Nammidagur eða nammimáltíð

Í tilefni þess að á morgun er laugardagur og Naglinn hefur endurheimt nammidagana sína er ekki úr vegi að henda í einn pistil um þessa dásamlegu stund.

súkkulaði

Fyrir okkur sem höfum tileinkað okkur hollt mataræði er nauðsynlegt að fara út fyrir heilsurammann einstaka sinnum. 

Það fer eftir markmiðum og hugarfari hvers og eins hversu ákaft þeir sukka í mataræðinu þennan eina dag.  Sumir taka heilan dag þar sem allt er leyfilegt en aðrir takmarka sukkið við eina máltíð.  Sumir taka nammidag aðra hverja helgi, aðrir taka hann vikulega og enn aðrir sleppa honum alveg.   

 

Áhrif nammidaga eru bæði hugræn og líffræðileg.

 

Hugræn áhrif:

Munaður í mat og drykk af og til er nauðsynlegt til að halda geðheilsunni því freistingarnar eru alls staðar í kringum okkur.  

pizza         ben and jerrys

Það endist enginn á mataræði þar sem ekki má leyfa sér eitthvað gott af og til. 

Það er þekkt innan sálfræðinnar að hugsanir um eitthvað sem er bannað geta oft leitt til þráhyggju hugsana um það. 

craving

Ef við megum aldrei borða nammi eða djúsí mat, þá getur það leitt til þráhyggjuhugsana um mat þar til við springum loks á limminu og innbyrðum óhóflegt magn, jafnvel í nokkra daga og skemmum allan árangur.  Þannig geta nammidagar verið öryggisventill til að koma í veg fyrir slíkar hömlulausar átveislur.  Við vitum að við munum fá eitthvað gott um helgina og höldum í okkur þangað til.

 

En svindl getur líka haft neikvæð áhrif á sálartetrið.  Það er mjög auðvelt að borða yfir sig á slíkum dögum, og það getur haft í för með sér depurð, sjálfsásakanir og samviskubit.  Sumir leiðast jafnvel út í sjúklega hegðun á borð við óhóflegar æfingar eða uppköst til að leiðrétta svindlið, sbr. búlimíu.

 

Pössum okkur að láta nammidagana ekki stjórna lífi okkar, og að búa ekki til of miklar væntingar til matarins.  Reynum líka að hafa smá sjálfsstjórn í svindlinu svo að við séum ekki að gráta í koddann alla vikuna af samviskubiti.

 

 

Líkamleg áhrif:

Líkamlega getur svindl verið ábatasamt. 

Ef við höfum verið á stífu mataræði er líklegt að blóðsykurgeymslur líkamans (glycogen) séu í lægri kantinum, sérstaklega ef við höfum einnig verið að æfa stíft alla vikuna.  Þegar við svindlum, borðum við mun fleiri hitaeiningar og kolvetni en alla jafna og fyllum þar með á tómar glýkógenbirgðirnar. 

Þegar við skerum niður hitaeiningar til að grennast hægist á brennslu líkamans.  Þá heldur líkaminn að nú séu mögur ár og því þurfi að fara sparlega með orkuna. 

Annar kostur við nammidaga er að með því að hrúga í okkur fullt af hitaeiningum í einni máltíð eða heilan dag þá sendum við þau skilaboð til líkamans að það sé ekki hungursneyð og hann kýlir upp brennsluna því ekki þarf lengur að spara orkuna.

Við fáum líka auka orku fyrir æfingar komandi viku og getum af þeim sökum kreist út eitt reps í viðbót eða aukið þyngdirnar.  Hvoru tveggja getur sparkað í rassinn á vöðvunum til að að stækka og styrkjast til bregðast við þessu aukna áreiti með.

MissyPeregrym

Nammidagar geta samt haft neikvæð áhrif á fitutap. 

Fitumagn og vöðvamassi í líkamanum hafa áhrif á hvernig hann bregst við ofáti. 

Þeir sem hreyfa sig, sérstaklega þeir sem lyfta lóðum, þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að helgarsukkið breytist í fitu.  Lág fituprósenta og meiri vöðvamassi gerir það að verkum að minna af sukkinu breytist í fitu en hjá kyrrsetufólki af því að stærri vöðvar geta geymt meira af kolvetnum. 

Nammidagar gera fitutapið erfiðara hjá þeim sem eru yfir kjörþyngd.  Svindlið er líklegra að breytast í fitu þar sem vöðvamassi er ekki nógu mikill til að geyma auka orku, og því fer hún beint í fitufrumurnar.  Einnig er insúlínviðbragð við ofáti hjá fólki yfir kjörþyngd óeðlilegt því það lokar á fitubrennslu og stuðlar að meiri fitusöfnun.

Því ættu þeir sem eru mikið yfir kjörþyngd að komast niður í kjörþyngd áður en nammidagar eru gerðir að vikulegum viðburði.

  • Pössum að nammidagar teygi sig ekki yfir á föstudag og laugardag líka. 
  • Nammidagur eru bara einn dagur eða bara ein máltíð.  Svindl í saumó á þriðjudag og í leshópnum á fimmtudag og pizza með kærastanum á laugardag eru þrír nammidagar og endar ekki nema á einn veg....þyngdar-og fituaukning.
  • Við þurfum að vinna fyrir nammidögunum, með hollu mataræði og hreyfingu yfir vikuna.  Spyrjum okkur sjálf á laugardegi: "Á ég skilið að svindla ?" og reynum að svara hreinskilnislega. 
  • Við erum hvort eð er ekki að svindla á neinum nema sjálfum okkur með að ljúga.

 

Góða helgi gott fólk og njótið nammidagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á erfitt með að svara sjálfum mér hreinskilnislega en þetta er allt svo rétt hjá þér as usual.  Til lukku með árangurinn ekkert smá flott á myndunum.

sas (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 17:59

2 identicon

Bloggið þitt er stórskemmtilegt og fróðlegt.

Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 00:27

3 identicon

Vá hvað ég fíla mig sekan að borða nammi og lesa bloggið þitt...   En ég meina... það ER nammidagur...

Fjölnir "Tvister" (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband