Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

I never met a calorie I didn't like

Jæja páskarnir liðnir og það er ekki laust við smá eftir-frís niðurfall (post holiday blues) hjá Naglanum eftir að hafa spókað sig um götur Berlínarborgar yfir hátíðirnar.  En nú tekur hversdagurinn við, og að sjálfsögðu þarf Naglinn að taka á honum stóra sínum í ræktinni til að losna við lýsið sem hlóðst upp í Þýskalandsförinni, því ekki voru eggjahvítur á boðstólum þar ónei.  Hitaeiningafjöldinn sem innbyrtur var í þessari ferð í formi páskaeggja, morgunverðarhlaðborðs, tyrkneskra kræsinga hleypur eflaust á milljónum.

Fór reyndar í ræktina þarna úti á laugardagsmorgninum og ætlaði á mánudagsmorgun líka en það datt upp fyrir og engin afsökun fyrir því önnur en leti og ég er ennþá reið út í sjálfa mig yfir því.

Nú verður aldeilis spýtt í lófana enda eru bara tæpar 4 vikur í Þrekmeistarann.  Ég ætla að splæsa á mig mánaðarkorti í World Class, því aðstaðan þar til að æfa brautina er miklu betri en í Hreyfingu.  Í WC eru flest tækin úr brautinni á sama svæðinu og kassinn fyrir uppstigið í réttri hæð, og þessi fína róðravél en ekki veitir mér af að púla aðeins á henni.  Ég er líka komin með pínu leið á að æfa alltaf á sama stað og því verður fínt að breyta aðeins um umhverfi og sjá ný andlit. 


Páskaeggjaát framundan

Það fer í taugarnar á mér að heyra auglýsingar eins og er í gangi núna á Bylgjunni fyrir fitubrennsluefnið Hydroxycut.  Þar er lagt upp með að þú þurfir ekki að fitna um páskana, því Hydroxycut kemur í veg fyrir að þú fitnir.  Hvernig getur eitthvað duft í hylki úr fabrikku í Norður-Ameríku komið í veg fyrir að maður fitni?  Slíkar skyndilausnir eru sagðar auka grunnbrennslu líkamans þannig að hann brenni fitu hraðar, en ekki hefur enn verið vísindalega sýnt fram á að þetta gerist í raun og veru. 

Auglýsingin er sett upp á blekkjandi hátt þar sem neytandanum er talin trú um að með því að gleypa Hydroxycut dufthylki um páskana geti hann slafrað í sig páskaegg númer 7 frá Nóa án þess að bæta grammi af fitu á mjaðmir og rass.   Það er sorglegt hve margir gleypa við svona yfirlýsingum eins og nýju neti, rýkur út og kaupir dollu af Hydroxycut dýrum dómum.  Svo situr fólk eftir með sárt ennið og feitari rass, súkkulaði út á kinn og hálftóma Hydroxycut dollu (og hálftóma buddu).  Eins leiðinlega og það hljómar þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að við fitnum af páskaeggjaáti en mun ódýrari leið (og sem virkar) til að losna við eggið af rassinum er að hreyfa sig bara meira í næstu viku. Við eigum þess vegna alls ekki að neita okkur um páskaegg um helgina, við sem hreyfum okkur reglulega eigum það þokkalega skilið.

Gleðilega páska! 


Offituvandi barna og unglinga

Offita barna og unglinga er vaxandi vandamál hjá vestrænum þjóðum, og Íslendingar eru þar engin undantekning. 

Samkvæmt nýlegri rannsókn Brynhildar Briem næringarfræðings eru tæp 20% níu ára skólabarna of þung og 5% of feit. Offita hefur sömu afleiðingar hjá börnum og fullorðnum, eins og hár blóðþrýstingur, hærra kólesteról og blóðfita, hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki, sjúkdómar í beinum og liðum, svefntruflanir og kæfisvefn. En offita barna hefur að auki skaðleg áhrif á beinvöxt þeirra og þroska. 

Nú til dags hanga börn inni hjá sér allan liðlangan daginn eftir skóla, með ferköntuð augu límd við skjáinn í tölvuleikjum.  Þessi kyrrseta barna á stærstan þátt í þeim vaxandi offituvanda barna og unglinga sem blasir við þjóðinni. Í mínu ungdæmi var farið út og hamast í marga klukkutíma kvöld eftir kvöld, líka á veturna, í eina krónu, yfir, snú-snú, skotbolta og hvað þetta hét allt saman.  Það þótti glatað að hanga inni hjá sér enda vildi enginn missa af fjörinu. 

Ég hef ekki orðið vör við einn einasta krakka  úti að leika í mínu hverfi frá því við fluttum þangað árið 2004.  Snorri sá hins vegar nokkra krakka í boltaleik í götunni okkar um daginn og honum varð svo um að hann keyrði næstum því á. 

Það er því ekki skrýtið að þeir sem búa í grennd við leikvelli borgarinna séu orðnir svo vanir þögninni sem þar ríkir, að loksins þegar heyrist í ærslafullum börnum að leik að þá hringja þeir á lögregluna. 


mbl.is Kvartað yfir háværum unglingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband