Sítrónu-bláberja hollustu múffur

Sítrónu-bláberja hollustu múffur


Gerir 12 múffur (4 múffur er sirka einn skammtur)

 Hráefni:

18 eggjahvítur
120 g haframjöl
1 tsk sítrónudropar
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
105 g frosin bláber

 

Aðferð:

Hita ofn í 200° C.

Blanda þurrefnum vel saman í skál, bæta svo eggjahvítum við og hræra vel. 

Spreyjaðu 2 x 6-múffu form með PAM.  Helltu deiginu eins jafnt og hægt er í múffuformin.  Settu frosin bláber (þurfa ekki að þiðna fyrst) ofan á hverja múffu og pressaðu varlega ofan í (ekki of mikið samt, deigið er frekar þunnt). 

Bakað í 20 mín.

Þessar má frysta og taka út á morgnana og skella í örrann og voilá! snilldarmorgunmatur með flóknum kolvetnum, prótíni og bláberjum sneisafullum af andoxunarefnum. 
Engin afsökun lengur fyrir tímaleysi á morgnana Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Obbosí, hrikalega girnilegt týndi einmitt svo mikið af bláberjum sem ég er í vandræðum með, þetta ætla ég sko að prófa, það kæmi sér samt vel að eiga hænsnabú.

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 19:41

2 identicon

Verð að prófa þessa uppskrift.  Segi sama og Júlíus hér fyrir ofan, kíki hérna inn næstum daglega.

Gangi þér vel að halda áfram undirbúningi fyrir keppni

Soffía (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 08:28

3 identicon

Vá, ekkert smá girnileg uppskrift, maður verður að prófa þetta einhvern tíma 

Soffía Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 08:56

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Vala!  Úff ég hugsa oft til þess hve gott það væri að vera með nokkrar hænur í garðinum, og þá hænur sem verpa bara eggjahvítum .

Halldóra!  Talaðu ekki um veðrið ógrátandi, hér er alhvít jörð og ég búin að vera með jólalög á heilanum í allan morgun.  Það er 3. október!!!!

Júlíus, Soffía og Soffía! Maður bara roðnar  við svona hrós.  Takk fyrir að kíkja í heimsókn.  Endilega tékkið á múffunum, ekki veitir okkur Júlíusi af tilbreytingu í preppið.... og þessar eru algjörlega "prep-friendly".  Svo má prófa önnur ber, eða aðra bragðdropa.  

Ragnhildur Þórðardóttir, 3.10.2008 kl. 09:09

5 identicon

Þegar að þú tekur HIIT brennslu eins og þú lýstir svo lista vel hérna um daginn, er þá æfingin bara hálftími eða er eitthað fleira sem að maður tekur með henni þessari?

 P.S. fékk alveg vatn í munninn yfir þessu... big muffins fan

Palli (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:25

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég tek yfirleitt bara HIIT, hún tekur yfirleitt 25-30 mín hjá mér með upphitun og cool down.    Ef mér finnst ég þurfa þá tek ég kannski 10 mín rólega á þrekstiga eða skíðavél á eftir..... en það er ekki oft samt. 
Eftir svona æfingu áttu að vera að biðja um miskunn eftir 20 mín, ef ekki þá þarftu að taka betur á því í sprettunum næst.

Ragnhildur Þórðardóttir, 3.10.2008 kl. 10:54

7 identicon

mmm... prófa þetta við tækifæri :)

Hrund (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 11:47

8 identicon

Ég var að spögglera...en ef maður tekur svona HIIT æfingu og sprengir sig á kannski fyrstu 10 mínútunum og bara getur hreinlega ekki meira...á maður þá að láta það duga í nokkur skipti og vinna sig upp í 20 mín. eða taka minna á því næst?

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 12:27

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

10 mínútur er svolítið stuttur tími. Prófaðu að taka lengri tíma á milli sprettanna þar sem þú ert á rólegra tempói til að ná púlsinum niður áður en næsti sprettur hefst.  Prófaðu líka að taka styttri spretti,10-20 sek, og vinna þig smám saman upp í 30-60 sek. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 3.10.2008 kl. 14:19

10 identicon

Hæhæ rosalega fróðleg síða sem ég skoða oft:)

Langaði til að spyrja þig að einu í sambandi við að ná af sér síðustu leiðindarkílóunum, hvað þarf maður að gera??? Hvernig á maður að borða/hafa mataræðið og hvernig eiga æfingar að vera?

Mig langar hrikalega að ná af mér 5kg.+ , búin að ná af mér 10kg. og það á einu ári en hef svo bara staðnað eftir þessi kg. og bara næ ekki fleirum af mér, enda þarf kannski mikið meira til heldur en að hreyfa sig og borða það sem maður telur hollt?

Ertu með "uppskrift" af seinustu kg. missi?;)

Kv. Halldóra :O)

Halldóra Hanna (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 23:57

11 identicon

Hæ, skemmtileg síða.

á maður að stífþeyta eggjavíturnar?

Halldóra (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 21:49

12 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Halldóra Hanna!  Það er voða erfitt að ráðleggja svona án þess að vita allar forsendur.  Oft er þetta spurning um að breyta til í mataræðinu og þjálfuninni.  Líkaminn er rosalega fljótur að aðlagast, og við þurfum stöðugt að koma honum á óvart til að ná árangri.  Ef þú hefur áhuga á að koma til mín í fjarþjálfun geturðu sent mér meil á ragganagli@yahoo.com

Halldóra! Nei, bara hræra þeim saman við þurrefnin.

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.10.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 549056

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband