Eitrað fólk

Líttu í kringum þig. Hverjir eru í kringum þig núna? Sjáðu fyrir þér vinahóp þinn, vinnufélaga, fjölskyldu og þá sem þú eyðir mestum tíma með.
Niðurstöður rannsókna sýna að besta vísbending um árangur í fitutapi er ekki félagsleg staða, menntun eða annað sem áður hefur verið margtuggið á. Það er fólkið í kringum þig og félagslegi stuðningurinn sem þú færð frá þeim.
Þess vegna er mikilvægt að meta félagsleg sambönd sín, þ.m.t samband við maka, bestu vini og nánustu fjölskyldu. Þetta fólk getur hjálpað þér að ná markmiðum þínum, eða það getur staðið í vegi fyrir því að þú náir þeim. Þau geta jafnvel meðvitað reynt að fella þig, jafnvel makinn eða besti vinur þinn… sérstaklega makinn og besti vinurinn/vinkonan.

Jákvæð sambönd

Margir kjósa að breyta um mataræði með vini, maka, kærustu/kærasta. Þetta er mjög góð hugmynd. Konur þrífast best í félagsskap, æfingafélaga og/eða megrunarfélaga. Sama gildir um karlmenn, sérstaklega ef um samkeppni er að ræða. Menn keppa hver við annan á meðan konur styðja hvor aðra.
Pörum farnast líka vel að breyta um mataræði saman. Til dæmis þegar þú færð þér nítjánda prótinsjeik vikunnar á meðan makinn treður pizzu í andlitið á sér getur fjandinn orðið laus. Sá sem er í megrun lætur pizza-slafrarann fara í taugarnar á sér, eða að pizza-slafrarinn þolir ekki viljastyrk þess sem er í megrun fyrir að takast á við sitt þyngdarvandamál.
En með því að breyta um mataræði saman eru öll slík vandamál úr sögunni, ef um er að ræða jákvæðan félagsskap.

Jákvætt samband er styðjandi. Það getur verið styðjandi í gegnum jákvætt pepp og hvatningu. Eða í gegnum “harða ást”. Sumt fólk bregst betur við munnlegu sparki í rassinn en einhverjum vemmulegum strokum.

Í jákvæðum samböndum hvetur önnur manneskjan hina til að halda sig á beinu brautinni.

Neikvæð sambönd

Neikvæðir æfinga-og megrunarfélagar eru hvetjandi en bara á neikvæðan hátt. Í neikvæðum samböndum brýtur fólk ekki hvert annan niður, heldur vinnur saman að því að réttlæta svindl í mataræðinu, að sleppa æfingum eða taka ekki nógu vel á því.

Hugarfarið er eins og hjá glæpafélögum. Ef einn segir að hann ætli að sleppa ræktinni í dag mun hinn beita sig sjálfsréttlætingum og sleppa henni líka. Makar réttlæta svindl-máltíð á virkum dögum fyrir hinum sem er í megrun.

Þessi tegund af neikvæðum stuðningi er þægileg því fólki líður betur með óheilbrigða hegðun sína innan hóps með sömu hegðun. Innan sálfræðinnar kallast þetta fyrirbæri “deindividuation”. “Þú lýgur að mér, ég lýg að þér og allir eru glaðir” virðist vera mottóið í svona hópum.

Einfarinn

Flestir fara einir í megrun, oftar en ekki heyra þeir linnulaust hvað þeir eru klikkaðir. Stærsti óvinur megrunar er ekki skyndibiti og þægilegir sófar, heldur annað fólk. Í mörgum tilfellum má flokka þetta fólk sem Eitrað fólk.

Eitruð manneskja er einhver sem heldur aftur af þér, brýtur þig niður, lætur þig upplifa neikvæðar tilfinningar reglulega,
Þannig að þér líður eins og klósettpappír. Þetta getur verið vinur, vinnufélagi, fjölskyldumeðlimur, jafnvel maki.

Megrunarhryðjuverkamaður ætlar að skemma þína þjálfun og megrun. Þetta getur hann/hún gert opinberlega og undir rós
Hér eru nokkur dæmi:

* Makinn eldar uppáhalds svindlmáltíðina þína og hvetur þig til “að lifa lífinu” og gefa skít í megrunina”

* Vinur kemur með athugasemd en með neikvæðum undirtóni:
“Já þú hefur grennst, en þetta getur nú ekki verið hollt.”

“ Það er frábært að þú sért búin(n) að grennast en kemur þetta ekki alltaf aftur á mann?”

“Ekki myndi ég nenna að borða svona eins og þú.”

* Vinnufélagi sem veit að þú ert í megrun býður þér sukkmat hægri-vinstri. Hann/hún veifar snúðum í smettið á þér í gríni, og segir að þú sért “heilsufrík” eða “öfgamanneskja”.

* Makinn þinn reynir að tala þig ofan af því að fara í ræktina, eða lætur þig fá samviskubit yfir því að fara.

"Af hverju geturðu ekki eytt tíma með mér í staðinn fyrir að fara í ræktina?”

"Það er hart í ári hjá okkur en þú getur samt eytt 5000 kalli á mánuði í kort í ræktina.”

"Af hverju ferðu svona oft í ræktina? Ertu að hitta einhvern/einhverja þar? Ertu þar til að horfa á stælta kroppa?”

Af hverju gerir fólk þetta? Það getur verið meðvitað eða ómeðvitað. Yfirleitt er þessi hegðun sprottin af afbrýðissemi og ótta.
Dæmi: Makinn (sem er laus við ræktarfíknina) sér að þú missir fitu og ert að köttast upp. Líkaminn lítur betur og betur út. Makinn hræðist að þú munir yfirgefa hann/hana fyrir einhvern sem lítur betur út, þá er allt reynt til að eyðileggja þína vegferð til “að halda í þig”.
Ranghugmyndir dauðans, en því miður alltof algengt.

Annað dæmi er afbrýðissamur vinur/vinkona. Hann/hún sér sjálfsaga þinn og dugnað, hvernig líkaminn tekur breytingum frá einni viku til annarrar. Hann/hún á margar árangurslausar tilraunir fitutaps að baki og afbrýðissemin út í þinn árangur tröllríður öllu. Tilraunir til eyðileggingar geta verið í hinum ýmsu myndum: neikvæðar athugasemdir um þinn nýja lífsstíl, freista þín með óbjóðsmat, hrósar þér aldrei fyrir árangurinn og taka ekki undir það með öðrum. Jafnvel dreifa óhróðri um að þú hljótir að vera á einhverju ólöglegu eða með búlimíu/anorexíu.

Þetta er auðvitað sprottið af vanmetakennd og til þess að láta þeim sjálfum líða betur. Eitrað fólk þolir ekki að sjá aðra ná árangri. Sjálfsagi þinn og árangur er eins og blaut tuska í smettið á þeim og afsakanir þeirra verða skyndilega svo aumkunarverðar. Svona vælukjóar verða ekki fyrir áhrifum frá dugnaði þínum, þeir verða móðgaðir.
Öfundin er rót alls ills.

Eitraðir makar nota sömu taktík. Maður hefði haldið að menn og konur vildu að makar sínir næðu af sér lýsinu. Ekki ef hann/hún er eitruð manneskja, þá er allt reynt til að halda henni í sömu holdum.
Af hverju? Gríðarlegt óöryggi. Þá getur viðkomandi verið viss um að ekki sé reynt að leita að einhverju betra.

Hljómar fáránlega en er því miður algengara en ein með öllu. Algengasta línan sem kemur frá þessum hryðjuverkamönnum er: “Elskan mín, ég elska þig alveg eins og þú ert. Þú þarft ekki að grennast.”

Kjaftæði!!
Þarna er verið að traðka á möguleikum annarrar manneskju. Burtséð frá fagurfræði, þá má setja spurningamerki við alla þá sem vilja ekki að maki þeirra geri jákvæðar heilsufarslegar breytingar á lífi sínu.
Þegar makinn segir “Elskan mín, þú mátt nú alveg við því að hreyfa þig meira og hugsa betur um mataræðið” þá er óþarfi að grenja yfir mannvonskunni. Það eru svoleiðis makar sem eru þess virði.

“Ég elska þig eins og þú ert, þú þarft ekkert að breyta neinu” er kurteisislegur máti að segja “Ég fæ vanmetakennd og finnst ég vera latur/löt ef þú kemur þér í form en ekki ég. Gerðu það að halda áfram að vera feitur/feit og auka líkurnar á hjartasjúkdómum, krabbameini og sykursýki. Það er betra að þú deyir um fimmtugt úr heilsufarslegum komplikasjónum, en að ég sé óöruggur eða finnist ég þurfa að koma mér í form.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía

Það er margt umhugsunarvert þarna.  Takk fyrir góðan pistil

Soffía, 19.7.2009 kl. 12:42

2 identicon

rosalega margt satt og rétt.

Takk fyrir góðan pistil, eins og ávallt :)

DG (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 13:29

3 identicon

Takk fyrir óborganlega pistla! Hrista heldur betur uppí manni......

Það er nefnilega þannig að það er maður SJÁLFUR sem stendur undir þessu öllu saman

kv.Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 14:23

4 identicon

Þú ert meiri snillingurinn.. eins og talað úr mínu hjarta.

Maja byfluga (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 23:26

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk skvísur fyrir hrósið.

Maður þarf að spá verulega í það hverjir í sínum nánasta hring draga úr manni, og hverjir hvetja mann áfram. Ég þekki það af eigin raun, sumt fólk mun bara ekki gleðjast með þér yfir árangrinum eða hrósa fyrir dugnaðinn. Maður má samt ekki leyfa því að hafa áhrif á sig og halda sínu striki.

Ragnhildur Þórðardóttir, 20.7.2009 kl. 06:48

6 identicon

amen við því.. þetta er því miður staðreynd og yfirleitt er þetta fólk alveg í innsta hring..

 en hvað gerir maður.. hættir að tala við þetta fólk eða bara algjörlega hunsar það.. hvað ef þetta eru foreldrar eða sistkyni?

bara svona pæling..

 Takk enn og aftur fyrir að vera þú og pósta svo frábærum pistlum á netið..

Heba Maren (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 08:43

7 identicon

Ég skipti um vinnustað í vor og tók mjög vel eftir þessu, mataræðið hjá mér hrakaði svakalega. En eftir smá tíma fór það nú haftur í fyrra horf, þegar fólk fór að venjast þessu.

Óli Jóns (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 09:26

8 identicon

Brútal færsla, en margt satt og rétt. Mér finnst líka óþolandi þegar maður kemur með jákvætt ræktar-eða kílóakomment um sjálfan sig og viðmælandinn færir það uppá sjálfan sig neikvætt.

Dæmi:

A: Ég er búin að grennast um 5 kíló!

B: Oh, ég er búin að fitna svo mikið undanfarið. Ömurlegt alveg, gengur ekkert að grennast og borða hollt. Ég á eftir að verða miklu feitari en þú...

A: Eeeeh..hva, neinei...

Hvurn fjandann á maður að segja? Má maður ekki bara eiga sitt hrós - þó sjálfhrós sé??? Ég á sem betur fer mjög hvetjandi maka en ólíklegasta fólk í nánustu fjölskyldu er ekki hvetjandi nema síður sé.

Æsa (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 14:21

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Heba! Því miður þá getur maður ekki hundsað sumt fólk t.d fjölskyldumeðlimi. Galdurinn er að láta þetta ekki snerta sig, en það getur oft verið þrautinni þyngri.

Óli! Vinnufélagarnir eru það allra versta, það er alltaf skotleyfi á þann sem borðar hollt og í lagi að kommenta á matinn hægri-vinstri. Óóóþolandi.

Jóhanna! Ekki láta foreldrana hafa áhrif á þig, haltu þínu striki.

Æsa! Láttu mig kannast við svona karaktera, fólk sem getur aldrei samglaðst með öðrum. Svo eru týpurnar sem segja ekki orð þó þú missir haug af kg, öfundin mín kæra..... leiðinlegt fyrirbæri.

Ég er einmitt jafn heppin og þú, makinn minn er snillingur og hefur alltaf stutt mig 100%.

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.7.2009 kl. 11:19

10 identicon

Díses hvað það er mikið til í þessu og ég hef nú alveg tekið eftir þessu.  Réttlæting á svindli, slepp á ræktinni, ef ég borða feitt, þá er betra að einhver annar borði jafn mikið feitt svo samviskan friðist.

 Svo þetta með að maður sé nú bara kominn með anorexiu eða sé á sterum eða eitthvað sem fólk sem er ekki að gera neitt í sínum málum og nennir engu segir.  Eða komment eins og djöfull ertu búin að horast, þú mátt nú ekki grennast meira o.s.frv. Afbrýðisemin að drepa fólk.

Þetta fólk sér ekki að maður púlar í ræktinni 4x í viku og hreyfir sig svo fyrir utan það, og að maður er sí borðandi...

Gæti skrifað svo langt svar en þetta er nóg :) bara fyndið hvað maður getur jánkað við mörgu af ofangreindum atriðum :)

Herdís (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 12:05

11 identicon

Margt til í þessu en ekki samt alveg dissa allt sem fólk minnist á. Naglinn viðurkennir það nú sjálfur að hafa verið á rangri braut í langan tíma og hefði þá kannski mátt hlusta á áhyggjuraddir.
Ekki allt sem er sagt er sagt af afbrýðisemi...stundum hefur fólk raunverulegar áhyggjur...kannski veit fólk bara ekki betur og þá er hægt að leiðrétta misskilninga og stundum eru áhyggjur réttmætanlegar því eins og við vitum þá eru því miður alltof mikið um óraunhæfar staðalímyndir og fleira sem hafa slæm áhrif á sjálfsmyndir fólks sem getur leitt til þess að fólk grípi til rótækra aðgerða og allskyns vitleysu og hættulegastar eru þá ýmsar átraskanir sem geta fylgt í kjölfarið.

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 549061

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband