Fjarþjálfun Naglans

 

Fjarþjálfun er tiltölulega nýtt fyrirbæri á markaði.  Hún virkar þannig að þjálfari og skjólstæðingur hans eiga samskipti sín á milli í gegnum þann magnaða miðil, veraldarvefinn.  Þjálfari lætur í té æfingaplan og fylgist með mataræði, og skjólstæðingur veitir upplýsingar um árangur. 

Fjarþjálfun getur hentað ansi stórum hópi fólks.  Fjölmargir eru ekki tilbúnir til að borga svimandi háar upphæðir fyrir einkaþjálfara, og eins og efnahagsástandið er í dag þarf að ígrunda vel hverja krónu.  Aðrir búa úti á landsbyggðinni þar sem slík þjónusta er hreinlega ekki í boði.  Enn öðrum finnst best að æfa einir en vilja gjarnan leiðsögn og upplýsingar til að tími þeirra nýtist sem best.

Margir hafa forvitnast að undanförnu um Fjarþjálfun Naglans
Það hefur ekki farið hátt um þennan valkost, en Naglinn tekur semsagt að sér fjarþjálfun fyrir þá sem vilja ná árangri í sinni þjálfun og mataræði. 

Áhugasömum er bent á www.ragganagli.com fyrir frekari upplsýsingar eða senda tölvupóst á ragganagli79@gmail.com


Athugasemdir

1 Smámynd: M

Ég verð sko í bandi, finnst þetta snilld   Veit að matarræðið verður erfiðast

Held einmitt að það sé svo gott að fá leiðbeiningar og hvatningu.  

Eigðu ljúfa helgi framundan

M, 19.9.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Halldóra!  Góða skemmtun á TINU, hún er lang flottust.  Að halda sér í þessu formi verandi á sjötugsaldri er tilefni í Nóbelsverðlaun.   Vertu í bandi þegar þú kemur til baka.

M! Ekki spurning, vertu í bandi þegar þú ferð aftur á stjá.  Mataræðið er bara vani, smá hjalli að komast yfir fyrst, en svo langar þig bara að borða hollt þegar þú finnur hvað þér líður vel af því.

Góða helgi skvísur

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.9.2008 kl. 10:29

3 identicon

Hæ, hæ, ótrúlega gaman að fylgjast með þér og gaman að lesa síðuna þína. Ég kíki reglulega hingað inn og fannst kominn tími til að skrifa eitt stykki comment. Gangi þér rosa vel næstu vikunar og ég vona að þú rúllir þessari fitness keppni upp. Svo má náttúrulega benda á að fjarþjálfunin hentar einstaklega vel fyrir íslendinga sem búa erlendis, fólk er nefnilega ekkert að tapa sér í gymminu hérna úti og því vantar oft hvata. Góða helgi!!! Kveðja frá Vínarborg, Baddý "granni"

Baddý "granni" (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 17:43

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Nei, blessuð Baddý. Gaman að þú skulir kíkja hér í heimsókn, takk fyrir það kærlega. Hvernig er lífið í Vínarborg? Ég skal alveg trúa því að Austurríkismenn séu ekki að rífa harkalega í járnið eins og landi þeirra hann Arnold.

Þetta er einmitt góð hugmynd fyrir Íslendinga erlendis, því oft eru tungumálaörðugleikar mikil hindrun í að fá sér þjálfara, eða að fólk vill fá einhvern með svipaðan bakgrunn.

Bestu kveðjur til þín og fjölskyldunnar.

P.S ég sé oft Jason og Rós frænku þína í Laugum (í sitthvoru lagi), en þori ekki að ganga upp að þeim og kynna mig....*roðn*

Ragnhildur Þórðardóttir, 20.9.2008 kl. 07:48

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 549065

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband