Hvatning

Sumir eiga erfitt með að hvetja sjálfa(n) sig áfram á braut hollustu og hreyfingar og sjá stundum ekki tilganginn með öllum þessum hamagangi í ræktinni og hörku í mataræði.

Hvað hvetur þessa allra hörðustu til að mæta samviskusamlega í ræktina dag eftir dag eftir viku eftir ár, og sleppa sukkóbjóði og halda sig við hollari kosti í mataræðinu?

Naglinn tók saman nokkra punkta frá nokkrum gallhörðum stallsystrum sínum sem hafa náð hrikalegum árangri um hvað hvetur þær áfram.

“1. sumarið er á næsta leiti sem þýðir meira af beru holdi.
2. ég er að verða eldri og ætla ekki að verða tölfræðinni að bráð - að fitna með aldrinum
3. hreyfing heldur vitglórunni í lagi – ég elska endorfín kikkið eftir æfingu
4. ég sýni 5 ára dóttur minni gott fordæmi með því að borða hollt og hreyfa mig”

“Að setja lokatakmark sem ég veit að ég vil ná hvetur mig áfram.
Ég þarf innri hvatningu til að halda mig við ákvarðanir. Ytri ábyrgð hjálpar, en það er ekki nóg hvatning til að gera breytingar. Það verður að vera eitthvað sem ÉG vil.”

“Litlir hlutir hvetja mig áfram: breyting á því hvernig fötin passa, sýnilegri vöðvar, breyting á vigtinni.
Ég reyni að taka svengdinni fagnandi, og minni sjálfa mig á að það sem lítur út eins og fórnir (t.d að velja hollari kosti á veitingastað) eru í raun ákvarðanir mínar sem færa mig eitt lítið skref í átt að lokamarkmiðinu.
Girnilegur sukkmatur verður til staðar fyrir mig í framtíðinni.
Hver 100% dagur í mataræðinu er sigur sem ég fagna.”

“Heilsan mín hvetur mig áfram. Ég greindist með brjóstakrabbamein 29 ára gömul og vil gera allt til að vera hraust og njóta lífsins.”

“Að vera 30 kg of þung á 40 ára afmælinu mínu var ekki sá staður sem ég vildi vera á. Ég vildi vera hraust og í formi. Eftir því sem ég kemst í betra form því meira þróa ég markmiðin mín.”

“Ég vil líta vel út og líða vel í bikiníinu í sumar.”
“Ég vil vera grennri því ég vil ögra sjálfri mér, ég vil sjá hvaða árangri ég næ með því að halda mig við mataræðið og æfingarnar.”

“Ég greindist með krabbamein 31 árs, svo það er ekki erfitt að halda sig frá unnum viðbjóði og borða heilar óunnar afurðir þegar þú vilt gefa líkamanum bestu mögulega næringu.
Það er líka ögrun að sjá hversu langt ég get ýtt sjálfri mér og breytt því sem ég hef þegar byggt upp.”

“Ég vil að matur og líkaminn séu frelsi en ekki höft. Aðhald í mataræðinu veitir mér vald yfir mat og það finnst mér frelsandi.
Yfirþyngd og lítið sjálfstraust eru það ekki.”

“Bara að passa í gallabuxurnar aftur án þess að kafna. Það er skammtímahvatning.”

Það væri gaman að fá komment frá ykkur lesendum um hvað hvetur ykkur áfram, hvort sem er í ræktinni eða mataræðinu, nú eða hvoru tveggja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Sara

Mér finnst þetta frábært hjá þér að halda uppi þessari síðu um hreyfingu og mataræði, ég fer út að skokka á hverjum degi oft upp í 3 klukkutíma, reyni að forðast mjólkurvörur og sætindi, ger og  sykur ,hef gert þetta lengi,og borða ekki brauð, ég er ekki að segja að ég sé þveng mjó en er alveg ágæt eins og ég er...

Eygló Sara , 30.3.2009 kl. 11:56

2 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Þetta er afar hvetjandi lesning fyrir mig. En hvað gerir þú varðandi blóðsykursójafnvægi í kringum blæðingar? (segir sú sem sækir í súkkulaði þá).

Bryndís Böðvarsdóttir, 30.3.2009 kl. 23:20

3 identicon

Mín mesta hvatning er að horfa á stærstu handlóðin á rekkanum og geta ekki beðið eftir að ná þeim upp í bekkpressu með handlóðum!

Óli Jóns (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 08:06

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Eygló! Takk fyrir falleg orð og takk fyrir kvittið. Þú ert greinilega eiturhörð bæði í þjálfun og mataræði.... keep up the good work :-)

Bryndís! Hef aldrei fundið fyrir þessari sykurþörf í kringum blæðingar. En almennt séð þá er besta ráðið til að halda blóðsykrinum stöðugum að borða reglulega 5-6 x á dag, þá kemurðu í veg fyrir sykurfall sem margir finna fyrir sérstaklega seinnipart dags.

Óli! Þetta er almennilegt markmið, ánægð með þig drengur!! Með þennan metnað í brjósti muntu rífa í lurka-lóðin áður en þú veist af ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 31.3.2009 kl. 08:28

5 identicon

Allt hvetur mann áfram :) Gaman að sjá árangur, bæði á líkama og getu. Gaman þegar aðrir kommenta á hvað gengur vel. Fylgjast með duglegu fólki og þeirra árangri sem er endalaust tilbúið að miðla þekkingu (þú t.d. ;) ). Gaman að heyra börnin segja hvað maður sé duglegur og hvað maður hafi hlaupið langt - þetta er bara gaman. Fyrir utan hvað það er erfitt að byrja aftur ef maður hættir ;)

nafna (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 20:36

6 identicon

árangurinn er besta hvatningin :-)

Varðandi sykurþörf (í kringum blæðingar eða bara hvenær sem er) langar mig að tékka á þurrkkuðum ávöxtum, ég veit að þeir eru kolvetnaríkir, en þeir slá ansi hreint vel á sykurþörfina, eru þeir slæmir ef takmarkið er að missa fitu???

takk fyrir skemmtilega og fróðlega síðu sem virkar einmitt mjög hvetjandi ;-)

Harpa (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband