Sperrur....eigum við að ræða það eitthvað?

Já fínt, já sæll.... eigum við eitthvað að ræða harðsperrurnar? 

Ég hef nú bara sjaldan lent í öðru eins, allur skrokkurinn er í hönk og ég ennþá eftir að taka brjóst og bibb og tribb í vikunni. 

Nú væri gaman að vita hvort það sé eðlilegt eftir mót að fá strengi sem eru ekki þessa heims.  Lyfti reyndar ekkert frá miðvikudegi fram á mánudag, svo það er spurning hvort þessi nokkura daga pása hafi eitthvað að segja, eða hvort vöðvarnir séu bara eins og svampar eftir sveltið síðustu dagana fyrir mót.  Hhhhmmm Woundering.... Naglinn þarf greinilega að leggjast í rannsóknir um þetta mál .

 

Ragga sterka

Er reyndar sterkari en terpentína þessa dagana og gat þyngt í nánast öllum fótaæfingum í gær. 

 

Ragga feita

Það er greinilegt að pizzu kvikindið og sykurinn úr 10 mojito-um frá því um helgina eru ennþá að synda í blóðrásinni.  Eins og sést reyndar á bumbunni sem er ekkert að haggast.  Fimm kíló á einni helgi taka víst sinn tíma að hypja sig Blush.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú mátt nú ekki gleyma að þú tókst rosalega vatnslosun fyrir mót þar sem skrokkurinn var gjörsamlega þurrkaður upp og partur af þessum fimm kílóum er bara vatn að koma til baka, sem á að vera til staðar

...og svo er stutt í næsta niðurskurð, kílóin fara alla vega pott þétt þá

Kristín Birna (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 12:59

2 identicon

Sammála Kristínu ! Þegar maður skoðar neðri mynd langar mann ekkert í FEITMETI svei mér þá hahahha .  Hvíldu þig kona !

Fjóla (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 13:05

3 identicon

Úff - ég jesúsa mig bara í bak og fyrir yfir þessari mynd,,, enda verð ég viðkvæmari og meiri tepra með aldrinum!!!

Gaman að lesa pistlana þína! Keep up the good work

Mína (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 14:14

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Naglinn hafði nú ekki í hyggju að hvíla sig neitt frá æfingum eftir mótið, enda mætt á hurðarhúninn í Hreyfingu kl. 6 á mánudagsmorgunn.  Ég hló nú bara að þessum 5 kg sem hlóðust utan á mig yfir helgina, enda vissi ég að þetta væri að mestu leyti bara vökvi, bæði sem upp á vantaði og bjúgur eftir ósómann sem fór ofan í mig. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.11.2007 kl. 16:06

5 identicon

Sperrurnar eru sko alveg eðlilegar eftir allt sveltið ;) en það er um að gera að pína sig áfram og taka hrikalega á því ;) Vöðvarnir taka nefnilega rosalegan vaxtarkipp eftir svona svelt ef maður pínir þá áfram !

Nanna (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:11

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Nanna! Takk fyrir þetta, var einmitt að spyrja út í sperrurnar og fékk svipuð svör hjá reyndum keppendum. Mér var einmitt sagt að lyfta eins og vindurinn núna því nú sé akkúrat tíminn sem vöðvatutlurnar stækka. Er núna bara í þungt þungt þungt og fá reps, og djö.... er ég að fíla það ;-)

Takk fyrir alla hjálpina á laugardaginn. Sjáumst svo hressar saman á sviðinu um páskana.

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.11.2007 kl. 18:08

7 identicon

Þú er svo sannarlega NAGLI !

Fjóla (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 19:35

8 identicon

Ég get ekki ímyndað mér að þetta sem þú ert að gera sé hollt.  Svelti og 5 kg á einni helgi.  Það er ljóst að líkamanum vantaði eitthvað.

lesandi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 21:01

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Kæri lesandi, það eru bara þessir síðustu 2 dagar fyrir mót sem eru ekki hollir þegar maður borðar og drekkur minna en aðra daga.  Þessi 5 kg er aðallega vökvasöfnun eftir að hafa borðað óhollt og þá verður vökvasöfnun.  Að öðru leyti tel ég mig lífa mjög heilbrigðum lífsstíl, hreyfi mig mikið og borða vel og hollt alla aðra daga en þessa 2 fyrir keppni. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 08:52

10 Smámynd: Audrey

Ég var að spá í einu - ég las hérna einhverntímann um sykurlaus DaVinci sýróp frá Kaffitár.  Ég nota alltaf svona í kaffið en í innihaldslýsingunni stendur "cane sugar"..  Eru það einhverjar sérstakar týpur sem er alveg án sykurs?  Eða er "cane sugar" einhverskonar gervisykur bara 

Audrey, 30.11.2007 kl. 09:57

11 identicon

Ég geri mér grein fyrir því að þú lifir holt.  Það er augljóst.  Það sem ég er meira að spá í er bara hvort að þegar keppt er í fitness/vaxtarækt sé ekki farið yfir strikið.  Eftir ´því sem ég hef lesið mér til þá er það víst ekkert óalgengt að stelpur hætti á blæðingum fyrir svona mót og fái dún hár á líkamann.  Ef það gerist er líklegt að viðkomandi sé komin í anorexiu ástand.  Viðkomandi nær e.t.v. ekki BMI mörkum vegna vöðvamassa en ástandið í líkamanum er ekki eðlilegt.

Semsagt hvenær erum við komin yfir strikið þannig að hollustan sé orðin óhollusta?  Ég vil taka það fram að ég er ekki að beina þessu að þér sérstaklega heldur meira svona almennar pælingar.

Langar líka að vita hversu lengi er mögulegt að halda þeim skurð sem er á keppnisdegi?

lesandi (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 13:18

12 identicon

Ég myndi halda að meiri hluti almennings lifi mun óheilbrigðara líferni allt árið heldur en fitness keppendur í undirbúningi fyrir mót.  Held að Sævar Ingi Borgarsson hafi skrifað ágætis pistil um þetta hérna einhver tímann.

Haukur (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 20:33

13 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þegar fituprósentan er orðin mjög lág líkt og gerist fyrir mót er hætta á að blæðingar kvenna hætti sökum ójafnvægis í hormónabúskapnum. En % er bara lág í nokkrar vikur því að eftir mót og "off-season" fara fitnesskeppendur aftur upp í %. Sumir reyndir keppendur hafa aldrei misst úr blæðingar, en sumir missa þær úr jafnvel í fyrstu keppni. Svo það er einstaklingsbundið eins og allt annað. Aldrei hef ég heyrt um dún hárin og gat ekki merkt slíkt á þeim sem kepptu með mér síðast, enda litu þær allar mjög hraustlega út. Fitnesskeppendur eru í "topp"formi á keppnisdag og halda því ekki nema í mjög stuttan tíma. Um leið og keppni lýkur og keppendur fá sér gott að borða og næstu vikuna þegar mataræðið er ekki eins stíft og fyrir keppni fer skurðurinn. Þegar keppt er í fitness/vaxtarrækt ertu ekki að ofbjóða líkamanum nema í mjög stuttan tíma, bara þessa 3 síðustu daga fyrir mót. Ég held að það sé mun óhollara að troða í sig hamborgurum og pizzum eins og margir landsmenn gera allan ársins hring en það sem fitness keppendur gera í 3 daga.

Ragnhildur Þórðardóttir, 2.12.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 549147

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband