There is no such thing as a free lunch

Það getur reynst þrautinni þyngra að finna sér hollmeti þegar tíminn er naumur líkt og í hádegishléum hinnar vinnandi stéttar.  Oftar en ekki verða tilbúnir skyndibitar eins og Mc Donalds eða Júmbó samlokur fyrir valinu en næringargildi og hollusta slíkra kræsinga er afar rýr. 

TIl þess að koma í veg fyrir neyslu á slíkum óbjóði og halda sig inni á hollustubrautinni í tímakapphlaupinu þá er SKIPULAG lykilatriði.  

Besti kosturinn er að búa sér til nesti og hafa með sér í vinnuna.  Það er t.d sniðugt að eyða sunnudegi í að búa til stóra skammta af hollmeti og frysta í Tupperware og þá er lítið mál að kippa því út úr frysti kvöldið áður.  Eða dunda sér á kvöldin að búa til fyrir næsta dag.  Nú er meira að segja hægt að fá hólfaskipt nestisbox svo maturinn þarf ekki að blandast saman í gums á leiðinni í vinnuna.

Ég mæli eindregið með að fólk fjárfesti í George Forman grilli, til að spara sér tíma og fyrirhöfn því það tekur bara 6 mínútur að grilla eina kjúklingabringu og sum grill taka 3-4 bringur í einu.

Á flestum vinnustöðum eru skápar og ísskápur þar sem hægt er að geyma ýmislegt eins og kotasælu, skyr, hrökkbrauð og stinga nestisboxinu í kæli.  Mjög víða eru einnig örbylgjuofnar til að hita upp matinn.

Með því að búa sér til nesti heima þá vitum við nákvæmlega hvað er í matnum og engin hætta á að einhver óþverri læðist í matinn, eins og vill oft verða með tilbúna rétti.

Hugmyndir að nesti:

Kjúklingabringa með brúnum hrísgrjónum og brokkolí (stinga í örrann í 2 mín)

Túnfisksalat: túnfiskur í vatni í dós, laukur og egg skorið smátt og blandað saman við kotasælu eða 5% sýrðan rjóma frá Mjólku.  Algjör snilld með Finn Crisp hrökkbrauði.

Kjúklingabringa/túnfiskur og salat: kál, tómatar, gúrka, rauðlaukur, paprika og 1 msk af kotasælu

Lax með brúnum hrísgrjónum og brokkolí (best í hólfaskiptu nestisboxi, örrinn í 2 mín)

Eggjakaka (4 hvítur og 1 rauða) með sveppum, lauk, papriku, brokkolí eða bara hvaða grænmeti sem er.  Ein sneið af sojaosti eða 11% osti látið bráðna ofan á í örranum í 2 mín og ein matskeið af salsasósu, kotasælu eða tómatsósu.

 

Salatbarinn í Hagkaup er líka snilld.  Þá er líka lykilatriði að velja rétt í boxið sitt, setja vel af prótíngjafa eins og túnfisk, eggjum eða kjúklingi, og fylla svo upp í með grænmeti og brúnum hrísgrjónum.

Skyndibitamatur er auðvitað óvinurinn Devil, en sumir staðir bjóða samt upp á holla kosti eins og salötin á Mc Donalds og Subway, þau eru í lagi.  Hins vegar er salatið á KFC ekki góður kostur.  Svo eru nokkrir kafbátar á Subway með lítilli fitu og ef maður velur gróft brauð og sleppir sósum og salti þá eru þeir í góðu lagi í hádeginu af og til.

Ég vona að þessi pistill sé að gagni Cool

Endilega spyrjið meira, það gefur mér svo góðar hugmyndir að pistlum Wink.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góðar tillögur maður á eftir að prófa eitthvað af þessu.

kv,

Elsa

Elsa (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 549063

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband