Áskoranir

Naglinn hefur ákveðið að skora á tvo einstaklinga sem standa mér nærri til keppnisþátttöku á næstu misserum. 
Naglinn telur að slík markmið muni gera þjálfun þeirra markvissari og að hún muni í kjölfarið fela í sér meiri tilgang og gleði. 

Áskorun 1:  Naglinn skorar á Hösbandið (a.k.a maðurinn sem gefur ekki stefnuljós) að taka þátt í Þrekmeistaranum vorið 2009.

Áskorun 2:  Naglinn skorar á Frænkuna (sem er nýbyrjuð að hlaupa í nýju Asics skónum sínum) að taka þátt í 10 km hlaupi Reykjavíkur maraþons í ágúst 2009.

Taki þau þessum áskorunum verða þau menn að meiri og mun hróður þeirra berast víða. 
Afköst þeirra munu blása metnaði í brjóst þeirra nánustu og jafnvel hvetja aðra til hreyfingar og heilsusamlegs lífernis.

Taki þau ekki áskorunum þessum, munu þau verða að háði og spotti hvar sem þau halla höfði sínu og vera úthrópuð sem bleyður og hugleysingjar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Mikið er ég fegin að vera ekki svo náin þér

M, 16.9.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Bíddu bara mín kæra M..... það eiga fleiri áskoranir eftir að fylgja í kjölfarið.... og það verður ekki bara til minna nánustu. 
Muuhahahahaha..... be afraid, be very afraid

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 11:48

3 identicon

Frænkan tekur þessari áskorun. Enda ekki þekkt fyrir að skorastu undan áskorunum Ég mun hlaupa 10km í nýju Asics skónum (sem ég by the way elska) í Glitnis maraþoninu í águst komandi.

Kveðja

Anna María... sem var að koma af hlaupabrettinu í Laugum

Anna María (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Glæsileg!! Ég vissi að þú myndir ekki skorast undan, enda með Vestfjarðarblóð í æðum
Nú bíðum við bara spennt eftir viðbrögðum eiginmannsins .  Er hann maður eða mús?

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 549126

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband