Pump that iron, woman !!

 

Styrktarþjálfun er gríðarlega mikilvæg fyrir konur.  Margar konur hræðast galvaníseraðar járnstangirnar og halda að þær verði vöðvabúnt með því einu að pumpa járnið.

Það er alltof algengt að heyra "ég vil sko ekki verða einhver Schwarzenegger" og stunda þar af leiðandi nær eingöngu þolþjálfun, og kviðæfingar.  Þetta er mikill misskilningur því konur hafa ekki þann hormónabúskap sem þarf til að verða stórar og stæltar, okkur vantar karlhormónið testósterón sem gegnir lykilatriði í vöðvastækkun .  Þær konur sem eru vel vöðvaðar sbr. vaxtarræktarkonur hafa náð slíkum árangri með þrotlausum æfingum og útpældu mataræði.  Fyrir hinar venjulegu Siggur og Stínur sem æfa 4-5x í viku sér til heilsuræktar og útlitsbetrunar er lítil sem engin hætta á hel-pumpuðum og bólgnum vöðvum.  Trúið mér það er sko ekki auðvelt að verða mössuð kona, ég hef reynt að massa mig upp í mörg ár og er ekki einu sinni í radius við mín markmið þrátt fyrir botnlausar æfingar.

 

Hér eru nokkrir kostir þess að stunda styrktarþjálfun:

 

  • 1) Aukinn vöðvamassi þýðir meiri hvíldarbrennsla. Fyrir hvert kiló af vöðvamassa brennum við 70-100 kaloríum meira á meðan við sitjum á rassinum í vinnunni.
  • 2) Minni hætta á beinþynningu. Sterkari vöðvar umlykja beinin sem einnig styrkjast við lóðaþjálfun.
  • 3) Íþróttamenn bæta getu sína, t.d geta golfarar bætt sveiflu sína umtalsvert.
  • 4) Aukinn líkamlegur styrkur gerir daglegar athafnir auðveldari, eins og að bera innkaupapoka og lyfta börnum sínum.
  • 5) Það eru ekki bara vöðvar sem styrkjast með lóðaþjálfun heldur einnig bandvefir og liðamót sem minnkar líkur á bakverkjum og bakmeiðslum.
  • 6) Minni líkur á sykursýki 2 (áunnin sykursýki). Stærri og öflugri vöðvar nýta betur kolvetnin úr fæðunni og heldur blóðsykurmagni stöðugu.
  • 7) Líkamssamsetning breytist. Vöðvavefur er eðlislega þyngri en fituvefur, og því er eðlilegt að þyngjast þegar byrjað er að lyfta. En það er hlutfall vöðva sem er að aukast á kostnað fitu.

 

Það er samt engin þörf á sigg-grónum lófum, lyftingabeltum og ströppum. 

Miðlungs ákefð er alveg nóg til að njóta góðs af lóðaþjálfun.

Til dæmis 3 sett af 10-12 endurtekningum með þyngd sem ráðið er vel við en samt krefjandi síðustu 3-4 lyfturnar.

 

Sjáumst í tækjasalnum skvísur!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

My god hvað ég er búin að reyna að segja henni mömmu þetta... En nei, hún heldur bara fast við sitt eróbik og skilur ekki hvað aftrar aukakílóunum frá því að fjúka. 

 Ég reyndi líka mikið á tímabili að massa mig upp svo ég get sagt af eigin reynlsu að það er þrautinni þyngra fyrir konur að breytast í einhvern Schwarzenegger... Hins vegar fá aukakílóin ekki stundlegan frið utan á mér því vöðvarnir éta þau um leið og þau reyna að komast að...

Aðalheiður Ámundadóttir, 20.6.2007 kl. 11:35

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Heyr heyr !! Maður finnur það að því meira sem maður lyftir að maður er alltaf svangur því vöðvarnir eru á fullu að nýta fæðuna og öskra bara á meira og meira, en hún breytist ekki í fitu því vöðvarnir eru eins og svampar og sjúga í sig næringuna.  

Alltof margar konur sem djöflast á pöllum og þrekstigum en snerta ekki járnið og eru ekki með vöðvatutlu á skrokknum. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 20.6.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 548849

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband