Lítill skurður...bara pínulítill

Naglinn er í átaki.

Eftir rúma viku eru Naglinn og hösbandið að fara í afmælisbrjálæði á erlendri grund, nánar tiltekið í fyrrum höfuðborg heimsins Lundúnum. 

Naglinn keypti sér reyndar nýjan kjól fyrir veisluna, sem er sérstaklega víður frá brjóstum niður á hné, felur akkúrat þau 70% af líkamanum sem eru ekki fyrir börn og viðkvæma.  

Rassinn og bumban eru komin út fyrir öll velsæmismörk, það er dýrt að borga fyrir tvö sæti í flugvél, og það er ekki gaman að afmælisgestir uppnefni mann Heffalump eftir veisluna. 

heffalump

Þess vegna byrjaði Naglinn í míní - skurði á mánudaginn.  Það er auðvitað ekki hægt að gera nein kraftaverk á 10 dögum, en vonandi losnar aðeins um vömbina og að eitthvað af lýsinu leki. 

Svo nú er kellingin búin að hreinsa til í mataræðinu, kötta aðeins á kolvetnin og bæta í cardio-ið.  Vonandi skilar þetta einhverjum árangri.

Svona stuttur skurður ætti ekki að hafa mikil áhrif á vöðvauppbyggingarferlið, en planið er að hoppa aftur í það prógramm um leið og gleðinni í Lundúnaborg lýkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farðu varleg í mini-skurðinn, stutt í næsta mót hjá þér kona ;) 

Og góða skemmtun í London-BABY!!!

Nanna (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já já ég passa mig, það er nú alveg af nógu að taka. Er nú ekki viss hversu miklu þessi stutti skurður skilar, en hey! það má reyna.

Takk fyrir það, hlakka mikið til.

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.4.2008 kl. 13:20

3 Smámynd: Audrey

Iss ekkert mál að taka svona skyndiskurð í svona stuttan tíma - ég geri þetta alveg.  Og þarf einmitt að gera þetta núna á næstu 10 dögum..  Brenni bara smá meira, borða oft og lítið  og tek próteinsjeik í kvöldmat.... og ekkert eftir það fyrir nóttina.  Svínvirkar hjá mér allavega   Allt í lagi svona einstaka sinnum..

Audrey, 16.4.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 549052

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband