Hollt og gott í matinn

Hér kemur smá listi fyrir þá sem eru týndir í allri umræðunni um hvaða matvæli eru holl matvæli hver ekki.  Athugið að hann er alls ekki tæmandi.

 

Prótín:

Skinnlausar kjúklingabringur

Eggjahvítur

Sjávarfang: s.s lax, silungur, sardínur og makríll, þorskur, ýsa, rækjur, lúða.

Túnfiskur í dós ( í vatni er betra)

Skyr (án viðbætts sykurs)

Magurt nautakjöt eða svínakjöt

Magurt hakk (8-12 % fita)

 

Kolvetni

Flókin kolvetni (hæglosandi):

Haframjöl (gróft er betra)

Brún hrísgrjón

Sætar kartöflur

Kartöflur

Heilhveiti- eða speltpasta

 

Einföld kolvetni (hraðlosandi):

Grænmeti:

Kál

Brokkolí

Aspas

Spínat

Baunaspírur

Blómkál

Eggaldin

Grænar baunir

Laukur

Hvítlaukur

Paprika

 

Ávextir:

Epli

Perur

Appelsínur

Tómatar

Jarðarber

Bláber

Avókadó

 

Fita:

Ólífuolía

Hnetur

Möndlur

Fræ

Hörfræolía

Canola olía

Góða helgi gott fólk Cool !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir listann, en hérna hvað ert þú að borða í hádeginu ? Mér finnst nefnilega svo erfitt að finna eitthvað sniðugt til að borða í vinnunni.

kv,

Elsa

elsa (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 14:27

2 identicon

Púff,  fæ alltaf brunandi samviskubit þegar ég les skrifin þín!! Þú ert án efa duglegasta manneskja sem ég þekki;-)  Ertu enn að æfa 10-12 sinnum í viku??  Sá nefnilega viðtal við  einkaþjálfara á E Tv* sem vildi meina að það væri nauðsynlegt að hvíla a.m.k tvisvar í viku ef fólk vill byggja upp vöðvamassa?? Svo er það blessaður maturinn. Hvað ert þú að borða mikið prótín á dag? Ég veit að líkaminn þarf a.m.k 0,8 gr fyrir hvert kíló til að viðhalda sér en hvað er hæfilegt magn ef maður vill byggja rólega upp? Ég er nefnilega svo léleg í kjötinu og nenni ekki að éta fisk alla daga. Ég þoli illa mjólkursykur þannig að ég er algjöru basli. Finnst þér Myoplex léttara í magann en skyr?

Ok kannski að ég fari bara að panta hjá þér tíma;-)

Knús

Svana 

*Geri mér fyllilega grein fyrir gæði heimildanna og vildi því spyrja sérfræðinginn:-) Gæinn hafði samt þjálfað leikara fyrir hlutverk til dæmis Nicholas Cage fyrir Conair ogfl. Cage var náttúrulega bara massaður í myndinni.

Svana (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 20:32

3 identicon

Geggjað flottur listi  En hvað segir þú um hlutföllin? Hefur þú t.d. skoðað "Konulíkami fyrir lífið"? Hvað finnst þér þá um matarprógrammið þar?

Líka góðar spurningar hér að ofan. Ég er reyndar svo heppin að hafa nær alltaf klukkutíma hádegishlé og búa svo stutt frá vinnustaðnum að ég fer langoftast heim til mín og borða það sem ég á hér heima (sem ég reyni að hafa skynsamlegt  ) En það væri semsagt gaman að heyra hvaða tillögur þú hefur varðandi hádegisverð vinnandi fólks

Og þessi hjá Svönu. Þegar ég byrjaði að æfa í haust þá lyfti ég fyrst 3x í viku, svo tók ég 3x í viku göngutúr með (og frí einn dag), næst bætti ég við (þegar veðrið var orðið óstöðugra og erfiðara fyrir útiveru) brennsluæfingum annan hvern dag og hélt áfram að lyfta 3x í viku á móti og hélt einum hvíldardegi inni. Á tímabili tók ég svo törn og mætti á morgnana í ræktina til að brenna en seinnipartinn til að lyfta á mán, þrið og fim, var í fríi á miðvikudögum en tók extra langa brennslu- og eða þrekæfingu einu sinni á föstudögum. Svo var ég í fríi á laugardögum en fór út í langan göngutúr á sunnudögum (eða skrapp í ræktina á þrekhjólið ef illa viðraði). Það var alltaf ætlunin hjá mér að fara á gönguskíði inn á milli en veturinn reyndist einstaklega óhagstæður til þess

Úps... nú er ég búin að skrifa alveg heila ritgerð - það var nú ekki ætlunin. Er semsagt líka forvitin að vita hvað þú segir um þetta með æfingarnar (fjölda og lengd) og hvíldir.

Óla Maja (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 23:45

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Blessaðar allar saman.  Gott að heyra að listinn var gagnlegur.

Long time no see Svana, verðum að fara að hittast!!  Til að svara spurningu þinni þá er ég ennþá 2x á dag, brennsla á morgnana og lyfta seinnipartinn. Líkamsrækt er orðin hálfgerð fíkn hjá mér , ég geri mér fyllilega grein fyrir því , mér finnst ég vera skítug ef ég æfi ekki.  En ég hvíli samt alltaf einn dag í viku, yfirleitt á sunnudögum.

Mín skoðun er sú að svo lengi sem líkaminn kvartar ekki þá er í lagi að æfa 2x á dag, og ég veit um fullt af fólki sem gerir það að staðaldri eins og ég.  Hins vegar ef einkenni ofþjálfunar gera vart við sig þá á að minnka æfingarnar og jafnvel taka pásu í smá tíma.  Maður á að hlusta á líkamann

Ragnhildur Þórðardóttir, 18.6.2007 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 548855

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband