Óviðeigandi hegðun í ræktinni

Naglinn hefur séð ýmislegt í ræktinni í gegnum tíðina.
Má þar nefna fjölbreyttan klæðaburð, nýstárlegar æfingar, sérkennileg hljóð og aðra tilburði.

En aldrei hefur Naglinn orðið vitni að því að fólk mæti með börnin sín í salinn á æfingu.

Undanfarna daga hefur maður mætt í ræktina með drenginn sinn sem er c.a 6 - 8 mánaða gamall, stillt honum upp við lyftingabekk og farið svo að pumpa sjálfur. Drengurinn er látinn hanga á bekkbrúninni tottandi snuðið og pabbinn sinnir honum síðan á milli setta.
Það tók svo steininn úr þegar hann notaði drenginn sem mótstöðu í kviðæfingum.

Getur svonalagað verið leyfilegt? Stöðin hlýtur að vera með einhverjar reglur um börn í lyftingasalnum.

Eitt er að koma ræktinni inn "no matter what" en fyrr má nú aldeils fyrr vera.
Naglinn veltir fyrir sér hvort ekki megi flokka slíka meðferð á drengnum undir barnaverndarmál, því þarna er verið að setja hann í lífshættulegar aðstæður. Hvað ef einhver missir lóð ofan á barnið, eða hrasar um það með lóð í höndunum? Hann gæti hæglega kramist til dauða undir einni 20 kg lóðaplötu.

Naglinn hefur sent manninum hneykslunaraugnaráð og tekið eftir augngotum frá öðrum ræktarrottum hversu óviðeigandi öllum þykir þetta atferli mannsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það í Danaveldi, er ekki barnagæsla í líkamsræktarstöðvum? Mér finnst þetta alveg fyrir neðan allar hellur, einmitt í ljósti slysahættu eins og þú bendir á. Mér finnst að starfsfólk stöðvarinnar eigi að taka fyrir svona.

Ég hef reyndar aldrei séð svona en í WC í Hfj. þá er barnahornið inn af salnum og engin gæsla sem slík, bara herbergi sem krakkarnir geta leikið sér í. Þar eru stundum krakkar að þvælast fram til að leita að foreldrum sínum og það finnst mér einmitt ekki viðeigandi, þau eru ekki mikið að velta fyrir sér hvort einhver sé með lóð á niðurleið akkúrat þegar þau ganga undir. Reyndar er þetta ekki algengt og foreldrar oftast duglegir að fara með þau aftur í krakkaherbergið.

Anna María (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 17:32

2 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Ég hef séð hérna á Íslandi þegar par mætti með krakkann sinn, nokkurra mánaða, í burðarstólnum og plantaði honum uppá lyftingabekk, og burðarstóllinn datt svo niður af bekknum Svo sé ég líka oft fólk með börnin sín inní lyftingasalnum þegar barnagæslan er lokuð, krakkarnir bara á vappinu í kringum foreldra sína á meðan þau lyfta, og mér finnst foreldrarnir oft ekki vera að spá í hvort krakkinn sé að fikta í tækjunum í kring! Ég er reyndar algjör gribba og bendi fólki yfirleitt á að tækjasalurinn sé ekki fyrir börn, en bendi þeim jafnframt á að ég sé með þeirra hag í huga..!

Bjarney Bjarnadóttir, 14.4.2009 kl. 22:20

3 identicon

Barnapössun í líkamsræktarstöðvum er algjör snilld, en lenti í því miður skemmtilega atviki fyrir nokkrum vikum að gleyma ipodinum heima og þá var það eina sem glundi í eyrunum stefið úr Línu Langsokk sem var spilað óhemjuhátt úr barnasalnum og öðrum til varnaðar þá sómar það sér ekki vel sem undirspil í deadi.

En Ragga, hefur þú einhver tips fyrir meðal Jóninn hvernig hægt er að ná meiri breidd á brjóstkassann? Finnst eins og eina stækkunin sem að ég tek eftir er í þykkt...

Óli Jóns (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 08:08

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já ókei, Helgi tók af mér tækifærið til að svara. En eins og hann segir réttilega þá kemur víddin, þetta X shape sem vaxtarræktarmenn hafa, frá lötsunum. Upphífingar eru langbestar til að bæta í massann á lötsunum og þar með breikka þá, fókusaðu vel á negatífuna, stjórnaðu henni - ekki láta bara gossa niður. Svo eru einangrandi æfingar eins og niðurtog með undirhanda eða þröngu gripi mjög góðar fyrir neðri hluta latsana (rhomboids) sem viðbót.

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.4.2009 kl. 10:56

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Anna María! Það er barnapössun í einhverjum stöðvum, en ég held að það sé ekki í þessari ákveðnu stöð. Það er í annarri sem ég fer oftar í, en hún er bara opin seinnipartinn samt. Algjör kryppa og staurfótur í gangi :-/

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.4.2009 kl. 11:52

6 identicon

Þúsund þakkir

Óli Jóns (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 13:00

7 identicon

Ég æfi yfirleitt í lítilli stöð og oft eru foreldarnir að leyfa börnunum að leika sér á upphitunartækjunum. Ekki ósjaldan sem maður sér krakka nánast hendast af hlaupabrettinu eða þá að missa stjórnina á cross trainernum. Ég hiklaust segi börnunum að þetta sé bannað og ef foreldrarnir skipta sér af þá bendi ég þeim á það sem stendur áberandi stöfum inni í stöðinni. Salurinn er bannaður börnum undir 14 ára.

................................... (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:13

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Helgi! No worries... takk fyrir þitt innlegg.

Nafnlaus! En hvað segja starfsmenn stöðvarinnar um það að börnin séu að príla á tækjunum ?

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.4.2009 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 549124

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband