Sinnepskókoskjúlli

Naglinn hefur verið að prófa nýjungar með kjúllann undanfarið og er orðin alveg krækt (e. hooked) á þessa uppskrift. 

Kókosbragðið kemur sterkt í gegn...algjört nammi.

Gaf Foremanninum heittelskaða smá hvíld og notaði pönnu í staðinn.

 

Sinnepskókoskjúlli:

1 tsk kókosolía

1 kjúllabringa

1 - 2 tsk hunangs sinnep eða annað sætt sinnep (Naglinn er núna að nota eitthvað danskt "gourmet" sinnep úr Íslendinganýlendunni Magasin du Nord)

Svartur pipar

 

Kókosolían látin bráðna á heitri pönnu (best að nota rifflaða steikarpönnu). 

Bringan pipruð báðu megin og smurð öðru megin með sinnepi

Skellt á heita pönnuna með sinnepshliðina niður. Á meðan hún er að steikjast er hráa hliðin smurð með sinnepi.

Snúa yfir á hina hliðina og steikja þar til bringan er gegnumsteikt.

Þetta snæðir Naglinn mjög oft í kvöldmat um þessar mundir.

Meðlætið er þá gufusoðið brokkolí eða blómkál

og

Salat með grillaðri papriku og rauðlauk, 10 valhnetukjörnum og 1 tsk balsamedik.

 

Bon appetite!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nammi namm mun prufa þessa uppskrift við tækifæri :)

Elsa (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 11:48

2 Smámynd: Audrey

Mjög girnó eeeeeen - færðu aldrei ógeð af kjúllabringum?  Þær eru farnar að ásækja mig í martröðum mínum

Audrey, 26.3.2008 kl. 13:14

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Nei ótrúlegt en satt þá fæ ég bara ekki leið á kjúlla .  Reyni samt að borða fisk og kjöt líka, en finnst kjúlli alltaf jafn góður.  En á samt mjög erfitt með að borða hann beint af kúnni (eða hænunni), verð að dúlla svoldið við hann með maríneringum, kryddum og sósum .

Ragnhildur Þórðardóttir, 26.3.2008 kl. 13:28

4 identicon

Sælar....

hér hefurðu netfangið mitt....fann ekki þitt á síðunni þannig að ég henti því hér inn.

Hlakka til að heyra frá þér.

kv. Hjördís

Hjördís (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 11:53

5 identicon

hjordísb@simnet.is

...eða bara ...hér er það 

Hjördis (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 11:54

6 identicon

mmmm þetta hljómar assgoti vel :) étlaðpróa

lovísa (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 549054

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband