Hangandi á hor-riminni

Naglinn gerði óvísindalega könnun hér til vinstri á síðunni á því hvað fólk telur eðlilegan hitaeiningafjölda fyrir fitutap.
Naglinn hefur grátið sig í svefn yfir þeim sem völdu 1000 og 1200 he hnappinn. Það er rétt nóg til að halda líkamsfúnksjón í lagi, en þá á eftir að knýja áfram átökin í ræktinni, og halda þér gangandi í gegnum vinnudaginn, sjá um börnin, versla í matinn og alles.
Hver vill lifa á hungurmörkum? Af hverju að gera lífið að slíkri kvöl og pínu??

Rétta svarið er að hitaeininga fjöldi fer eftir þyngd hvers og eins, og er því afstæð. Þetta er ekki “one size fits all”, og reytir Naglinn hár sitt við að heyra að enn sé verið að dreifa út þeim óhróðri að þú þurfir 1500 eða 1200 hitaeiningar til að missa fitu, og þetta er sagt bæði við 100 kg karlmann og 60 kg konu. HALLÓ!!!
Þarf stærri bíll með stærri vél ekki meira bensín? Sama gildir um mannskepnuna. Það krefst meiri orku að knýja áfram stærri líkama.

Það er skelfilegt að heyra um fólk sem fylgir í sakleysi sínu slíkum rugl-ráðleggingum.
Brennslukerfið fer allt í hönk því líkaminn heldur að sé hungursneyð og harðneitar að láta fituna af hendi, en er skítsama um vöðvakvikindin, þau eru hvort sem er svo frek og hrifsa til sín þessar örfáu skitnu kaloríur sem láta sjá sig.
Afleiðiningin er snar lækkaður grunnbrennsluhraði af því vöðvatutlurnar eru á bak og burt. Þyngdin hefur þar af leiðandi lækkað (vöðvavefur er þyngri en fituvefur), og viðkomandi hoppar hæð sína af gleði.
En Adam er ekki lengi í Paradís, þegar í ljós kemur að letihaugurinn fituvefurinn er enn á sínum stað og fötin passa alveg jafn illa.
Frekari tilraunir til fitutaps eru vægast sagt grátlegar, enda vöðvarnir sem sjá um að halda grunnbrennslunni í botni eekki lengur í partýinu og því þarf alltaf að lækka og lækka kaloríurnar til að grennast.
En hversu mikið neðar geturðu farið ef þú byrjaðir í 1200 kal? Ætlarðu niður í 1000 kvikindi, sem er varla nóg til að halda meðalstórum naggrís gangandi?

Þess vegna er betra að byrja í eðlilegum fitutaps hitaeiningafjölda til að geta svo skorið niður, án þess að hengja sig á hor-rimina.
Til þess að finna út hvaða hitaeiningar þarf til að missa fitu er best að finna út í hvaða hitaeiningafjölda þú viðheldur þyngdinni.
Það er yfirleitt líkamsþyngd í kg * 30-33.
Þegar þú hefur fundið þá tölu skaltu draga 10-20% frá og þá ertu komin(n) með fitutaps hitaeiningafjölda.
Aðlaga svo eftir árangri eða árangursleysi. Ertu að missa, ertu að missa of hratt, ertu ekkert að missa o.s.frv. Þess vegna er mikilvægt að mæla sig á 2-3 vikna fresti til að geta gert breytingar ef þarf.

Í guðs bænum hættið að hlusta á bábiljurnar um 1200 kaloríurnar… það passar fínt ef þið eruð í dauðadái.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ragga, getur þú útskýrt þessa formúlu betur ???  Á að margfalda þyngdina með 15-16 ???  Ég fæ út  1200 he, hungurmörk s.s. :-)

Bestu kveðjur og þúsund þakkir fyrir gagnlega pistla

Jóhanna G. Ól (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 11:21

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sorrý... gerði smá villu, ég hugsa nefnilega alltaf líkamsþyngd í pundum.

Búin að breyta, reiknaðu nú... alveg viss um að þú ferð langt frá riminni núna ;o)

Ragnhildur Þórðardóttir, 7.8.2009 kl. 11:42

3 Smámynd: Mama G

Já, það er dáldið rosalegt að það hafi ekki fleiri en uþb. 50% merkt við "Fer eftir þyngd viðkomandi". Greinilegt að það er þörf á þínu bloggi áfram!

Mama G, 7.8.2009 kl. 12:13

4 identicon

Takk, mér líst mikið betur á þetta :0) Rúmar 2000 he á dag er gott mál fyrir matargatið mig

Jóhanna G. Ól (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 12:17

5 identicon

WORD!!!

Sylvía (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 12:32

6 identicon

Hefurðu einhverja reynslu eða heyrt af ''volume'' æfingum (as in German Volume Training)?

Óli Jóns (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 14:35

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Mama G! Ég var í sjokki, og að einhver skuli í alvörunni hafa merkt við 1000 kvikindi!!

Jóhanna! Það er mun skárri tala en hungurmörkin ;o)

Óli! Já ég hef nokkrum sinnum tekið GVT, aðallega Nickel & Dime prógrammið. Virkar mjög vel til uppbyggingar, að því gefnu að fólk borði rétt til að styðja við vöðvavöxt. Þetta prógramm er mikil áreynsla, og mikilvægt að passa hvíldina á milli æfingadaga.

Ragnhildur Þórðardóttir, 7.8.2009 kl. 18:51

8 Smámynd: Soffía

Ég var í fjarþjálfun í einhverja mánuði hjá ónefndum þjálfara í vetur og sá sagði mig ekki mega borða meira en 1500 he á dag en m.v. þessa formúlu þá er það way off.  Þá hefði ég þurft að vera einmitt ca 60 kg en ekki .. kg eins og ég er í raun og veru.  Takk fyrir þennan pistil. 

Soffía, 8.8.2009 kl. 17:08

9 identicon

Þú ert snillingur Ragga   Skemmtilegar myndlíkingar að venju!

Soffía Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 14:10

10 identicon

hahaha....... ég var ljóska og svaraði of fljótt, ég sagði kalórífjöldann sem ÉG sjálf á að borða á dag  las svo spurninguna alla þegar ég var búin að svara, thíhíhí....

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 15:59

11 identicon

Þetta er ágætis pistill hjá þér en þú fellur samt svolítið í "one size fits all" gryfjuna, eða nálægt því. Þú segir að rétta svarið sé að hitaeiningafjöldi fari eftir þyngd hvers og eins. Það er ekki rétt. "Réttur" hitaeiningafjöldi fer eftir líkamstegund hvers og eins. Ég ætla ekki að fara of djúpt í þetta en í grunninn þá eru til 7 "gerðir eða tegundir" af líkömum. Þessar 7 tegundir skiptast síðan í undirflokka með blöndu af ýmsum einkennum líkamsstarfseminnar. Í stuttu máli þá eru þessi einkenni tengd beinabyggingu, vöðvabyggingu, efnaskiptum (brennsluhraða) o.fl. Ég get nefnt dæmi um 3 karlmenn, allir eru 190 cm á hæð og 90 kg.

Sá fyrsti er algerlega fitulaus (eða svo gott sem) og það skiptir hann engu máli hvað hann lætur mikið ofan í sig né hversu mikið (af hitaeiningum þ.e.a.s.). Hann er alltaf með sama magn af fitu á sér, mjög lítið þ.e.a.s.

Næsti hleypur fljótt í spik ef hann sukkar í matnum í nokkrar vikur. Hann getur hins vegar tekið mataræðið í gegn, borðað 2400 kal á dag í 6 vikur og fitan gersamlega rennur af honum. 

Sá þriðji hleypur einnig fljótt í spik ef hann sukkar í matnum í nokkrar vikur. Hann getur hins vegar ekki náð því af sér á nokkrum vikum með að taka mataræðið í gegn og borða 2400 kal á dag. Ástæðan er sú að líkaminn hrekkur í vörn og stöðvar brennsluna. Þetta vandamál þekkja flestir. Ef hann hins vegar borðar 4500 kal á dag og lætur fituhlutfallið í fæðunni vera cirka 30-40% af heildarkaloríunum þá hrekkur líkaminn í "öfuga" vörn, þ.e.a.s. hann byrjar að brenna hraðar og fitan rennur hægt og rólega af honum.

í þessum dæmum er ég auðvitað að gera ráð fyrir að æfingaálagið sé svipað hjá öllum þrem. En til að draga þetta saman þá er niðurstaðan sú að engir tveir eru eins, það er einfaldlega staðreynd ;)

P.s. Meiningin er að hafa þetta uppbyggilegt innlegg í umræðuna ;)

Stefán (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 13:39

12 identicon

Sæl Ragga alltaf gott að geta komið hér inn.. og fengið góða punkta.. ég er búin að reikna þetta út fyrir mig og kemru þá í ljós að ég eigi að innbyrgða 1550 he. Ég verð að segja að ég get oft verið nokkuð rugluð í þessum he. en veit þó samt að skyndó, kók og mars og allt það er nokkuð fleiri he. Ég er hinsvegar að spá í hvort þú gætir gefið mér dæmi með því að setja upp einn matardag sem inniheldur ca þennan fjölda?

Kv Adda

Adda (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 549143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband