Vellíðan eða kíló?

Fór í killer Júróvisjón spinning tíma í morgun sem kom manni aldeilis í gírinn fyrir kvöldið og laugardaginn.... hver kemst ekki í stuð við að spretta við lög eins og Eitt lag enn, Hard Rock Halleluja, Waterloo og Nínu?  Lýsið rann af manni í stríðum straumum og allt blóðið sem streymdi niður í fæturna losaði aðeins um harðsperðurnar eftir fótaæfingu dauðans í gær.  Samt kjaga ég svolítið ennþá eins önd Blush

Mig langaði að röfla pínu meir um kíló og áráttuna að vera alltaf að vigta sig.  Ég rakst nefnilega á ansi áhugaverða grein eftir Gígju Gunnarsdóttur verkefnisstjóra hreyfingar hjá Lýðheilsustöð, sem birtist í fylgiriti Fréttablaðsins um Megrunarlausa daginn síðastliðinn sunnudag (6. maí).  Greinin fjallaði um vinkonu hennar sem var búin að æfa samviskusamlega í nokkra mánuði en vigtin haggaðist ekki Angry.  Við nánari eftirgrennslan kom reyndar í ljós að vinkonunni leið mun betur, var ekki eins þreytt á daginn og hafði meiri orku.  Hún var líka ekki frá því að fötin hefðu aðeins víkkað.

Það er einmitt alltof mikil áhersla lögð á kíló sem mælikvarða á árangur í ræktinni.  Þeir sem byrja að æfa fá nær undantekningalaust spurninguna: Hvað ertu búin að missa mörg kíló? Og fólk almennt hrósar hvort öðru nær eingöngu fyrir líkamsvöxt.  Vá hvað þú hefur grennst !!  Mikið líturðu vel út, hefurðu grennst??  EKki það að slíkt hrós eigi ekki rétt á sér, enda á maður að hrósa þeim sem uppskera árangur erfiðis síns og missa aukakíló.  Hins vegar getur slíkt hrós valdið því að fólk verður svo upptekið af þyngdartapi að þegar viðkomandi hefur náð kjörþyngd og enginn hrósar lengur geta alls kyns óæskilegar hugsanir farið af stað.  "Af hverju hrósar mér enginn lengur....ætli ég hafi fitnað....er ég aftur orðin feit...ég er ekki að missa nein kíló.... verð að gera eitthvað í málunum".  Slíkar hugsanir geta leitt til þráhyggju um þyngdartap, og dramatískra úrræða sem oft geta verið undanfarar átröskunar eða líkamsræktarfíknar.

Í staðinn fyrir að klípa, mæla og vigta og nota það sem eina mælikvarðann á árangur ættu einkaþjálfarar í ríkara mæli að spyrja sína kúnna hvernig þeim líði andlega og líkamlega eftir að hafa byrjað að æfa, hvernig er svefninn, hvernig er húðin, eru þau orkumeiri?  Einkaþjálfarar ættu að hamra á við sína kúnna að almenna heilsan skipti meira máli en tala á vigt eða keppur á maga.  Auðvitað skiptir það gríðarlegu máli fyirir manneskju í mikilli yfirþyngd að létta sig sökum heilsunnar, því eins og ég hef röflað  um áður þá eru svo ótalmörg heilsufarsleg vandamál sem fylgja því að vera of þungur.  En sé fólk að byrja á reglulegri hreyfingu til að losa sig við nokkur aukakíló eða er nálægt kjörþyngd er léttari lund, betri svefn og heilbrigðara hjarta mun jákvæðari styrking á puðinu og púlinu heldur en vigtin sem stundum haggast ekki Angry

Það eru svo ótalmargir kostir sem fylgja reglulegri hreyfingu fyrir heilsuna, sterkari bein, hjarta og æðakerfi styrkist og að ganga upp stiga og bera þunga innkaupapoka eða börnin sín verður auðveldara.  Kílóatap er því aðeins ánægjuleg aukaverkun þegar til lengri tíma er litið Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég las þess grein líka (eftir hana Gígju) og mig hreinlega grunaði að hún hefði frétt af mér!! Ég varð nefnilega alveg hundfúl fyrir ekki löngu síðan þegar vigt og fitumæling sýndi enga breytingu eftir 6 vikna stíft puð. Ég lét þetta eyðileggja fyrir mér eina æfingu og hálfan dag... en svo hætti ég í fýlunni þegar ég var búin að rifja upp hvernig mér hefði liðið áður og hvernig mér liði núna. Áttaði mig á því þá hvað þetta var vitlaust því - eins og þú segir - þá var betri líðan, meiri orka og léttara skap miklu betri mælikvarði en hitt.

Ég skal heilsa upp á þig í október - ekki spurning

Óla Maja (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 549065

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband