Offita-part 2

Svo ég blaðri nú enn meira um offitu, en ég var að lesa viðtal í Sirkus ónefndan pólitíkus  Hann kom víst í Kastljós um daginn ásamt Geir H.  Haarde og einhverjum fleirum pólitíkusum og hann þurfti að sitja í öðruvísi stól af því hann passaði ekki í hina. 

Er það ekki ágætis vísbending um að menn þurfi að grenna sig þegar panta þarf sérsmíðuð húsgögn fyrir þá? 

Hann segir í viðtalinu að hann sé við hestaheilsu, en þó honum líði ekki illa þá er svona mikil yfirþyngd mjög hættuleg heilsunni. 

Í fyrsta lagi er offita ein og sér er til dæmis sjálfstæður áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma. Það kom í ljós í hóprannsókn Hjartaverndar að því hærri sem þyngdarstuðullinn (BMI) er því meiri líkur á dauðsföllum úr hjarta og æðasjúkdómum. 

Svo er mikil hætta fyrir fólk í yfirþyngd að fá áunna sykursýki, kæfisvefn og ýmis stoðkerfisvandamál.

Þó manninum líði ekki illa líkamlega og finnist hann vera stálhraustur, þá getur samt ýmislegt verið að gerast í skrokknum sem hann er ekki meðvitaður um. 

Algengar afleiðingar offitu og ofþyngdar eru hækkaður blóðþrýstingur, hækkuð blóðfita, hækkað kólesteról og allir þessir þættir auka verulega líkur á hjarta-og æðasjúkdómum eins og kransæðastíflu og hjartabilun. 

Hár blóðþrýstingur er líka yfirleitt einkennalaus og fólk veit ekki af því fyrr en við reglubundið eftirlit hjá heimilislækni að hann sé orðinn of hár. 

 

Fólk á því að taka offitu sína alvarlega og gera eitthvað í málunum. 

Af viðtalinu að dæma virtist téður náungi ekki hafa uppi nein plön um að minnka mörinn.

 

Það kom líka fram í viðtalinu að hann hefði borðað einn banana um morguninn og síðan ekki neitt fyrr en um kvöldið. 

Svona máltíðamynstur er náttúrulega bara út úr kortinu. 

Þegar líður of langt milli máltíða hægist á brennslunni, og líkaminn rígheldur í fituforðann en notar í staðinn prótín úr vöðvavef fyrir orku. 

Þegar borðað er óreglulega fellur blóðsykurinn niður í rassgat sem gerir það að verkum að fólk verður svo hungrað og máttlaust líkaminn öskrar á sykur því það er skjótfengnasta orkan, en hvítur sykur skilar sér mun hraðar út í blóðið en aðrar fæðutegundir, og því fær fólk sér mjög oft sælgæti til að ná upp blóðsykrinum og þrótti. 

Einnig er hætta á að næsta máltíð verði mun stærri en æskilegt er, sökum hungurs, og líkaminn nær ekki að nýta þá orku, sérstaklega ef þessi stóra máltíð er á kvöldin, eins og oft vill verða.  Umframmagn hitaeininganna breytist þá í fituvef.

 

Mælt er með að fólk borði smáar máltíðir á 2-3 klukkutíma fresti yfir daginn til að halda blóðsykri og insúlíni í jafnvægi og halda hungri í skefjum.

 

Það er ekki í tísku lengur að vera svangur.

 

Góða helgi gott fólk!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er fróðlegur pistill hjá þér.  Finnst reyndar óþarfi að fara út í einstaka persónur en fyrst þú nefnir það þá eru þessar matarvenjur geggjaðar.  Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 13:47

2 identicon

Hmmm...það eru ekki góðar fréttir þegar einstaklingar sjá ekki alvörunni í offitu sinni. Vonum að hann átti sig kallinn og allir þeir sem halda að þetta sé ekki raunverulegt vandamál! 

Anna Brynja (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 549070

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband