Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Tölulegar staðreyndir um kolvetnadrykki

Í algengum og vinsælum kolvetnadrykk eru 20 g af kolvetnum í 100 ml.

Ein flaska af þessum drykk er 500 ml og inniheldur því 100 grömm af kolvetnum.

Það jafngildir kolvetnaskammti í:

400 grömmum af elduðum hýðishrísgrjónum,

120 grömmum af þurru haframjöli (40-50 g er eðlilegur skammtur í hafragraut)

300 grömmum af sætum kartöflum

einum og hálfum pakka af hrískökum

Naglinn stórefast um að fólk myndi slafra slíku magni af fæðu í sig á meðan æfingu stendur til þess eins að fá orku fyrir átökin.


"No-bake" prótínstykki

Margir af fjarþjálfunar-kúnnum Naglans finnst hentugt að grípa í prótínstykki og aðrar fabrikkustangir milli mála.  Sumum finnast líka slík stykki slá á sykurþörfina. Naglinn er alfarið á móti slíkum afurðum, ef afurðir skyldi kalla.

Prótínstykki eru alltof unnin vara, stútfullt af sykri og yfirleitt súkkulaðihúðað með alvöru súkkulaði.  Það er því oft sáralítill munur á þessum svokölluðu heilsu-stöngum og djúsí sælgætisstöngum. Naglinn mælir frekar með skyrdós eða ávexti enda alveg jafn handhægt að hafa slíkt í töskunni.

Fyrir þá sem eru aðframkomnir af löngun í eitthvað sætt fann Naglinn uppskrift að prótínstykkjum sem er bæði holl og einföld enda þarf ekkert að baka. 

 "No-bake" prótínstykki


5 msk náttúrulegt hnetusmjör
1 bolli haframjöl
6 mæliskeiðar súkkulaði mysuprótín
1 tsk vanilludropar
2 msk hörfræ
1/2 bolli vatn (þarf kannski meira eftir því hvernig prótín) 


Blanda saman þurrefnum.  Bæta við hnetusmjöri og blanda.  Bæta við vatni og vanilludropum.  Notið sleif sem hefur verið spreyjuð með PAM og blandið alveg saman. 
Deigið getur verið mjög klístrað. 
Sett í lítið (8x8) olíusmurt form og sett í kæli eða frysti þar til harðnar. 
Skorið í 9 bita þegar harðnað. 

Næringargildi í 1 bita:
Hitaeiningar: 197
Prótein:21
Fita:7
Kolvetni:13.7
Trefjar:1.6

 


« Fyrri síða

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 549135

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband