Gott spott

 

 Naglanum finnst alltaf jafn sorglegt að sjá tvo félaga í bekkpressu þar sem einn djöflast í bekknum með alltof miklar þyngdir á meðan hinn tekur deadlift við að spotta hann í gegnum allt settið.  Naglinn skilur ekki þá sem láta spotta sig frá fyrsta repsi og láta hinn um helming vinnunnar.  Það er fátt meira óþolandi en að biðja einhvern Júlla Jóns um spott og félaginn spottar annað hvort of mikið eða of fljótt nema hvort tveggja sé.  Það er nefnilega lykilatriði að spotta á réttu augnabliki og mátulega lítið til að maður sé sjálfur að vinna þó verið sé að spotta.

spott

 

Þess vegna er svo gott að hafa æfingafélaga sem veit nákvæmlega hvenær á að grípa inn í og hve mikið, því allir eru mismunandi með þetta.  Til dæmis Naglinn vill bara láta spotta sig þegar Naglinn er algjörlega að bugast, ekki sekúndu fyrr.  Vil fá að berjast sjálf.  En Löggan vill að ég grípi inní mun fyrr og spotti meira en hún á að gera við mig.

Það eru nokkur lykilatriði sem er gott að hafa í huga fyrir góðan spottara og gott spott:

 

Hvernig vill hann vera spottaður?  Til dæmis í pressu með lóð vilja sumir láta grípa um úlnlið en aðrir undir olnboga.  Hvorug aðferðin er réttari en önnur, bara spurning um smekksatriði.

 

Hversu mörg reps ætlar viðkomandi að gera?  Ef við byrjum að spotta á 5. repsi en hann ætlar að gera 10 erum við búin að eyðileggja settið.

 

Ekki taka þyngdina af manneskjunni!  Ekki taka svo mikið undir stöng eða lóð að það taki spennuna úr vöðvanum hjá viðkomandi.  Gott spott veitir rétt magn af aðstoð til að koma þyngdinni upp.

 

Ekki spotta nema að það sé algjörlega nauðsynlegt.  Árangursríkasti hluti settsins er við lok þess og með því að grípa inní of fljótt, drögum við úr gagnsemi þess.

Ren6

 

Þurrka af sér svitann.  Þegar er verið að spotta í bekkpressu er gott að þurrka af sér svitann áður en settið hefst til að ekki leki á viðkomandi í miðju setti.  Frekar ógeðfellt. 

 

Hjálp með stöng? Í bekkpressu og axlapressu með stöng skal spyrja hvort viðkomandi vilji aðstoð við að taka stöng af rekkanum.

 

invisible-bench-press

Spotta um mitti í beygjum. Í hnébeygju skal spotta utan um mitti en ekki á stöng.

 

Rétta lóð rétt.  Stundum þarf að rétta viðkomandi handlóð.  Þá er best að taka utan um lóðið en ekki handfangið sjálft.  Það getur skapað vandræði að ætla að rétta manneskjunni lóð þegar við höldum sjálf um handfangið.

 

Hugsa út fyrir rammann.  Í æfingu eins og flugi í vél getur verið betra að ýta ofan á lóðaplötubunkann.  Passa hendurnar samt.

 

Góð spott tækni er fingraspott.  Til dæmis í bekkpressu, þá ýtir maður undir með vísifingrum beggja handa.  Það er oft nóg og eru það oft sálrænu áhrifin að vita af stuðningi sem er nóg.  Séu fingurnir hins vegar ekki nóg skal taka utan um stöng með nægu afli til að koma henni upp, en ekki of miklu samt.

 

Slaka á spotti eftir erfiðasta hjallann.  Stundum er nóg að koma þyngdinni fram yfir ákveðinn punkt og þá getur viðkomandi klárað lyftuna einn síns liðs.  Þetta eykur gæði settsins.

 

Ekki vera of hjálpsamur.  Ekki rjúka til og þrykkja lóðunum upp ef einhver er að "ströggla" með að koma þyngd upp.  Þetta getur valdið reiði hjá sumum sem fíla að berjast sjálfir.  Ekki spotta nema beðinn um það.  Hins vegar er í lagi að hjálpa til þegar einhver er nær dauða en lífi kraminn undir bekkpressustöng.

 

Einbeita sér að verkefninu.  Fókusinn á að vera á þann sem er að lyfta, ekki á rassana sem eru að vappa í kring.

 

booty 2

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já þetta er svipað með mig og þennan nagla þinn ... Þegar ég er að klára síðasta bjórglasið og er við það að æla þá er ekkert betra en að hafa drykkjufélaga hvetur mann til dáða...

ÁFRAM MEÐ ÞETTA ::: ERTU EKKI KARLMENNI:: EÐA ERTU BARA SKÍTUG KELLING..... Segja þá oft drykkjufélagarnir við mig og þá klára ég drykkin án þess að kenna mér nokkurs meins.

Brynjar Jóhannsson, 29.2.2008 kl. 15:52

2 identicon

Gott spott!

Þetta er alveg rétt enda hef ég aldrei verið eins góður í deddi og þegar ég æfði með Bubba og Ragga! hehe.. neinei smá glens

Þetta er gott blogg og hafa markir gott af því að fá leiðbeiningar í spotti

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 17:47

3 identicon

Þetta er svo satt!

Munar helling á því að æfa með einhverjum sem er góður að spotta eða ekki..

kveðja,

kristín arna stigaklifrari í laugum ;)

Kristín Arna (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 548855

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband