Franskar,sósu og salat...

Var að lesa frétt í Sirkus um að fitnesskappinn Arnar Grant hafi verið í 10-11 að kaupa sér pakka af hamborgurum og brauði og verið að hneykslast á því að heilsufrík eins og hann borði hamborgara.  Svona hlutir fara ótrúlega í taugarnar á mér, og mér finnst alveg fáránlegt að þó einhver hugsi um heilsuna, æfi eins og skepna alla daga vikunnar og passi mataræðið að hann megi þá ekki leyfa sér eitthvað gómsætt af og til án þess að það kosti að Gróa á Leiti fari á stjá.   Ég hef svo oft fengið að heyra ótrúlegar spurningar "Haa, borðar þú súkkulaði?? Ég hélt að þú værir öll í hollustunni".  Einu sinni á nammidegi var sagt við mig "Vá hvað þú borðar mikið, ég vissi ekki að þú gætir borðað svona mikið".  Ekki skipti ég mér af því hvað annað fólk setur upp í sinn munn og finnst það ná út yfir allan þjófabálk að þurfa að svara fyrir það hvað maður lætur ofan í sig, hvort það er kjúklingur og brokkolí á virkum degi eða hamborgari og súkkulaði um helgar. 

Í fyrsta lagi þá þá erum við heilsufríkurnar ekki bragðlaukalaus vélmenni sem getum borðað kál og kjúkling alla daga vikunnar og langar aldrei í neitt gott.  Í öðru lagi eigum við  það skilið að "hygge os" í mat og drykk eftir allt púlið og puðið.  Í þriðja lagi kemur manns eigin mataræði engum við, og á ekki að birtast á síðum dagblaða.  Í fjórða lagi höfum við heilsufríkurnar milljón sinnum meira efni á því að sukka pínu í mataræðinu heldur en næsti maður. Síðast en ekki síst þá er "hjemmalavet" hamborgari bara alls ekkert óhollur með réttu áleggi.....og hananú.

Góða helgi og gleðilegan nammidag....í friði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe...ég veit upp á mig skömmina...var það ekki ég sem kom með eitthvað svona bjánalegt komment á þig einu sinni Annars var það nú alls ekki út af því ég var eitthvað hneyksluð....aðallega bara hissa því ég svosem sé þig sárasjaldan borða og var bara einhvernvegin búin að gera mér eitthvað allt annað í hugarlund En auðvitað eigið þið heilsufríkurnar miklu meira skilið en við sukkararnir að splæsa á ykkur þegar ykkur langar til...eigið það sko alveg inni og meira til. Maður er bara svo vitlaus og einhvern vegin gerir oft bara ráð fyrir einhverju þó það eigi sér enga stoð í raunveruleikanum...sjáið nú ekki bara hvernig umræðan um mótorhjólafólk hefur verið...erum við ekki öll útúrdópaðir ökuníðingar og glæpamenn hehe
En allavega þá afsaka ég hér með þetta fáránlega komment mitt og skal aldei gera þetta aftur

Ingunn (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 14:18

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þessu var nú ekki beint til þín elskan mín.  Það hafa svo ótalmargir aðrir bombað á mig heimskulegum athugasemdum um átvenjur mínar að þú myndir ekki trúa því.  Fórum einu sinni með pabba á hlaðborð og hann skildi ekki hvernig kona með svona fuglsmaga gæti borðað jafn mikið og tveir meðalstórir karlmenn.  Svo flokkast þú líka sem heilsufrík, en ekki sukkari, því þegar fólk æfir og passar mataræðið eins og þú þá flokkast það sem frík !!Fólk alhæfir svo mikið að það er óþolandi, og einmitt gott dæmi er öll umræðan um mótorhjólaliðið.  ALLIR mótorhjólamenn fá kikk útúr að stinga lögguna af og spæna upp malbikið og ALLIR sem æfa éta bara þurran kjúkling og brokkolí ALLTAF.

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.6.2007 kl. 14:50

3 identicon

AMEN !!!:D

Sunna Hlin (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 22:40

4 identicon

Þetta var ein sú allra hallærislegasta EKKI frétt sem ég hef nokkurn tímann augum litið! Heilsufríkur eru líka fólk hi hi hi hi hi

Anna Brynja (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 549063

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband