Svelta fitu vs. brenna fitu

 

Það er til aragrúi af megrunarkúrum sem allir eiga það sameiginlegt að forsvarsmenn þeirra lofa okkur sótsvörtum og spikfeitum almúganum gulli og grænum skógum. 
Yfirlýsingar á borð við " þú missir 5 - 10 kg á 2 vikum" eru allsráðandi í sjónvarpsmarkaðnum, í skjáauglýsingum og á síðum tímarita.  Sannleikurinn er hins vegar sá að það er líkamlega ómögulegt að missa 5-10 kg af líkamsfitu á svo skömmum tíma.  Ef þú missir svo mikla þyngd þá er það smotterí af fitu, slatti af vöðvum og hellingur af vatni. 

Þeir sem eru í mikilli yfirþyngd, eru yfirleitt á óhollu fæði, sem inniheldur mikið salt og sykur, og því jafnan mjög vatnaðir.  Þegar þeir svo byrja á megrunarkúrum sem felur í sér holla fæðu og yfirleitt mikla vatnsdrykkju losast um vatnið í líkamanum og þeir léttast, en þetta þyngdartap er að mestu leyti vökvatap.  Það er því auðvelt að láta blekkjast af nálinni á vigtinni og halda að kúrinn sé að gera glimrandi hluti í að losna við mörinn.  Lífið er ekki svo einfalt, að einn töfrakúr geri okkur að grískum goðum.

GarfieldDiet

 

Það eru fjórar undirstöður fyrir fallegan og hraustan líkama: 

  • styrktarþjálfun
  • þolþjálfun
  • rétt næring
  • rétt hugarfar

Það sem vantar í svo marga megrunarkúra er æfingaþátturinn. 
Það er mun vænlegra til langtímaárangurs að brenna burt fitunni í stað þess að svelta hana burt.  Þegar við sveltum fituna burt með mataræði sem er mjög lágt í hitaeiningum þá virkar það fyrst og nálin færist neðar og það veldur gríðarlegri hamingju. 

 

diet-scales

En Adam er ekki lengi í Paradís meðan hann aðhyllist þennan lífsstíl. 

Stöðnun verður í nánast öllum slíkum tilfellum, því líkaminn aðlagast og brennslan venst þessum lága hitaeiningafjölda.  Líkaminn heldur að við séum að svelta og bregst við einfaldlega með að brenna færri hitaeiningum. 

Styrktarþjálfun og regluleg hreyfing bjarga okkur út úr slíku ástandi.  Með því að lyfta lóðum aukum við vöðvamassann, og það kemur í veg fyrir að brennslan detti niður í fyrsta gír.  Aukinn vöðvamassi leyfir okkur líka að borða meira... og hverjum finnst ekki gaman að borða??  Í staðinn fyrir að kötta kaloríur niður í öreindir erum við að brenna fitunni en ekki að svelta hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hversu mörg kíló telur þú vera eðlilegt að missa á mánuði?

s*

s* (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Það er ekki gott að missa meira en 0,5-1 kg á mánuði. Þá geturðu verið viss að megnið sé fita sem er að fara. Ef þú missir meira en það er hætta á að þú sért að ganga á vöðvamassann og þá hægist á grunnbrennslunni. Það er yfirleitt talað um að því hægar sem þyngdartap á sér stað því betra því þá getur maður verið viss að fitan sé að fara en massinn á sínum stað. Hins vegar getur þyngdartap til að byrja með í megrun verið meira en 1 kg á mánuði ef viðkomandi er mjög vatnaður eins og ég nefndi í pistlinum. Það er þá vökvi að fara úr líkamanum en ekki fita.

Gangi þér vel!

Ragnhildur Þórðardóttir, 18.3.2008 kl. 17:52

3 identicon

Mikið gleður þú mig í dag. Ég er búin að ná af mér tæpum 13 kg á 11 mán og dett stundum í það að verða ótrúlega fúl yfiur því að þetta gangi ekki hraðar  ....

Nú held ég bara áfram að vera jákvæð og minni mig reglulega á að ég bæti frekar hratt á mig massa þó að fitan leki hægt af .... það er vandlifað ;)

kveðja úr sólinni á Akureyri

Hulda (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 18:04

4 identicon

Takk fyrir þetta snúlla. ég er líka búin að missa 3 kíló á 3 mánuðum. Þetta hefur ekki verið neitt mál.

Hittumst bráðum.

Signý*

s* (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 22:33

5 identicon

Sæl!

Fann þessa síðu á googlinu þegar ég sló upp leitarorðinu æfingaráætlun. 

Frábær síða, með fullt af fróðleik!! Hún er komin í favorites hjá mér

Kristín (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 08:33

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hulda og Signý! Þið eruð greinilega á réttri braut, þyngdartapið er samkvæmt bókinni. Í guðanna bænum ekki svekkja ykkur á að þetta gangi ekki hraðar. Miklu frekar að hafa áhyggjur ef þið farið að missa of hratt.

Góðir hlutir gerast hægt!! Gangi ykkur vel skvísur!

Signý! Ekki spurning að fara að hittast. Stefnum á það eftir páska skvís.

Kristín! Frábært að fá nýjan lesanda. Takk fyrir að kíkja í heimsókn. Ekki hika við að spyrja ef þig vantar ráð, og ég skal reyna að aðstoða eftir fremsta megni.

Gangi þér vel.

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.3.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 548850

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband