Laugar...here I come

Það hljóp aldeilis á snærið hjá Naglanum í gær.  Fór í Mekka líkamsræktar (a.k.a World Class) og ætlaði að kaupa mér mánaðarkort sem nota bene kostar heilar 10 þúsund krónur, en ég var alveg búin að réttlæta þau fjárútlát fyrir sjálfri mér.  Þegar ég rétti afgreiðsludömunni debetið spyr hún mig að þar sem hún sjái að ég sé í Vörðunni, hvort ég vilji ekki nýta mér tilboðið þeirra á 3 mánaða korti á 15.500 fyrir Vörðufélaga.  Að sjálfsögðu vidli ég það, svo nú mun Naglinn hrista skankana bæði í Laugardalnum og Faxafeninu næstu 3 mánuðina.  Já, Landsbankinn sér um sína.  

Tók svo hrikalega fótaæfingu í Laugum í gær, og notaði fullt af nýjum tækjum sem ekki eru í Hreyfingu, eins og ólympíska fótapressu, Hack squat vélina, og fótacurl ein í einu.  Það voru greinilega einhverjir vöðvar í fótunum vaktir upp af værum blundi sem ekki hafa verið virkjaðir lengi, því þær gráta í dag.....sem er gott.

Ég er ótrúlega sátt við þessa fjárfestingu mína, enda fann ég það í gær hvað það er gott að breyta um umhverfi, sjá ný andlit og nota ný tæki.  Þegar maður æfir 2x á dag alla daga vikunnar í sömu stöð, þá er nánast garanterað að maður fái leið á stöðinni. Það getur smitast út sem leiði á æfingunum og þá er hætta á að maður nenni ekki lengur á æfingu.

Fór reyndar í morgun í Hreyfingu í spinning sem er á þriðjudögum og fimmtudögum en ég er alveg háð þeim enda frábærir tímar.  Þvílík brennsla og ekki þurr þráður á manni eftir tímann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 549065

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband