Kúpubrjótur


Skull crusher eða Kúpubrjótur er ekki persóna úr He-man eða fjall (sbr. Leggjabrjótur í Skaftafelli), heldur er um að ræða þríhöfða æfingu sem felst í því að legið er á bakinu á bekk. Stöng er haldið í augnhæð fyrir ofan höfuð og eingöngu olnbogar beygðir þar til stöng nemur við enni og nota þríhöfðann til að lyfta stöng til baka í augnhæð.

Passa skal að olnbogar vísi alltaf beint fram en ekki út til hliðar til að einangra þríhöfðann.

Ekki taka of þungt í þessari æfingu því eins og nafnið gefur til kynna þá getur slíkt leitt til kramdrar kúpu.

Má einnig framkvæma með handlóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl mín kæra..

Góðar þessar útskýringar á tækjum og tólum

Ég er með þrjár spurningar:

1. Ég man ekki hvort þú hefur skrifað um kolvetni en mig langar svo að vita - á sama hátt og próteinið - hvernig veit ég hversu mikið ég á að borða af góðum kolvetnum?

2. Getur verið að ég eigi að borða undir 50 g af próteini í hvert mál (miðað við 6 máltíðir á dag)? Mér finnst það virka svo lítið  

3. Ég er líka í vandræðum með fitu-útreikninginn (agalega mikill rati í þessu) því að í bókinni er talað um að fitan eigi að vera 20% af dagsskammtinum. Á ég þá að vigta allt sem ég borða til að átta mig á réttu magni?

Ég er mjög stressuð á því að borða of mikið eða of lítið því mér finnst þetta dálítið flókið allt saman - er kannski bara svona treg

Hef reyndar fjórðu spurninguna en hún er allt annars eðlis. Er möguleiki á því í blog.is að setja inn svona leitarramma - þ.e. svo maður geti leitað eftir orði á síðunni þinni?

Bestu kveðjur, Óla Maja með harðsperrur dauðans í dag

Óla Maja (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 19:35

2 identicon

Hæhæ, veistu hvort það er komin dagsetning fyrir Þrekmeistarann?

kv. Hrund

Hrund (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 16:40

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl Óla Maja,

1. Miðaðu bara við að borða einn skammt af flóknum kolvetnum og einn skammt af grænmeti og einn skammt af prótíni í hverri máltíð.  Nema á kvöldin þá sleppirðu flóknu og eykur við grænmetið í staðinn.

2. Það fer eftir því hvað þú ert þung og hvað þú þarft að borða mikið prótín á dag, ég þarf að borða c.a 140-200 g af prótíni á dag og skipti því niður í 5-6 máltíðir og borða c.a 30 g prótín í hvert mál. 

3. Það getur verið ágætt að vigta matinn sinn, ég geri mjög mikið af því.  Reyndu að hafa góða fitu í mataræðinu, t.d eitt laxastykki, eða 1 msk af ólífuolíu út á salatið eða taka CLA/EFA hylki.

4. Hef ekki hugmynd, ég er svo tæknilega fötluð og kann bara grunnatriðin hér á blogginu

Hrund! 

Það virðist ekki vera komin dagsetning á Þrekmeistarann, var einmitt að athuga www.fitness.is og engar fréttir ennþá. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 10:04

4 identicon

Sæl aftur.

Þúsund þakkir fyrir svörin. þetta hjálpar helling. Ég var t.d. ekki búin að átta mig á því að sleppa flóknu kolvetnunum á kvöldin  Sýnist ég vera með nokkuð rétta tölu á próteininu miðað við það sem þú segist borða. Ég er örugglega þó nokkuð þyngri en þú  Líklega er ég með fituna meira á hreinu en ég hélt. Nota yfirleitt msk út á salatið (eða nokkrar furuhnetur eða valhnetur) og sleppi því þegar ég hef lax.

Bestu kveðjur og takk fyrir mig  

Óla Maja (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband