fanta, Sprite o.s.frv.

Halldóra!  Frábært hjá þér.  Ég drekk aldrei gosdrykki, ekki einu sinni á nammidögum, og líður núna bara illa ef ég fæ mér einn sopa.  Vatn er drykkur dagsins.

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.9.2008 kl. 09:44

4 Smámynd: Audrey

Ég er algjörlega háð pepsi max! Er reyndar búin að minnka það fullt.. en elska það samt ;)

Gaman að sjá þig í morgun, alltaf sami dugnaðurinn :) Mér finnst þú nú bara líta vel út, þú tekur þessar vikur sem eftir eru í nefið ;)

Audrey, 15.9.2008 kl. 10:03

5 identicon

Maður getur alltaf búið til sína eigin gosdrykki, bara með venjulegu sódavatni og ávöxtum, bara að skera þá niður í stóra könnu af sódavatni og það er tilbúið. Betra en nokkur drykkur frá The CocaCola Company

Palli (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 10:22

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Auður!  Takk fyrir það kærlega , ég var reyndar næstum því hætt við þetta allt saman fyrir helgi eftir fitumælingu og fannst ég viðurstyggð.  En er full af bjartsýni og jákvæðum hugsunum núna og ætla að halda ótrauð áfram.  Þú lítur sjálf glæsilega út mín kæra.  Þetta verður pís of keik hjá þér, miðað við formið á þér núna.

Palli!  Algjörlega sammála, og svo miklu ódýrara, ekki veitir af að spara á þessum síðustu og verstu .  Svo á maður ekki að styrkja svona ógeðisfabrikkur, ég meina hvað er eiginlega í drykk sem er hægt að nota til að laga ískur í hurðalömum??  Vill maður setja slíkt ofan í sig?

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.9.2008 kl. 13:26

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Nanna!  Ættir kannski að endurskoða það.  Salsa og ósætt sinnep eru einu sósurnar sem ég má í skurðinum. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.9.2008 kl. 14:41

8 Smámynd: Audrey

Jemundur minn - maður bara roðnar! Takk fyrir falleg orð :) Nú er bara að halda áfram og við eigum eftir að standa okkur svo vel :)

Audrey, 15.9.2008 kl. 17:58

9 identicon

Flottur pistill eins og alltaf!   Mig langar að fræðast aðeins meira um þetta drasl.  Veistu hvers vegna HFCS breytist hraðar í fitu en annar sykur?  Hvað inniheldur HFCS?  Er þetta blanda af frúktósa (ávaxtasykri) og þá niðurbrotinni maíssterkju?  Eru e-r önnur efni í HFCS?  Þegar ég las pistilinn var ég einmitt að maula Protein Blast og viti menn, fremst á innihaldslistanum var HFCS...

Og annað, það er oft verið að predika notkun agave-síróps (sem inniheldur frúktósafá- og fjölliður) og hreins frúktósa í stað hvíts sykurs (súkrósa). Frúktósinn er næstum tvöfalt sætari og því þarf minna magn af honum til að ná fram ákveðinni sætu og einnig skilar hann sér seinna út í blóðið en glúkósi (er umbreytt í glúkósa í lifur) en á móti kemur hef ég lesið (minnir að það hafi verið í gamalli en góðri næringarbók eftir Jón Óttar Ragnarsson) að ekki sé gott að neyta of mikils ávaxtasykurs því neysla hans hafi aukaverkanir (man ekki nákvæmlega hvað það var, minnir að það hafi verið aukið álag á hjartað, kannski er það tengt steinefnunum eins og þú bendir á hér að ofan).  Veistu eitthvað meira um þetta?  Ætti maður frekar að nota venjulegan sykur heldur en t.d. agavesíróp í kökur og svoleiðis? Auðvitað veit ég að maður ætti helst að sleppa slíku EN ég er amk sælgætisgrís sem er ekki alveg komin jafn langt í stjórnun mataræðis og þú

Soffía (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 08:35

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Jæja Soffía mín, þú biður ekki um lítið
Glúkósinn í HFCS keyrir insúlínið uppúr öllu valdi og lesendur síðunnar vita að það stuðlar að fitusöfnun, frúktósinn í HFCS yfirfyllir lifrina svo umfram kolvetni breytast í fitu.  Ég er ekki klár á nákvæmlega hvaða efni eru í HFCS, þú getur eflaust googlað það .  HFCS er í svo mörgu.  Kíktu bara á miðana út í búð og þú munt sjá að HFCS er í fullt af vörutegundum.  Tilbúin próteinstykki eru unninn ófögnuður , og þú ættir að sleppa þeim algjörlega, fáðu þér frekar prótínsjeik. 

Varðandi Agave síróp, þá hef ég aldrei notað það. Ég veit lítið um það eða verkan þess á líkamann.  Ég nota sjálf aldrei nein sætuefni, hvort sem það er gervisæta, agave eða bara sykur, ég er ekki með sæta tönn, mitt vandamál liggur meira í að kunna sér ekki magamál þegar kemur að mat .  Þess vegna skammta ég mér á diskinn.  Ég skal athuga hvort ég finni ekki eitthvað um sætuefni vs. sykur og kannski hendi saman einum pistli við tækifæri.

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 09:39

11 identicon

Takk fyrir þetta

Prófa að googla þetta... ætlaði bara að fara auðveldari leiðina hehe

Öfunda þig geðveikt af því að vera ekki með sæta tönn eins og þú orðar það, ó hvað lífið væri léttara þá

Soffía (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 10:44

12 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Tja ég veit það ekki.... mín bölvun felst í hömlulausri græðgi.  Við höfum víst öll okkar djöful að draga .  Annars er mín skoðun að þetta snúist allt um vana.... en það er víst efni í nýjan pistil .

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 11:04

13 identicon

Ég datt einhvern tímann niður á þessa síðu þína og alveg elska að lesa hana, þvílíkur fróðleikur. Ég verð bara að segja takk fyrir að nenna að deila þessu öllu. En í sambandi við þennan pistil, á maður sem sagt að sleppa tómatsósu?? Ég er með tvö ung börn og maður hefur einhvern veginn alltaf gefið þeim tómatssósu í staðinn fyrir t.d. koktelsósu, er tómatsósan sem sagt ekkert góð? Og annað ég drekk mikið pepsi max þó að ég sé nú alltaf á leiðinni að hætta því, er þetta líka í því??

Maður fer bara að hafa áhyggjur af öllum viðbjóðnum sem maður er alltaf að setja ofan í sig.  Takk aftur fyrir frábæra síðu.

Telma (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 12:12

14 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Telma!  Takk fyrir falleg orð og fyrir að kíkja í heimsókn .  Það er alltaf svo gaman að fá viðbrögð frá lesendum.  Já, HFCS er í tómatsósum, en ég held að það sé ekki í tómatsósu frá Sollu á grænum kosti.  Það væri því betri kostur fyrir börnin þín.  Víða erlendis er hægt að fá low-carb tómatsósu, sem er án HFCS, en því miður ekki ennþá hér á skerinu.

Ég drekk sjálf ekki Pepsi max, svo ég er ekki viss.  HFCS er algengara í sykruðum gosdrykkjum frekar en sykurlausum, en það er samt alls ekki algilt.  Vertu dugleg að skoða innihaldslýsingarnar þegar þú verslar, þetta leynist mjög víða skal ég segja þér.  

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 13:37

15 identicon

Ég er ekki sama Soffía og var að spyrja áðan þó nafna mín hafi komið með góðar spurningar .  Vildi bara bæta við að það var seld hérna ansi góð tómatsósa frá Heinz fyrir örfáum árum - einmitt low-carb.  Hún var seld í Hagkaup en hætt er að selja hana núna.  Spurning hvort maður geti ekki sent þeim fyrirspurn um þetta og fengið nokkra til að gera slíkt hið sama til að fá hana aftur inn í búðina. 

Ooog by-the-by takk fyrir skemmtilega síðu - ég kíki hérna inn reglulega.

Soffía (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 00:16

16 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já góð ábending.  Ef þeir fá nokkrar fyrirspurnir þá hljóta þeir að athuga málið.  Takk fyrir að kíkja í heimsókn .

Ragnhildur Þórðardóttir, 17.9.2008 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 548845

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband