Æfingar og ónæmiskerfið

 

Líkamleg hreyfing hefur áhrif á öll kerfi líkamans, þar á meðal ónæmiskerfið.  Vísindamenn hafa vitað í langan tíma að ofþjálfun hefur neikvæð áhrif á virkni ónæmiskerfisins.  Of mikil þjálfun hefur áhrif á hlutfall vöðvabyggjandi (anabolic) og niðurbrjótandi (catabolic) hormóna í líkamanum, sem veldur niðurbroti á prótíni og bælir niður sérhæfðar frumur ónæmiskerfisins.  Þegar íþróttamaður er í ofþjálfun eru hermenn ónæmiskerfisins - lymphocytes, granulocytes og macrophages - ekki til staðar til að sinna hlutverki sínu sem er að berjast við óþekkt innrásarlið og afleiðingin er sýking.  Algengast er að fá sýkingu í háls, nef og eyru. 

sore_throat

Mikil hreyfing og keppni, jafnvel þó það sé ekki ofþjálfun, hefur líka neikvæð áhrif á virkni ónæmiskerfisins.  Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að maraþonhlauparar eru með hærri tíðni sýkinga í efri loftvegum (háls, nef og eyrum) eftir þátttöku í maraþonhlaupi samanborið við hlaupara í svipaðri þjálfun en tóku ekki þátt í neinni keppni.  Í raun eru afreksíþróttamenn í toppþjálfun með hærri tíðni sýkinga í efri loftvegum en aðrir sem hreyfa sig minna.

Þess vegna er mikilvægt að hugsa vel um ónæmiskerfið þegar miklar æfingar eru stundaðar.

Hér eru nokkur ráð sem gætu komið í veg fyrir kvef:

  • Glútamín á morgnana, eftir æfingu og fyrir svefn
  • Sólhattur
  • C-vítamín
  • Reglulegur handþvottur,
  • Hollt og fjölbreytt mataræði
  • Drekka nóg af vatni
  • Minnka líkamlega og andlega streitu
  • Eyða tíma utandyra þar sem vírusar smitast frekar í lokuðum rýmum
  • Næg hvíld

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Audrey

Ég hef þokkalega fundið fyrir þessu undanfarið!  Er alltaf að fá einn og einn dag þar sem ég bara leggst í rúmið og það er mjög ólíkt mér.  Mætti líklega auka fjölbreytnina í mataræðinu en að öðru leyti held ég að ég sé að gera mitt á þessum lista....

Audrey, 21.2.2008 kl. 12:29

2 identicon

Glútamín á morgnana, eftir æfingu og fyrir svefn:

Þetta er eitthvað sem ég hef verið að nota mikið sérstaklega þegar mar var að æfa fyrir aflraunir. Fannst samt eins og þetta væri ekkert að virka en komst svo að því að þetta virkar eftir að ég hætti að taka þetta Nú nota ég þetta reglulega.

kv,

Hjörtur 

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 13:31

3 identicon

Sæl Ragnhildur  gaman væri að heyra hvernig þú háttar æfingunum fyrir þrekmeistarann næstu vikurnar, þ.e ef þú vilt láta það uppi.  Málið er að fólkið sem ég hef verið að æfa með ætlar að minnka lyftingarnar (hafa verið 3 þungar lyftingar æfingar á viku með 4X10 skiptum og miklar þyngdir) og fara meira yfir í crossfit en halda inni 2 hlaupaæfingum í viku.  Persónulega þori ég ekki að sleppa lyftingunum því ég held að ég þurfi að bústa upp styrkinn fyrir keppnina.  kveðja Guðrún Helga

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 13:46

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl Guðrún Helga,

Ég ætla ekki í Þrekmeistarann í vor, smá change of plans .  Persónulega myndi ég ekki sleppa lyftingunum, 2-3x í viku er alveg nauðsynlegt til að viðhalda styrknum.  Þú vilt ekki tapa honum því hann skiptir líka máli, alveg eins og þolið.  Ég mæli með að bæta frekar þolþjálfuninni við lyftingarnar, frekar en að sleppa þeim.  Það gæti reyndar þýtt að þú þurfir að auka við tíðni æfinga í vikunni.  Leyfðu mér endilega að fylgjast með hvernig gengur.  Gangi þér vel .

Ragnhildur Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband