Raunhæfar væntingar

Þeir sem æfa og eru annað hvort í megrun eða að byggja sig upp, hverjar eru væntingarnar ykkar? Eru þær raunhæfar?
Naglinn hefur tekið eftir því hjá nokkrum (og sjálfri sér) að þær eru oft hreinlega ekki í takt við raunveruleikann.

Margir leggja upp með að þeir munu missa heilu bílfarmana af mör eins og í Biggest Loser þáttunum.
Eða að þeir munu byggja upp slíkt magn af gæðakjöti að sjálf Eikin myndi skammast sín. Margar konur vilja alls ekki prógramm sem gerir þær rosalega massaðar.
Naglanum þykir fyrir því að skvetta þessari vatnsgusu framan í fólk, en hvorki karlar og alls ekki konur, geta bætt á sig fleiri kílóum af vöðvamassa á einu prógrammi. Það er líffræðilega ekki hægt, nema að sprauta í sig þar til gerðum efnum.

Lýsið lekur heldur ekki í stríðum straumum frá “day one” á nýju prógrammi og mataræði. Það getur tekið líkamann nokkrar vikur að komast í fitubrennslugírinn. Hann streitist á móti fram í rauðan dauðann, og því minna sem þú borðar því þrjóskari verður hann. Ef þetta væri nú svo auðvelt þá myndu allir spranga um með Baywatch skrokk.

Ef þú ert ekki sátt(ur) nema að vera 5 kg léttari á einni viku eða að komast í næstu stærð fyrir neðan í gallabuxum um næstu helgi, þá þýðir það ekki að þú sért ekki að ná árangri.

Á ákveðnum tímapunkti þurfum við setja okkur raunhæf markmið og hætta að vona að það sem við erum að gera sé eitthvað kraftaverk sem muni vippa rassinum á okkur í form á einni nóttu.

Breytingar eru að eiga sér stað í líkamanum þó við sjáum þær ekki frá degi til dags, jafnvel frá viku til viku.

Skilaboðin eru að væntingarnar verða að vera raunhæfar, það er ekki hægt að missa meira en ½ - 1 kg á viku nema að missa vöðvamassa líka, og þá hægist á allri brennslu og líkaminn verður hneigðari til að geyma fitu. Þess vegna er ekki gott að grípa til einhverra dramatískra aðgerða í örvæntingu yfir að árangurinn sé ekki sá sem lagt var upp með í upphafi.
Þess vegna er gott að endurskoða markmiðin sín reglulega, og þó árangurinn sé ekki alveg sá sem vonast var til í upphafi er það allt í lagi svo lengi sem við erum að stefna í rétta átt… þó það séu hænuskref.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, ég er nýbyrjuð að æfa - auðvitað vil ég vakna einn daginn með þrusukropp sem sómir sér best í bikini, en ég er mest að þessu til að verða heilbrigð og sátt við sjálfa mig. Ég á núna litla stelpu (ekki lengur nógu lítil til að ég geti skýlt mér á bakvið hana...) sem ég verð að vera góð fyrirmynd fyrir. ;)

Vinkona mín sem er að læra til einkaþjálfara og er að keppa í fitness er búin að hjálpa mér mikið - og núna mæti ég í ræktina 5-6 sinnum í viku og bæði lyfti og brenni eftir prógrammi frá henni, svo er ég einnig að taka matarræðið í gegn hjá mér.. sem er minn akkilesarhæll! 

Síðan þín er frábær, og ég held ég sé búin að lesa nánast alla pistlana þína - notaðist meira að segja við eina uppskriftina af síðunni í vikunni. ;) 

Takk fyrir mig! ;) 

Alfa Dröfn (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 17:05

2 identicon

Hæhæ ég held að það sé komin tími til að ég láti af þessu verða að kommenta hehe þetta er snildar pistill einsog flestir pistlar hérna en þeir fá mann einmitt alltaf til að hugsa...ég er alveg lifandi sönnun þess einsog margir aðrir að mataræðið er númer 1 2 og 3 vegna þess að ég mæti mjög samviskusamlega í ræktina en er búin að vera í sömu þygnd LENGI ekki það ég er búin að missa 10-12 kíló en ég næ ekki þessum síðustu 7 kg og það er bara útaf matargræðgi haha En málið var nú að ég vildi bara þakka fyrir mig ;) þessi bloggsíða er frábær ;)

Kv. Æfingafélagi Þrúðar ;)

Ása (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 09:44

3 Smámynd: Mama G

Til langs tíma er markmiðið mitt að vera alltaf í eins góðu formi og hægt er að vera miðað við "aldur og fyrri störf", án þess þó að vera í keppnisformi.

Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir það mig mestu máli að hafa heilsu í að njóta lífsins með börnunum mínum, þó það skemmi nú ekkert fyrir að taka sig vel út í sundfötunum líka

Mama G, 7.4.2009 kl. 10:15

4 identicon

Góða pælingar, eins og ávallt!

Vil líka benda á að maður má ekki bara einblína á árangurinn á vigtinni eða ummálinu heldur líka á æfingunum sjálfum. T.d. meira og betra þol í dag en í seinustu viku, meiri þyngdir á lyftingaræfingum o.s.fr.  Svona fyrir utan almennt betri líðan andlega sem líkamlega!

Það að stunda líkamsrækt að staðaldri og gera hana að daglegri rútínu hjá sér snýst um svo margt annað en stærðina á rassinum.

Því miður eru bara svo margir sem endast ekki nægilega lengi í ræktinni til þess að átta sig á þessu og hanga bara í kg-um og cm-um.

Helga (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 11:46

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Alfa! Takk fyrir kvittið. Alltaf gaman að heyra frá lesendunum og hvað þeir eru duglegir. Frábært hjá þér að vera góð fyrirmynd fyrir dóttur þína og setja heilsuna í forgang.

Ása! Takk fyrir falleg orð, maður roðnar bara. Fitutap fer nær eingöngu fram í gegnum aðhald í mataræðinu, þjálfunin styður bara við mataræðið. Vertu dugleg, kveðja til Þrúðar.

Mama G. Maður sér það alltaf betur og betur hvað hreyfingarleysi hefur rosaleg áhrif á heilsuna síðar á ævinni og ekki ætlum við að vera með ónýt hné og áreynsluastma með barnabörnunum.

Helga! Þetta er einmitt stór þáttur sem fólk horfir framhjá og einblínir á spegilinn og málbandið. Það er dásamlegt að fylgjast með styrktaraukningunni hjá kúnnunum mínum frá einni viku til annarrar. Margir eru að sýna þvílíkar bætingar.

Ragnhildur Þórðardóttir, 7.4.2009 kl. 15:46

6 identicon

Ofboðslega er þetta flott síða hjá þér. Ég bara dáist að þér fyrir að gera þetta svo er þetta svo vel skrifað hjá þér og allt svo vel skiljanlegt á íslensku meir að segja orð sem ég ætti erfitt með að þýða frá ensku yfir á íslensku eru svo vel orðuð hjá þér að ég bara vá. Þú mátt sko vera stolt af þér !

Svo ertu að kenna fólki sem ekki kann enksu hellings fróðleik og öðrum líka sem hafa áhuga á þessu - fólk sem einmitt spyr þjálfarann sinn en þjálfarinn hefur ekki tíma til að útskýra allt sem viðkemur þessu. Mér finnst þetta virkilega flott síða hjá þér til hamingju og endilega haltu þessu áfram.

Gunna (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 10:14

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Gunna! Vá ég er bara orðlaus yfir öllu þessi hrósi. Hjartans þakkir fyrir þessi fallegu orð í minn garð og takk fyrir að kíkja í heimsókn.

Ragnhildur Þórðardóttir, 10.4.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 549140

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband