Fitness og Þrekmeistarinn....not the same thing

Skrýtin tilviljun en um síðustu helgi spurðu mig tvær manneskjur hvort ég hefði verið að keppa í fitness um páskahelgina.  Báðar höfðu þær ruglað saman Fitness og Þrekmeistaranum, og af því tilefni vil ég útskýra nánar hvað felst í þessum tveimur keppnum og muninn á þeim. 

Í Fitness er farið í gegnum hindranabraut, og í sumum keppnum keppa konur sín á milli í armbeygjum og karlar í upphífingum og dýfum. 

Síðan er samanburður þar sem kvenkyns keppendur koma fram á bikiníi og/eða sundbolum og karlar á sundskýlum.  Dómarar meta bestu líkamsbyggingu keppenda út frá skurði, brúnku, samræmi milli hægri og vinstri/efri og neðri skrokk, og fleiru sem ég kann ekki að segja frá.Í Þrekmeistaranum er keppt í 10 greinum í kapp við klukkuna. Greinarnar eru eftirfarandi:HjólRóðravélNiðurtogFótalyfturArmbeygjurUppstigUppseturAxlapressaHlaupabrettiBekkpressaEkki eru gerðar kröfur um líkamsbyggingu né klæðaburð í Þrekmeistaranum.  Fólk má þess vegna keppa í jólasveinabúning, næpuhvítt og með aukakíló, svo lengi sem það er í góðu formi og getur klárað brautina á sæmilegum tíma.  Ef einhver sprengir sig í miðri braut þá verður hann að hætta keppni ef sá sem var ræstur á eftir honum nær honum inni í brautinni.  Það er því nauðsynlegt að vera í góðri þjálfun fyrir Þrekmeistarann og passa að sprengja sig ekki í byrjun keppni.Ég vona að fólk átti sig nú á muninum á þessum tveimur keppnum en ég stefni semsagt á keppni í Þrekmeistaranum þann 5. maí n.k. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 548849

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband