Don't stop me now....

Naglinn hefur girt sig í brók, bitið í skjaldarrendur og rifið sig upp úr eymdinni og volæðinu.  Þegar tekst ekki nógu vel upp er ekkert annað í stöðunni en að halda áfram og leggja sig enn harðar fram til að betur gangi næst. 

Það er nauðsynlegt að endurskoða síðasta plan: hvað var að virka, hvað var ekki að virka og nýta sér það til að sjá hvernig væri betra að haga hlutunum í næsta preppi. 

Naglinn hefur nefnilega tekið þá ákvörðun að keppa um páskana.  Ekki er hægt að láta hryggðarmyndina sem blasti við almúganum í Háskólabíó vera síðasta orð Naglans. 
Nú er planið að halda sér í þessari þyngd og byrja svo aftur að skera í janúar. 
Sá undirbúningur ætti vonandi að verða auðveldari en síðast þar sem minna er af mör núna.

Naglinn tók einn dag í svindl og svínarí en var mætt á brettið kl. 0600 á mánudagsmorgun, og búin að taka lyftingarnar af fullum krafti alla vikuna.  Var komin með fráhvarfseinkenni frá beygjum enda ekki tekið fætur í meira en viku og Naglinn elskar að taka fætur.  Það er eitthvað svo fullnægjandi við að djöflast á staurunum.

Naglinn hefur meira að segja fengið nýja gulrót til að halda skrokknum í lagi en Naglinn var beðin um að vera bodypaint módel fyrir nema í förðunarskóla.  Svo Naglinn verður til sýnis aftur, og í þetta sinn máluð frá hvirfli til ilja og það á túttunum.... maður fékk þó að vera í brjósthaldara í Fitnessinu..... FootinMouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mama G

LOL  gott að heyra að þú ert komin aftur!

Mama G, 28.11.2008 kl. 12:13

2 identicon

líst vel á þig núna .

þrúður (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 12:32

3 identicon

Snillingur :) þú massar þetta um páskana!

Elín H. Guðnadóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 12:41

4 identicon

Líst vel á að þú farir um páskana.  Fannst ýkt gaman að tala við þig í gær, er búin að lesa bloggið þitt svo lengi

Ingunn L (vinkona Bjarneyjar) (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 13:40

5 identicon

hahaha..... Frábært!!  Við sjáumst þá mega flottar um páskana !!

Þú verður rooosaleg....

Hrund (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 13:46

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk alle sammen. Er komin í góðan gír fyrir næsta prepp.

Sömuleiðis Ingunn, mjög gaman að hitta þig. Ég slefaði yfir myndunum af þér frá Ice-fitnessinu, enda stór stór glæsileg. Að mínu mati áttir þú að lenda í 1.sæti.

Hrund! Við verðum hrrrrikalegar um páskana. Það verður gaman að hafa þig þarna líka.

Ragnhildur Þórðardóttir, 28.11.2008 kl. 14:46

7 identicon

Já það er um að gera að setjast afrur uppá hestinn eða í þínu tilviki bekkinn

sas (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 15:00

8 identicon

Líst vel á þig ;) mundu bara, ekki of mikið cardio !!!  1x í viku, og svo góðar upphitanir fyrir lyftingarnar ;)

Nanna (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 15:33

9 identicon

Þú ert bara töffari!! Gott með þig stelpa... I like it :D

Björkin (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 16:06

10 identicon

Ragga takk kærlega fyrir það, mér finnst voða gaman að heyra þetta frá manneskju eins og þér

Ingunn L (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 16:35

11 identicon

Alger snilld!

Gott að heyra ákveðnina í þér :)

Helga (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 10:11

12 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk öll sömul. Naglinn hefur ekki tíma í eitthvað svekkelsiskjaftæði. Stend betur að vígi fyrir næsta prepp heldur en síðast, svo það væri synd að taka ekki þátt. Svo tek ég bara gott off-season eftir páska og byggi mig betur upp, sérstaklega yfir axlir og hendur.

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.11.2008 kl. 11:02

13 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Þú ert snillingur! Leist líka ekkert smá vel út í ræktinni í fyrradag, áttir greinilega ekki langt í land á mótsdag! En ég stend samt við það að mér finnst aðdáunavert að þú kláraðir undirbúninginn alla leið, ég held að allir hafi einhvern tímann átt léleg mót og ég er viss um að þetta gerir það að verkum að þú kemur helmingi sterkari til leiks um páskana!!

Gangi þér vel mín kæra, þú ert endalaust dugleg!!

Bjarney Bjarnadóttir, 29.11.2008 kl. 13:23

14 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Æi, hjartans þakkir Bjarney mín fyrir falleg orð í minn garð. Það yljar mér um hjartarætur. Ég var mun léttari í lund eftir að hafa hitt ykkur stöllur í WC í vikunni, þú ert svo hrein og bein.

Það er pínu svekkjandi að skurðurinn virðist vera að detta inn þessa dagana.... öööö aðeins of seint.... en þá ætti næsta prepp að verða auðveldara.

Ég hef aðeins verið að velta þessu fyrir mér með þig og prepp + ritgerð á sama tíma. Þar sem ég hef gert B.A og M.Sc ritgerðir og tvö prepp, þá verð ég að segja að ég hefði aldrei meikað að gera hvoru tveggja á sama tíma. Hvort um sig tók alla mína orku og einbeitningu, og að vera að skrifa ritgerð dauðþreytt eftir 2 æfingar dagsins, vakna í cardio, heilinn ekki að fá kolvetnin sín.... nei veistu.... ég held að það sé ekki nógu sniðugt. Að ætla sér of mikið mun bara bitna á annað hvort ritgerð eða preppinu. Það kemur keppni eftir þessa keppni, svo ritgerðin ætti að hafa forgang að mínu mati.

En þetta er bara mín skoðun, þú auðvitað vegur þetta og metur sjálf.

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.11.2008 kl. 13:36

15 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Nei ég er alveg búin að taka ákvörðun um að fresta þessu keppnisdæmi, myndi aldrei fyrirgefa mér að klára ekki háskólanámið mitt með sæmd! Fannst einmitt fínt að hitta þig til að bakka mig uppí þessari ákvörðun! Þá leið mér ekki eins og alveg jafn miklum aula með að vera að setja þetta fyrir mig! hehe

Og ef ég keppi þá langar mig að koma skikkanleg á svið, sé ekki fram á að ég gæti gert báða þessi hluti vel á sama tíma, og ekki nennum við að vera að hjakkast í einhverri meðalmennsku  stefni þá frekar bara á haustið ef ég verð ennþá í keppnishugleiðingum...  

Bjarney Bjarnadóttir, 29.11.2008 kl. 13:58

16 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég held að þú sért að taka hárrétta ákvörðun, að eyða öllum kröftunum í að klára námið með stæl, ekki viljum við heldur vera í einhverri meðalmennsku þar. Massar svo fitnessið bara á Bikarmótinu 2009.

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.11.2008 kl. 18:52

17 identicon

Skurðurinn að detta inn núna sérðu.... þökk sé smá svindli..... Ég segi: Það þarf að vera með :D ooog ekki leiðinlegt að vita til þess að það virkar líka :D :D Awwwww

Björkin (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 20:54

18 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég held það nefnilega að svindlið hafi kveikt í brennslunni.... Það verður þokkalega inni í næsta preppi :D

Ragnhildur Þórðardóttir, 30.11.2008 kl. 10:57

19 identicon

Flottur tónninn í Naglanum  Nú er ég farin að kannast við mína

Óla Maja (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:08

20 identicon

sjitt er ég glöð að sjá þetta stelpa... og mundu þetta nú þegar þú ferð að kötta um áramótin... það sem gerðist  var að þú varst OF öguð OF lengi og það veistu krútta mín.... ein svindlaseta á viku er nauðsynleg eða einn dag á tveggja vikna fresti and you know it baby :) way to go . veist hvar mig er að finna  en þú veist að mig fylgir skammarleg hreinskilni :)

stolt af þér krútta

Anna Bella

Anna Bella (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 548854

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband