Vitstola

Jæja nú held ég að vitglóran sé smám saman að hverfa í þessu kötti.... um helgina dreymdi mig risastórt brokkolí og síðustu nótt dreymdi mig að ég væri hjúpuð fljótandi eggjahvítu og gat ekki keppt því enginn sá líkamann fyrir slími.

Sem betur fer eru bara 12 dagar eftir í mót.... nema að það verði hvítur jakki með síðar ermar aftur fyrir bak fyrir Naglann í stað bikinís.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei nei nei....það verður sko engin hvítur jakki, takk fyrir!!!

Við erum að fara að klára þetta, 12 dagar og það er ekki neitt miðað við þann tíma sem við erum nú þegar búnar að eyða í þetta....það verður sko bikiní

Kristín Birna (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 13:32

2 identicon

Hehehehehehe, sorry mér finnst þetta hrikalega fyndið. Þig er þó amk ekki að dreyma nammi eins og suma :) Þú átt eftir að rúlla þessum síðustu dögum upp, svo ég tali nú ekki um mótinu sjálfu. ;)

ingunn (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 14:39

3 identicon

hahahaha.... frekar fyndið:)

Jæja... Þrekmeistarinn búinn og þetta hafðist fyrir rest Vááá.... hvað mér fannst þetta erfitt... reyndi eins og ég gat að fara mjög rólega af stað en fór samt aðeins of hratt fannst mér svona eftir á. Klikkaði alveg á uppstiginu, þar var öll orkan farin og ég hélt þetta ætlaði aldrei að klárast! Kræklaðist einhvern veginn í gegnum það og eftir það gekk svona ágætlega. En ég er bara sátt þar sem ég náði markmiðinu og það var að komast í gegnum þetta þó tíminn hefði auðvitað mátt vera betri. En hann verður þá bara bættur næst 

Gangi þér rosalega vel þessa seinustu daga og á mótinu sjálfu...

kv. Hrund

Hrund (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 15:32

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég sá tímann þinn Hrund og þú stóðst þig eins og hetja.  Það er sigur út af fyrir sig bara að klára brautina.  Ég veit hvernig þér hefur liðið í uppstiginu, ég man að ég hugsaði í bæði skiptin "Hvað er ég að gera hérna og það af fúsum og frjálsum vilja, þetta er viðbjóður".  En einhvern veginn bögglast maður í gegnum þetta og tilfinningin á eftir: Priceless eins og Master Card myndi segja .

Ingunn og Kristín Birna!

Við klárum þetta með glæsibrag, alveg að verða búið.  Þó geðheilsan sé að veði og manni sé orðið illa við alla sem borða ís og nammi og eru úti að borða að hygge sig með rauðvín.  Ég stóð meira að segja sjálfa mig að því um daginn að gefa lítilli stelpu með ís illt auga.  Það er náttúrulega ekki alveg í lagi

Ragnhildur Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 16:42

5 identicon

Algjör snilld þessir draumar þínir  Finnst reyndar ekkert skrítið þó þig dreymi einkennilega undir þessum kringumstæðum. Finnst þið bara ógeðslega dugleg sem leggið þetta á ykkur

Langar að leita ráða hjá þér núna. Ég er orðin svolítið óþolinmóð að sjá fituprósentuna lækka hjá mér og var að velta því fyrir mér að taka brennslutörn núna. Hvað heldur þú um það? Er ráðlegt fyrir mig að sleppa lyftingum í einhvern tíma og brenna í 30-50 mín 6 morgna vikunnar? Datt m.a.s. í hug að gera þetta í allt að 4 vikur. Ég veit að meiri vöðvamassi brennir meiri fitu en ef ég væri að bæta á mig vöðvamassa.. sæist það þá ekki á fituprósentutölunni?

Óla Maja (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 20:59

6 Smámynd: Gúrúinn

Sæl vertu, Ragga nagli.

Mig langar að þakka þér fyrir skemmtilega síðu og fræðandi. Hef fylgst með í smá tíma og hef mjög gaman af. Mig langar að benda þér á eitt. Ég var að leita að færslunni sem varð til þess að ég rakst á bloggið þitt og þurfti að renna í gegn um heilmargar færslur (ekki það að það væri leiðinlegt). Þú ert komin með svo mikið af gagnlegum upplýsingum en það er nær ómögulegt að finna það þar sem það er engin almennileg leitarvél á blog.is. Hefurðu spáð í að setja þetta á sér vef þar sem þetta væri aðgengilegra?

Og ekki það að ég hafi áhyggjur af draumförum þínum en ég vona að þú farir ekki yfir um á þessu...

mbk

Gúrúinn, 12.11.2007 kl. 22:04

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Gúrú!  Þakka þér fyrir hrósið, og takk fyrir að kíkja í heimsókn.  Fyndin tilviljun að þú skyldir nefna þetta, því ég hef einmitt velt því fyrir mér hvernig ég geti gert pistlana aðgengilegri svo fólk þurfi ekki að skrolla í gegnum alla mánuðina til að leita að einhverju einu.  Spurning með að tékka á "Fastar síður".  Ætla að athuga það.  Takk fyrir ábendinguna.

Óla Maja,

Ég mæli ekki með að þú sleppir lyftingunum og brennir bara, þá ferðu bara að rýrna.  Taktu frekar 3x brennslu á fastandi, og 3x lyftingar.  Þá viðheldurðu massanum en bætir við brennslu og líkaminn fær smá sjokk.  Þú ert ábyggilega bara stöðnuð og hefðir gott af því að hrista aðeins upp í prógramminu, t.d þyngja og taka sjaldnar, eða taka fleiri reps en núna, súpersetta, taka aðrar æfingar, stokka upp röðinni á æfingunum.  Manstu líkaminn er svo fljótur að venjast , hann þarf að sjokkera reglulega til að hann bregðist við.  Svo er alltaf spurning með mataræðið, það er nú yfirleitt sökudólgurinn þegar ekkert er að gerast.  Gætir þurft að spá aðeins betur í það.  Sendu mér tölvupóst eða hringdu ef þú ert alveg lost, elskan mín  og við getum farið betur yfir málin saman.  

Ragnhildur Þórðardóttir, 13.11.2007 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 549116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband