HIIT vs. SS

Hvað er það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um fitutap? 

Brennsluæfingar.  Jamm jamm, klukkutími eftir klukkutíma af leiðinlegum, heiladrepandi brennsluæfingum.  Af hverju?  Af því þetta hefur verið tuggið ofan í okkur.  Viltu missa fitu?  Búðu þig þá undir haug af brennsluæfingum. 
Hér er vandamálið - það er ástæða fyrir því að þú þarft að gera svona mikið af því: hefðbundnar brennsluæfingar, eða öllu heldur loftháð þjálfun brenna ekki svo mörgum hitaeiningum til að byrja með.  En stigavélin segir að þú hafir brætt 1000 kaloríur á 10 mínútum.  Því miður, ekki satt.  Þessar maskínur ofmeta allar brennslu hitaeininga.

Lesendur síðunnar ættu að kannast við lotuþjálfun eða HIIT
Ef ekki, þá er það einfaldlega ein tegund brennsluæfinga þar sem endurtekið skiptast á lotur af hárri ákefð og lotur á lágri ákefð.  Lotuþjálfun er venjulega skilgreind sem vinna - hvíld hlutfall, þar sem ‘vinnu' hlutinn er há ákefð/sprettir og ‘hvíldar' hlutinn er lágri ákefð/aktíf hvíld. 

Til dæmis eru endurteknar lotur af 30 sekúndna sprettum á móti 90 sekúndna kraftgöngu dæmi um lotuþjálfun með 1:3 vinna - hvíld hlutfall (hvíldin er 3x lengri en vinnan).  Smáatriðin í hlutföllunum eru ekki krítísk fyrir árangur, það sem skiptir mestu máli er að þú keyrir þig út, og hvílir á milli.  Venjan er samt yfirleitt að taka 30-60 sekúndna spretti, og hvíla í 60-120 sekúndur á milli.

Er HIIT áhrifaríka fyrir fitutap en SS (steady-state) brennsluæfingar?

Fyrir utan tímasparnað er HIIT mun áhrifaríkari, en mun erfiðari fitubrennsluæfingar. 
Hver einasti kjaftur sem hangir á skíðavélinni í klukkutíma breytist ósköp lítið í útliti, það er bara staðreynd. 
Vandinn við að reiða sig um of á SS brennslu, fyrir utan tímaeyðslu og almenn leiðindi, er að því meira sem þú gerir því meira þarftu að gera.  Eftir því sem loftháða þolið í okkur verður betra, verðurðu skilvirkari í að brenna fitu.  Hljómar vel, ekki satt?  Nei, ekki aldeilis.! 
Því skilvirkari sem við verðum, því minni orku þarf líkaminn að gefa frá sér í hreyfinguna.  Við viljum vera óskilvirk þegar kemur að fitutapi.  

Þó að maður brenni færri hitaeiningum í HIIT samanborið við SS, þegar eftir - æfingu glugginn er reiknaður með, leiðir HIIT til meiri hitaeiningabruna og fitutaps.  Þetta er vegna þeirra áhrifa sem HIIT hefur á brennslukerfið í okkur.  Grunnbrennslan hækkar ekki aðeins á meðan verið er að puða, hún helst í hámarki í marga klukkutíma eftir HIIT æfingu. 


Þetta er einmitt galdurinn við HIIT - fitan lekur af  í hvíld eftir æfinguna. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið ansk...... er nú gott að heyra þetta, svona í byrjun viku, en kemur ekki á óvart sér í lagi þar sem ég horfi á sama fólkið djöflast á brennslutækjunum mánuð eftir mánuð með sama síðuspikið sem ætti að vera löngu farið ef aðferðin væri rétt.  Þetta er að vísu sama fólkið og "rífur ekki í járn" eins og Naglinn orðar það svo skemmtilega.

Nú eru það bara sprettirnir........íha.

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:33

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sprettir eru algjör snilld þegar kemur að því að losa um mörinn.  Stuttar og hnitmiðaðar æfingar, en lykilatriði er að keyra sig gjörsamlega út í sprettunum, við erum að tala um blóðbragð í munninn, svita í lítrum og jafnvel tár fyrir þá allra viðkvæmustu .

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.9.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: M

Nú fórstu alveg með daginn og ég datt í súkkulaðið í þunglyndi mínu. Hef djöflast á þessari skíðavél og brennt 300 kaloríur sem eru svo kannski bara 50 !!!! 

Segir vigtin kannski eitthvað allt annað í sturtuklefanum ?   Ekki það, fer aldrei á hana   Nú fer ég að hefja fjarþálfun þegar súkkulaðið er búið.

M, 29.9.2008 kl. 16:24

4 identicon

Ég er ein af þeim sem er að fara í ræktina 5-6 x í viku og byrjaði á því núna í ágúst.  Tek einn dag í að lyfta og daginn eftir að brenna.  Ætti ég þá frekar að fara og synda eins og vitlaus manneskja í x margar sek og rólega i y margar sek og þannig koll af kolli í klukkutíma í stað þess að hamast á skíðavélinni (sem er by the way eitt það leiðinlegasta sem ég veit um)?  Ég hef nefnilega tekið eftir því áður þegar ég hef tekið mig á og farið oft í ræktina að ég þarf alltaf að hamast meira og meira fyrir hvert skipti og á endanum finnst mér ég lítið sem ekkert hafa fengið út úr klukkutímanum mínum í skíðavélinni  á brennsludögum. 

Soffía (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 17:32

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Númer eitt er að breyta hugarfarinu, síðan eru það æfingarnar, er það ekki rétt Ragga mín? og ekki að sjá þetta sem einhverja kvöð heldur hafa svakalega gaman af þessu hvernig sem maður fer að því. Ég má til dæmis hreyfa míg tvisvar í viku í svona 10 mín í senn, en þetta kemur á löngum tíma.
samt er ég búin að missa 7 kg á 5 vikum og það er bara breyttur lífsstíll og svo hef ég svo gaman að þessu.
Knúsý knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 19:34

6 identicon

Hvað ertu ca. að gera HIIT æfingarnar lengi í einu???

 Er búin að stunda þetta nokkuð lengi - en alltaf með hléum því ég er svo hrædd um að ég sé ekki að gera nóg.... 

 Fer alltaf aftur í stigvelaprógrammið...

erka (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 20:49

7 identicon

Mér finnst HIIT BARA virka fyrir mig... Tek aldrei lengri brennsluæfingar en 45 min, en 20 min teygjur á eftir og svitna ekki minna þá ;)

Þú ert algjör snillingur, það er bara þannig ;) alltaf gaman og fróðlegt að lesa greinarnar eftir þig! Þú þarft að fara að vinna í bók!!!

Nanna (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:28

8 identicon

Algjörlega sammála með bókina; Alfræðiorðabók íþróttamannsins.

Takk fyrir góðan pistil

Palli (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 10:15

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

M!  Þú hefur örugglega brennt meira en 50!!  Vandinn við þessar vélar er að þær taka ekki tillit til svo margra þátta.  Púlsmælar eru mun áreiðanlegri (þó ekki 100%), þar eru upplýsingar um þyngd, kyn, aldur o.fl sem hafa áhrif á brennsluna.

Soffía!  Þú færð alveg helling út úr skíðavélinni ef þú tekur HIIT á henni.  Þú getur líka synt HIIT.  En alls ekki í klukkutíma!!  HIIT á aldrei að gera lengur en 20-30 mínútur.  Ef þér finnst þú geta verið lengur, þá ertu ekki að djöflast nóg .

Milla! Hugarfarið er það eina sem skiptir máli í þessu öllu saman.  Við þurfum öll að glíma fyrst og fremst við hugsanirnar, þær eru eina hindrunin að árangri.

Erka!  HIIT í 20-30 mín, SS í 45 mín

Halldóra!  Glæsilegur árangur, stolt af þér mín kæra!!

Nanna!  Mamamamaður bara roðnar  við svona falleg orð. 
Aldrei að vita nema að ég taki ykkur Palla á orðinu um bókina.

Ragnhildur Þórðardóttir, 30.9.2008 kl. 11:16

10 identicon

Hæhæ

Gætiru komið með dæmi um HIIT æfingu ?

Takk fyrir frábært blogg. Ég er sko sammála að bók er algjörlega málið!

Stína (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 549070

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband