Sukk og svindl

 

 Sumir kúnnar Naglans eiga stundum erfitt með að koma sér aftur á beinu brautina eftir að hafa tekið hliðarspor í mataræðinu.  Aðrir eiga erfitt með að borða ekki yfir sig þegar þeir svindla og þar er Naglinn líklega fremst í flokki.  Græðgin vill nefnilega oft taka yfirhöndina þegar maður kemst í djúsí mat eftir viku af hreinlæti í mataræðinu.

eating_too_much 

 

Naglinn tók því saman nokkur atriði sem eru hjálpleg við aðhafa stjórn á sér í sukkinu.

 

 

  • Borða máltíðina á veitingastað
  • Kaupa litlar pakkningar
  • Skammta sér sælgætið í litla skál
  • Henda leifunum af matnum ef eldað heima - leifar geta verið freistandi seinna um kvöldið eða daginn eftir.
  • Gefa krökkunum eða kallinum restina af namminu - það getur verið erfitt fyrir marga að vita af namminu inni í skáp.
  • Ekki hugsa eins og þetta sé síðasta svindlmáltíðin - matur verður alltaf til staðar
  • Setjast niður og borða - ekki standa á beit í eldhúsinu
  • Reyna að borða með öðru fólki - þegar maður er einn er auðveldara að borða yfir sig og/eða taka átköst (e. binge)
  • Ekki svelta sig allan daginn - best er að borða allar máltíðirnar sínar yfir daginn þá er ólíklegra að borða yfir sig í svindlmáltíðinni.
  • Borða hægt og njóta matarins, leggja niður hnífapörin öðru hvoru og taka smá pásur á milli. Þannig gefum við líkamanum tíma til að senda út skilaboð um seddutilfinningu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott reminder fyrir helgina.. :)

Heba Maren (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Fannst einmitt fín tímasetning að pósta þessum pistli á föstudegi :) Hvernig gengur þér annars Heba mín?

Ragnhildur Þórðardóttir, 27.3.2009 kl. 12:35

3 identicon

Takk fyrir góðar ráðleggingar

Kristín

Kristín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 00:25

4 identicon

Góðir punktar!

Valdís (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 19:07

5 identicon

herðu hefur gengið ágætlega nema þessi vika. Matarræðið var ekki alveg upp á sitt besta. Það slaknaði e-ð aðeins á mér þegar vigtin sýndi ekki hagstæðar tölur. Maður vill alltaf svo mikið og það helst í gær. En góðir hlutir gerast víst hægt, maður verður bara að muna það. :)

Heba Maren (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 22:10

6 Smámynd: Mama G

Ég er með tvo punkta til að bæta við sem ég nota á sjálfa mig:

  • Vera í þröngu buxunum á svindldögum
  • Hafa vigtun- og mælingardag alltaf daginn eftir svindldaga

Þessi tvö atriði halda alveg verulega aftur af mér þegar kemur að því að tapa sér í sukkinu

Mama G, 30.3.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 549116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband