Brjóst og HIIT

Naglinn massaði tútturnar í morgun og sprettaði svo eftir lyftingar eins og vindurinn. 

Til gamans og vonandi einhvers gagns (og þar sem ég er andlaus um efni fyrir pistil) ætla ég að birta æfingu dagsins.

 

Fangar

Brjóst + kviður:

Bekkpressa 5 x 10- 8-8-6-6

Hallandi pressa m/lóð 4x8 *súpersett* Sitjandi Kviðkreppa 4x15

Hallandi pressa m/stöng 4 x 8-8-6-6 *súpersett* Kviður á skábekk

Flug m/lóð (hallandi) 4 x 10 *súpersett* Liggjandi kviðkreppa 4x 15-15-12-10

Flug í vél 4 x 10

HIIT 20 mín:

Halli : 6

Hraði: 9-16 km/klst => 30-50 sek á hverjum hraða

Prótínsjeik og 4 hrískökur eftir æfingu og kellingin reddí í daginn.

P.S Allar hugmyndir um efni í pistla eru vel þegnar Cool.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Audrey

Svona færslur finnast mér bara alveg ómissandi líka... gaman að sjá prógrammið hjá öðrum

Audrey, 21.12.2007 kl. 14:54

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Æi gott að heyra, það er nauðsynlegt að fá hugmyndir fyrir sjálfan sig og prufa sig áfram með nýjar æfingar, reps og sett.

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.12.2007 kl. 14:56

3 Smámynd: Ester Júlía

híhí...ég var líka að taka brjóst í dag ..snilld! flott prógrammið þitt, þetta ætti að virka :). Oj oj ..hrískökur - mig sundlar enn ;).

Er að skrifa á glænýjan makka en get ekki gert broskarla... nú þarf ég nánast að læra á tölvu upp á nýtt.. oo o þessi tölvuveröld..;)

Hafðu það frábært ..jólakveðja til þín.

Ester

Ester Júlía, 21.12.2007 kl. 21:11

4 Smámynd: Ester Júlía

http://ragganagli.blog.is/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Wink.png

Ester Júlía, 21.12.2007 kl. 21:11

5 Smámynd: Ester Júlía

Úps.sorrý þetta .. er að fikta í makkanum ..en þetta virkaði sem sagt ekki :D.

Ester Júlía, 21.12.2007 kl. 21:12

6 identicon

Hæhæ, var að spá.. er gott að hrista uppí prógramminu með að lyfta vel í svona 2-4 vikur og brenna bara eftir lyftingar og byrja síðan á að brenna 4-5x i viku og lyfta 3x?

Kv Eva 

Eva (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 16:50

7 identicon

Bara frábært að sjá prógrammið þitt  Segðu mér.. ertu þá að bæta smá saman við hraðann upp í 16 km á klst og hægir svo aftur á sama hátt? Og hrískökur? Ertu þá að tala um "froðuplastkökurnar"?

Óla Maja (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 00:19

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Eva! Það er alltaf gott að breyta til. Ég mæli samt með að þú lyftir ekki sjaldnar en 4x í viku og sért ekki að brenna meira en 4x í viku. Ef mataræðið er í lagi þá áttu ekki að þurfa að brenna meira, og ferð bara að ganga á massann ef þú brennir of mikið.

Óla Maja! Já í þetta skiptið tók ég "interval" þar sem ég eyk smám saman hraðann, 9-10-12-14 og enda í 16. Stundum tek ég 30-60 sek spretti og svo labb og skokk inná milli. Það er um að gera að festast ekki í einu prógrammi.

Já hrískökur eru svona þurrar frauðplastkökur, heita "Rice Cakes" út í búð. Algjört nammi að brjóta þær út í sjeikinn, verður eins og bragðarefur.

Ragnhildur Þórðardóttir, 23.12.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 549135

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband