Jákvætt hugarfar kemur okkur á áfangastað

 

Naglinn hefur undanfarið mikið velt fyrir sér jákvæðu og réttu hugarfari þegar kemur að þjálfun og mataræði. 
Hugarfarið er nefnilega eina hindrun fólks í að ná árangri og gera hollt mataræði og hreyfingu að lífsstíl.  Margir mikla hlutina svo fyrir sér og hugsa endalaust á neikvæðum nótum, að allt sé svo erfitt og leiðinlegt en þá verður það líka erfitt og leiðinlegt.   

Til dæmis varðandi hollt mataræði, það er auðvelt að grenja yfir því hvað okkur langi í hitt og þetta gúmmulaðið, að við nennum ekki að spá endalaust í öllu sem við setjum ofan í okkur.
En slíkar hugsanir eru bara fyrir aumingja.  Í staðinn eigum við að hugsa um hvað okkur líði vel þegar við borðum hollt og hvað við erum að gera líkamanum og heilsunni gott með því að nota ekki líkamann sem eiturefnaúrgangstransfituruslakistu. 

Naglinn hefur alveg dottið ofan í neikvæða fenið, og svamlaði einmitt í því fyrir nokkrum dögum sem varð til þess að þessar pælingar byrjuðu að brjótast út. 
Þjálfi setti hörkuna átján í mataræði Naglans því honum fannst ennþá vanta mikið upp á. 
Naglanum fannst þetta algjörlega óyfirstíganlegt mataræði og ólýsanlega erfitt allt saman. 
Hugsaði endalaust um hvað hungrið yrði ógurlegt og svekkelsið yfir litlu skömmtunum myndi ríða mér að fullu. 
En svo sló Naglinn sjálfa sig utan undir: " Hættu þessu helv....væli kelling, ef þú hugsar svona þá verður þetta miklu erfiðara en það þarf að vera."
Naglinn sagði við sjálfa sig "How bad do I want this" og "Whatever it takes".

Það er nefnilega hægt þvinga sjálfan sig til að hugsa á jákvæðan hátt um viðfangsefnin og einblína á jákvæðar hliðar þess.  Þegar um ræðir erfiða megrun þá er auðvelt að velta sér endalaust upp úr því hvað þetta sé lítill matur og hvað maður sé nú svangur og hvað lífið sé nú ósanngjarnt. 

Það er líka hægt að girða sig í brók og takast á við verkefnin eins og manneskja, reyna að sjá hið jákvæða sem er hvað það verður gaman að passa í gallabuxurnar eða líta vel út í jólakjólnum eða á sviði á bikiníbrók.  ‘Nothing tastes as good as looking good does'

 

Í stað þess að einblína endalaust á hvað það sé leiðinlegt í ræktinni, hvað æfingarnar séu erfiðar og allt svo mikið puð og vesen, þá eigum við að kappkosta að gera hana spennandi fyrir okkur sjálf. 

Til dæmis með því að setja sér alltaf ný og ný markmið.  "Á morgun ætla ég að lyfta 1 kg þyngra eða gera 1 repsi meira eða hlaupa 1 mín lengur en í síðustu viku".   
Það er nauðsynlegt að rækta með sér metnað í ræktinni en ekki vera þar með hangandi hendi mygluð úr leiðindum og bara af því við "verðum" að hreyfa okkur.

Vellíðunar tilfinningin sem fylgir því að ná settum markmiðum er ‘priceless' og þegar við erum ánægð með árangur okkar og/eða útlitið eykst sjálfstraustið og það smitast yfir á önnur svið í lífinu. 

Eins er hægt að setja nýja tónlist á iPodinn, kaupa sér nýjan æfingabol, fá vinkonu eða vin með sér í ræktina.    

Umfram allt að finna leiðir til að gera upplifun sína af heilbrigðu líferni jákvæða og skemmtilega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Noting tastes as good as slim feels :-)

Sóley (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 14:28

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já vá kannast ég við þessar fullyrðingar.   En að mínu mati snýst þetta bara um sjálfsaga til að byrja með, eftir það er hegðunin að borða hollt og hreyfa sig orðin að vana.  Maður sleppir því ekki að tannbursta sig þó manni finnist það kannski ekkert rosalega skemmtilegt en það er vana-hegðun sem er orðin ósjálfráð.  Það sama ætti að gilda um heilbrigt líferni. Það er nefnilega líf en djamm og hamborgaraát finnst mér eiginlega frekar vera ólifnaður.

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 14:31

3 Smámynd: Sandra Dögg Þórudóttir

það er líka ótrúlegt hversu mikið manni langar alltaf í það sem maður hefur bannað sjálfum sér að fá sér! fyrir mér á maður ekki að banna sér neitt en viðhalda hollum lífsstíl og þá hættir maður að finna þessa þörf fyrir sætindi og drasl!

Sandra Dögg Þórudóttir, 15.10.2008 kl. 15:26

4 identicon

Góður "pep-up" pistill, beint í æð

Nýyrði dagsins; eiturefnaúrgangstransfituruslakista.

Palli (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 08:23

5 identicon

Flottur pistill Ragga, frábært pepp! Nákvæmlega það sem við þurfum öll

Stína (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:14

6 Smámynd: Kári Harðarson

Gangi þér vel Ragga!

Kári Harðarson, 16.10.2008 kl. 09:40

7 identicon

Ef manni finnst leiðinlegt í ræktinni á maður bara að breyta til! maður á aldrei að pína sig í eitthvað leiðinlegt...  Persónulega finnst mér næstum allt skemmtilegt í ræktinni, finnst bara unaðslega tilfinningin að vera eins og sveitt svín nóg - sama hvað ég geri...

Sendi þér orkustrauma núna á endasprettinum, hlakka ekkert smá til að vera með ykkur þarna baksviðs að éta súkkulaðirúsinur ;)

Nanna (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 11:00

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hef verið að segja þetta við fólk, en sumir virðast ekki skilja um hvað þetta snýst, og það um það, mér gengur bara vel.
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.10.2008 kl. 19:51

9 identicon

Sæl, ég er búinn að vera að velta fyrir mér rækjum... Hver er afstaða vaxtarræktarkappans gagnvart rækjum? Eru þær ekki svipaðar og fiskur, hollt og gott?

Palli (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 13:22

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Palli! Rækjur eru ekki besti prótíngjafinn, þær eru hræætur, og háar í kólesteróli. Fiskur og skelfiskur eru betri kostur. Rækjur allt í lagi af og til, en ekki sem megin prótíngjafi.

Ragnhildur Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 549028

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband